Vikan


Vikan - 02.03.1961, Síða 12

Vikan - 02.03.1961, Síða 12
ÞEKKTU SJALFAN ÞIG Dr. Matfhías Jónasson: HHB Á EmSTIGlM HEGAIMS Á gamals aldri er sérvitringurinn oftast jafn einangraður og Róbinson á eynni. Hann eigrar um samfélagið eins og vofa, stundum lotinn, óhreinn og tötralegur, stundum aðeins með steinrunninn von- brigðasvip. Lausn hans á veraldargátunni var ekki tekin gild. Frnmstæðingurinn i siðmenningunni. Sérvitringar þykja beztir í fjarlœgð. Róbin- son er allra viðkunnaniegasti náungi, meðan bann reikar einangraður um eyðiey sína og endurtekur með basb sínu og uppfinningum þekkingarþróun mannkynsins. En i nábýii verður bann óþægiiegri og þykir oftast bera „brak‘'-viðurnefnið með rentu. Kn við böfum bann oftast á næstu grösum. Sem smápatti er bann forvitinn og kotroskinn, rekur sitt þefvisa nef niður i bvert smáatriði, rétt eins og engu væri trúandi, nema bann befði reynt það sjáilur. iÞó er nú sök sér að iynda við bann á barnsaldri. Okkur veitist svo auð- veit að brosa að sérvizku barnsins, þvi að við erum sjáif svo örugg um óskeikulleik þeirrar þekkingar, sem við tókum i arf og skilum erf- mgjum okkar. Það þarf kannski meira vit en þitt, stúfur btb, tb þess að bagga bennil A ungiingsaidri þyrrnir sérvitringurinn engu. Kennisetningar vísindanna, giidi siða og beíð- ar, jafnvei trúfræðin sjáif, ailt þarf bann að rannsaka i smásjá raunbyggju sinnar. Við eig- um nú að venjast ýmsum gonuskeiðum bjá æsk- unni; þau bæfa vist bennar eðb. iin sérvitr- iuguriun slær öll met. Hann beigir sig út yfir sérvizku sinni, rétt eins og bann gengi með iausn veraldargátunnar í vasanum. Á garnals aldri er sérvitringurinn oftast jafn einangraður og Kóbinson á eynni. Hann eigrar um samfélagið eins og vofa, stundum lobnn, ó- breinn og tötralegur, stundum aðeins með stein- runninn vonbrigðasvip. Lausn bans á verald- argátunni var ekki tekin gild. Og nú er bann kominn að fótum fram og lýkur ævi sinni kannski f einmanaleik þess berangurs, sem leið bans lá um. Svona skömm er mannsævin, svona löng er kreddan. Undir þjöl samfélagsins. Sérvitringurinn bneigist sjaldan til ofurmenn- isdýrkunar. Hann metur afrek eða boðskap ekld eftir upphefð eða ætterni manna. Honum er rétt lýst í orðum Stefáns G.: Hugði ei sannleik lióti betri hafðan eftir „Sankti“ Pétri . heldr en ef svo hending tækist, húsgangurinn á hann rækist. Jafnaðarmennska af þessu tagi aflar engum vinsælda. Hún opnar sérvitringnum leið til að gagnrýna hvers konar „sannindi" án þess að skeyta um helgan uppruna eða virðulega hefð þeirra. Auk þess dillar lnin mörgum sérvilringi i þeirri sælu vissu, að sannleikur hans sé jafn- frambærilegur og hver annar og að e. t. v. hafi einmitt hann fundið lykibnn að ráðgátunni. Slíkan sjálfbirgingshátt þolir sainfélagið illa. Það hefur ímugust á sérvitrungum, „sem sí- fellt ala þras og flokkadrátt“, eins og sálma- sl^áldið Valdimar Briem orðar það. Því vill það slipa sem flestar ójöfnur af einstaklingnum, gera hvern öðrum líkan, bæði að hegðun og innræti, svo að jafnan verði séð fyrir fram, hvers megi vænta af hverjum einum. Þess vegna leggur samfélagið sérvitringinn undir þjöl sína. Og þá raun standast fáir að fullu. Við ættum fleiri sérkennilega náunga en raun er á, ef samfélagið slípaði ekki af þeim hverja ójöfnu og agnúa. Við tökum barnið ungt í þessa þjálfun og skömmtum því andlegan kost af þvi tagi, að það unir sér sæmilega við jötuna og finnur sjaldan hjá sér sterka ástriðu til að leggja út á einstigi hugans um villugjörn firnindi hins óþekkta. Brjótist sérvizkuhneigðin fram samt sem áður, þá þjarmar samfélagið að henni á annan hátt. Sá, sem stpndur ekki heils hugar í einni fylkingu, — að honum drífa skeytin úr öllum áttum. Á þessu fékk sérvitringurinn Rousseau að kenna, þegar hann með „trúarjátningu djákn- ans“, — og það þýðir: kredduafneitun hans sjálfs, — hafnaði báðum hinum viðurkenndu þjóðbrautum heimsskoðunar á hans tíð: kredd- um ofstækisfullrar kirkju og kennisetningum þröngsýnnar heimspeki. Rousseau lýsir sérvitr- ingseðlinu vel í eftirfarandi orðum: Framhald á bls. 37.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.