Vikan


Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 11

Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 11
— Þarna getið þið séð sjálf, hérna eru þau. Walter Fenton fnæsti. — Á ég að trúa þvi, Emily, að þú ætlir að leyfa dóttur þinni að láta sjá sig i einum af þessum ... þessum bleðlum? — Ég held hún muni verða yndisleg i þeim. — Mamma, ég gæti knúsað þig. Walter Fenton greip andann á lofti, þegar hann sá Nancy hverfa út um dyrnar i nýju, eldrauðu baðfötunum sinum. — Emily, þessi baðföt eru hneykslanleg! — Hamingjan góða, í einhverju verður hún að vera, þegar hún fer i vatnið. — X einhverju. Hún er aðeins fimmtán ára, Emily. — Það kemur honum ekki til hugar, sagði Emily og skríkti. — Hann heldur áreiðanlega, að hún sé sautjan ára. Walter Fenton horfði rannsakandi út að baðflekanum. Hann sa Nancy binda bátinn fastan og síðan spássera hægt og letilega um flekann, eins og hún hefði nægan tima. —■ Littu nú á, sagði hann. — Já, er hún ekki hrifandi. — Þú ert hreint og beint barnaleg, E’mily. Walter Fenton fnæsti og sökkti sér aftur ofan x Horfna hkið. Dag- urinn leið. ___ Hvenær fáum við eiginlega kvöldmatinn? spurði Walter. — Þegar Nan kemur heim. — Það er að verða framorðið. — O, ekki svo mjög. Walter Fenton lauk við að lesa bókina. ___ Nú vil ég fá kvöldmatiim, Emily. ___ Æ, hamingjan góða, heyrði hann Emily segja, — þarna kemur hun. X rödd hennar var vonbrigðahreimur. — Það var nú líka timi til kominn, sagði Walter Fenton. Emily lagði arminn hughreystandi um axhr Nancy og sagði: — Kannski hefur hann bara brugöið sér frá i dag, vma mín. Ef tii vill hefur hann farið i bæinn með foreldrum sinum. Brúnin léttist á Nancy. — Já, karmski er það bara það, mamma. Eg sá holdur engan við Merrilshúsið. Heldurðu i alvöru, að það sé bara það? — Það er ég viss um, telpa min. Skjóztu nú upp, og farðu i eitthvað, á meðan ég legg á borðið. . Nancy hvarf upp stigann, en þegar hún kom aftur, var hun vonleysið uppmálað. „ _. , . ___ hef ekki séð neinn bíl aka þaðan, mamma, sagði hun. ___ Okkur hefði auðveldlega getað sézt yfir það. Viö sjáum ekki alla bíla, sem aka hér fram hjá. En Nancy var ekki alveg sannfærð. Hún virtist alveg hafa misst matarlystina. „ , _ — Borðaðu nú matinn þinn, sagði Walter Fenton. ___ já en ég er ekki vitund svöng, pabbi. — siðan hvenær ert þú orðin lystarlaus, ef ég má spyrja? Nancy svaraði með uppgerðarvirðuleika: — Ég er ekkx 1 skapx txl að borða. Ekki alltaf, á ég við. Ég á við, — það er ekki hægt að sitja bara og borða. _ .. „ — Hvaö i ósköpunum gengur að barnmu, Enuly? . 1 sama mund ók bifreið hjá. Ekillinn þeytti hornið. Nancy þaut eins og byssubrennd út að glugganum. .- ___ p>aS er hann, mamma, hrópaði hun. Hann hefur þa bara verið úti að aka með pabba sínum og mömmu. Hún hafði tekið gleði sína á ný og Þaut upp stigann. — Nancy, öskraði Walter Fenton. — Láttu hana nú i friði, sagði Emily hostuglega. . — Eg hef rétt til að vita, hvað er að gerast 1 minu eigin husi, Emily. _____ Ég býst við, að Nancy sé að fara í baðfötin sín. ___ Og hún, sem var að enda við að fara úr þeim. — Það hafa greinilega verið mistök. — Nei, heyrðu mig nú, Emily. Ætlar þu virkilega að lata þetta við- Emily skutu gneistum: - Já, Það ætla ég. Og þú skalt svei mér láta það viðgangast líka, sagði hún. ___ Nancy kom í loftköstum niður stigann: — Fer hann vel, mamma. spurði hún með öndina í hálsinum. ___ Hann fer þér alveg dásamlega, elskan mín. Snúðu þér við ... Nancy snerir sér við. — Já, það var alveg óhjákvæmilegt fyrir þig að fá Þér ný baðföt, elskan mín. Nancy kyssti móður sína og Þaut siðan út. Andartaki siðar reri hún út að baðflekanum. Enn á ný spígsporaði hún kæruleysislega um flekann. — Ég gefst upp, sagði Walter Fenton. Tveimur timum siðar birtist Nancy aftur i dyrunum. Hún ljómaði öll. — Ó, mamma. Hann kom. Og hann er sextán ára. — Og hvað höfðuð þið fyrir stafni úti á flekanum? spurði Walter Fenton hranalega. ... Nancy sneri sér til hálfs að honum og sagði yfirlætislega: Oo, talao saman og svoleiðis. . „ ^ . . . ...« — Komdu nú, og borðaðu matinn þinn, sagði Emily. Eg hef haldiö honum heitum fyrir þig, vina. ___ Og farðu í eitthvað, kallaði Walter Fenton. — Þú skalt borða fyrst, vina mín, sagði Emily. Nancy gekk til móður sinnar. Augu hennar ljómuðu. — Ó, mamma, það er svo dásamlegt að láta taka eftir sér. — Já, elskan min, sagði Emily, ég veit það. Walter Fenton vaknaði við, að Nancy ýtti við honum. Hann deplaði augunum og leit á klukkuna. Hún var tæplega fimm. — Hvað ert þú eiginlega að gera á fótum á þessum tima sólarhringsins, barn? spurði hann öskuvondur. — Ssss, hvislaði Nancy, þú vekur mömmu. Gefðu mér nokkra orma. — Orma? I gær þurftir þú ekki einu sinni öngul. ___já, en það var aUt öðruvisi. Þegar maður fer að veiða með vini sínum, verður maður að hafa bæði öngul og beitu. Hvað i ósköpunum heldurðu, að Jimmie mundi segja? — Jimmie hvað? ___ Æ, ég hef gleymt að spyrja hann um eftirnafnið hans. Emily rumskaði og sagði: — Já, elskan min, auðvitað mátt þú taka af ormunum hans pabba þins ... Far Þú bara að sofa, Walter. Þegar Walter hafði rakað sig um morguninn, fannst honum lífið óbæri- legt, en hann neitaði að gefast upp. Hann hélt sér í skefjum til klukkan ellefu. Þá missti hann þolinmæðina. Hann reri út að baðflekanum til að sjá með eigin augum, hvað Þar færx fram. Þegar hann kom aftur, var hann öskuvondur. — Emily, sagði hann, hefur þú séð þennan strák, sem hún dóttxr þin er að draga sig eftir? Hann er eins og hettusóttarsjúklingur. Emily gekk að skrifborðinu og tók snjáða ljósmynd upp úr einni skúff- unni og sagði: — Langar þig að sjá, hvernig þú leizt út sjálfur? — Við vorum ekki að tala um mig. — Nú, ég hélt það, sagði Emily. Hún lét myndina á sinn stað, og Walter Fenton renndi fingrunum í gegnum hárið, sem var tekið að þynnast. Skömmu siðar dró fyrir sólu, og þrumuhljóð heyrðist i fjarska. — Þú ættir að kalla á hana dóttur þína, áður en hann fer að rigna, sagði Walter Fenton. — Þau geta leitað skjóls í bátaskýlinu. — Alein? Emily leit á hann háðslega. — Já, auðvitað. Nú fór að rigna. Skötuhjúin á bað- flekanum hoppuðu i bátsskelina, reru i land og leituðu hælis í bátaskýlinu. — Emily, nú fara þau inn í skýlið. — Það er nú varla í önnur hús að venda, svaraði Emily. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Þegar fór að stytta upp, birtust ungl- ingarnir, og Nancy skokkaði heim á leið. Þegar hún kom inn, næstum sveif hún. Framhald á bls. 38. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.