Vikan


Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 33

Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 33
var ég svo utan við mig, að ég hafði ekki hugsun á því aS segja fólkinu aS koma, en svo fór ég að bjóða hverjum, sem hringdi, að koma þá um kvöldið. Og siðastar af gestunum komu allar stúlkurnar frá Brúar- landi með skeytahlaðann, sem hafði safnazt þar fyrir. Þetta var kon- ungleg veizla, — ég sé bara mest eftir því að hafa ekki haft segul- band til að taka ræðurnar upp. — Munið þér eftir nokkru sér- stöku í sambandi við feril manns yðar, sem gaman væri að segja frá? — Ja, ekki í svipinn held ég. En mér er eitt minnisstætt, sem Halldór sagði einu sinni i Indlandi. Við vor- um gestir ríkisstjórnarinnar þar og það var verið að sýna okkur hitt og þetta. En alls staðar var þessi aragrúi af forvitnu fólki, Ijósmynd- urum, sem tóku af okkur myndir og komu aftur eftir örstutta stund til að selja okkur þær, og flæking- um. Það var ömurlegt að horfa upp á fátæktina, sem knúði þetta fólk áfram. Fylgdarmenn okkar gengu lireint til verks og voru vanir að lirinda þeim i burtu, og einhvern tima gekk það svo langt, að Halldór gat ekki orða bundizt. „Ég er gestur þessa fólks lika,“ varð honum að orði, en þeir urðu alveg forviÖa, öðru eins höfðu þeir aldrei kynnzt. — Mig langar að síðustu að spyrja yður: Teljið þér það ekki erfitt hlutskipti að vera gift nóbelsverð- launaskáldi? — Nei, þvert á móti skemmtilegt. Ég hef kynnzt svo mörgu og séð svo margt fram yfir það sem al- mennt er, einmitt þess vegna. H. Á EINSTIGUM HUGANS. Framhatd af bls. 12. „Ég ætla að treysta minni eigin, innri rödd. Meira afvega en heim- spekingarnir (og kirkjan) getur hún ekki leitt mig. Og jaínvel þótt hún leiddi mig afvega. Villa min væri þá að minnsta kosti mín eigin vilia, og hún mun aldrei leiða mig í slíkar ógöngur sem lygar annarra hlytu að gera, ef ég treysti þeim. Óróinn ævarandi. Nú auðnast vitanlega ekki hverj- um sérvitringi forystuhlutverk i þróun menningarinnar á borð við afrek Rousseaus. Sérvitringar eru misjafnir að vexti rétt eins og aðrir menn. Hjá mörgum er sérvizkan i rauninni ekki annað en stirðnuð þrjózka frá bernsku- og unglings- árunum, vegartáimi, sem gieymzt hefur að fjariægja, þegar hann átu ekki lengur við. Sérvizka al' þess- um toga verður jai'nan þröng og ó- frjó. Hún leitast fremur við að spyrna á móti skoðunum en finna ný sjónarmið. Þannig hefur kredd- an, sem sérivtringurinn vildi varast öllu framar, lagt hug hans i fjötra. En óróinn, sem nærir sérvizk- una, liggur dýpra í eðh mannsins. Hann vékur að vísu tortryggui gagnvart því, sem er, og varar þannig við oftrú á fornar kenni- setningar, en um leið heinir hann huganum fram á við í leit aö nýj- um sannindum. Við það hefzt sér- lyndið á æðra stig og kemur fram sem stöðug viðleitni mannsins að losa sig af klafa úreltra skoöana. Við það verður huganum frjálst að skoða tilveruna eins og hún blasir við frá sjónarmiði sérliverrar tíö- ar og kynslóðar. Þessi ævarandi órói er mikilvægt afl i allri framvindu menningar- innar. Hann leysir ekki hugann einn úr höftum; hann losar einnig fjölmörg atriði úr fornum tengsl- um, sem einu sinni kunnu að hafa gildi, en eru nú orðin tilgangs- laus og röng. Um leið verða þau tiltækt efni, sem tengja má og túlka út frá skilningi og þörfum nýrra kynslóða. Þetta verður þó því aðeins, að sérvitringurinn sé gæddur mikilli hugkvæmni. Annars kost- ar staðnar hann í neikvæðri afstöðu, í hugmyndasnauðri gagn- rýni. Hann stendur þá á vegamót- um og þorir enga leið að ganga, af því að liún er margtroðin. En sér- vizku af stórbrotnari gerð fylgir hugkvæmni. Hún þorir að brjóta sér sína eigin leið, greinir grósku- mikla teinunga frá visnum grein- um menningarinnar. Hún horfir fram. í huga raunskyggnra sérvitringa spratt ósjpaldan fram ný heims- skoðun, sem varð mannkyninu til heilla, þó að hún hlyti ekki viöur- kenningu fyrr en löngu eftir dauða höfundanna. CERTINA-DS Hér er úrið, sem hefir alla þá kosti- sem karlmaður óskar eftir. Hér er heimsins sterkasta úr. Samt er það svo fallegt, að hver, og einn getur notað það við öll tækifæri. Oss hefir tekizt að framleiða - með algerlega nýrri tækni - úr, sem standast högg,1 sem myndu gersamlega eyðileggja önnur úr. Ennfremur eru CERTINA-DS sjálf-vindandi, vatns- og höggþétt (reynd undir', 20 loftþyngdarþrýstingi). Og að sjálfsögðu afar nákvæmt og reglulegt.sem sæmir CERTINA. Ö CERTINA-DS Selt og viðgert i rúmlega 75 löndum CE»RTINA Kurth Fréres, S.A. Grenchen, Sviss 37 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.