Vikan


Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 17
METMYND. Við öll íþróttamót eru staddir ljósmyndarar, sem eru tilbúnir til að taka mynd, ef einhver skemmtilegur atburSur kæmi fyrir. Þessi mynd var kosin bezta iþróttamynd ársins í Bretlandi, og hún er óneitanlega skemmtileg að mörgu leyti. Hún er tekin, um leið og Ghulam Raziq vinnur 100 metra hlaup með einni neflengd á undan Keith Gardner á Ibrox Park-leikvanginum i Glasgow. FELULEIKUR. ANITA EKBERG hin sænska hefur undanfarið leikið i ýmsum kvikmynd- um, sem helzt fjalla um alls konar ólifnað. Þar á meðal er mynd, sem heitir Gleðikonur h/f. Nú bar svo við, að ein þeirra stúlkna, sem í myndinni léku, tók þetta allt mjög alvarlega og hóf að stunda i raun það atferli, sem hún annars lék í kvikmyndinni. Lögreglunni þótti þetta að vonum nokkuð utan takmarka listarinnar. Og því situr þessi stúlka, Linda Veras, nú i stein- inum i Róm. Anita Ekberg önnur frá vinstri og hægra megin við hana Linda. FÓLK Á FÖRNUM VEGI BELMONDOISMI. Jean-Paul Belmondo heitir nýjasta stjarnan í evrópskum kvikmyndum. Ekki er það samt fyrir sérstaka leikkunnáttu, því hann kemur fyrir, eftir því sem næst verður komi/.t eins og hann er i raun og veru. Hann er sleipur náungi, sem lætur hverjum degi nægja sína þjáningu, skemmtir sér og svallar, ekki af því, að honum sé það lijartfólgið, heldur eingöngu af þvi, að það er þægilegt. Hann þekkir ekki til vinnu, en hefur þó nóg fé milli handa, og má það einu gilda, hvernig honum áskotnast það. Honum er ekkert rétt eða rangt, aðeins þægilegt eða óþægilegt. Dráp snertir hann ekki, það er honum alveg óviðkomandi. Ilann er metnaðarlaus, og honum er eiginlega sama um allt. Og þessi aigera upplausn sálarlifsins er orðin að eftirbreytnis- verðri fyrirmynd ungs fólks á Vesturlöndum. Er þetta svar unga fólksins við ógnun kjarnorkusprengjunnar? ELSKU VINUR. Ekki er allt sem sýnist með hann Krúsa. Annað veifið hundskammar hann Hammar- skjöld og hitt kallar hann hann elsku vin og gerir óspart að gamni sínu. Vonandi verða þeir meiri vinir en fjandmenn á þessu ári, rétt si-sona til þess að gera menn um heim allan ekki taugaveiklaðri en þeir þegar eru. Edith Piaf. HEIMT ÚR HELJU. Fyrir nokkru kom franska söngkonan Edith Piaf aftur fram á sviðið eftir erfiða sjúkdómslegu. Þessi söngkona, sem er elskuð og dáð af Frökkum, lá fyrir dauðanum fyrir rúmu ári. En hún skaut dauðanum ref fyrir rass og er sem sagt farin að koma opinberlega fram. Aðsókn- in að söngskemmtuninni, sem hún hélt fyrst eftir leguna, var svo gífurleg, að þúsundir urðu frá að hverfa. Og plöturnar með söng henn- ar seldust i risaupplögum. VlKAH 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.