Vikan


Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 23

Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 23
t Vortíxkan f96t Kirkjustrœti 8. — Sími 12838 ÍÍÓUuUai <s Hrútsmerkið (21. marz—20. apr.): Það virðist allt ætla að leika i lyndi fyrir þér í vikunni, einkum muntu þó ganga að vinnu þinni með auknum þrótti og þér mun verða mun meira úr 'verki en undan- farið. Þig hefur lengi langað til að kynnast vissri persónu, og einmitt nú gefst þér tækifæri til þess, en hætt er við að óframfærni þín verði til þess, að nokkur bið verður á því að þú kynnist þessari persónu. Nautsmerkið (21. apr.—21. maí): E’kki er víst að allt gangi sem skyldi í þessari viku, og er það að mestu deyfð og jafnvel leti þinni að kenna. Reyndu að taka á þig rögg, þá blessast allt. Helgin verður mjög viðburðarík og skemmtileg. Einhvern daginn berast þér óvæntar fréttir, sem verða til þess að áform þín breytast til muna — að líkindum til batnaðar. Tvíburavierkið (22. maí—21. júni): I fyrstu verður vikan fremur leiðinleg, en skyndilega léttir til og sólin skín að nýju í lífi þínu. Þú verður aðeins að varazt að láta þunglyndi þitt verða til þess að þú komir ekki auga á ljósu hliðar vikunnar. Þú hittir gamlan kunningja þinn, en þú munt komast að því að þið eigið lítið sameiginlegt nú orðið. KrabbamerkiÖ (22. júní—23. júlí): Það skiptast á skin og skúrir í vikunni. Umfram allt skaltu fara að öllu með gát hvað snertir hjartans mál, þvi að smávægileg yfirsjón gæti komið öllu í kalda kol. Margt ungt fólk, sem fætt er undir krabbamerkinu, verður skyndilega ástfangið, en ekki er víst að sú ást verði langlíf. Eitt kvöldið ferð þú í skemmtilega heimsókn, þar sem þú færð sérkennilega hugrriynd. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Fyrir skemmstu gerðir þú mjög heilbrigðar framtiðaráætlanir, en nú virðist sem svo, að Þú standir alls ekki við á- form þín, og er það miður. Sýndu nú hvað í þér býr. Amor heimsækir þig í vikunni. Reyndar er hann ekki eina heimsóknin sem þú færð, þvi að liklega um helgina mun kona heimsækja þig, og skiptir heimsókn hennar þig mun meiru en þú gerir þér grein fyrir í fyrstu. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú ert ekki fylli- lega sáttur við lífið og tilveruna þessa dagana, en LtJSa í þessari viku gerist dálítið, sem á eftir að endavenda öllu saman. Það er sannarlega ástæða til að hlakka til helgarinnar, því að þetta verður tvímælalaust bezta helgi ársins, sem komið er. Kunningi þinn veldur þér einhverjum vonbrigðum, en þú og annar kunningi þinn getið orðið til þess að koma honum á rétta braut. Vogarmerkiö (24. sept.—23. okt.): Vikan er öllum þeim hliðarholl, sem vilja breyta til og byrja nýtt líf. Þú færð skemmtilegt tilboð í vikunni, sem þú sjálfur metur reyndar lítils, en sannleikurinn er sá, að þetta tilboð er vissulega þess virði að þú veltir því fyrir þér. Fimmtudagur og laugardagur eru beztu dagar vikunnar, einkum hvað öll einkamál þin snertir. Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Þú hefur ekki efnt gamalt loforð, eins.og til stóð í fyrri viku, en betra seint en aldrei. Láttu alls ekki hjá liða að standa við orð þín, ellegar það gæti komið þér illi- lega i koll. Þessi vika mun verða þér minnisstæð lengi, því að nú gerast þeir atburðir, sem breyta framtíð þinni allnokkuð. Bogamaöurinn (23. nóv.—21. des.): Þú munt eiga mjög annrikt fyrst í stað, og yerður þér mikið úr verki, en um helgina og jafnvel einnig á mánudag gefst þér loksins tækifæri til þess að „slappa af“, ‘ og skaitu gripa það tækifæri. Þú skalt íara að öllu með gát á föstudag, því að þá verður lögð fyrir þig slæm gildra. E’f svo illa skyldi fara, að þú félhr í þessa gildru, skaltu reyna að læra af þessu glappaskoti þínu. Geitarmerkiö (22. des. — 20. jan.): Þú munt þurfa á nokkurri hjálp að halda í vikunni, vegna þess að til þin eru gerðar fullháar kröfur, og þú getur ekki leyst þetta erfiða verkefni nema með aðstoð vinar. Bezt væri samvinna við einhvern af hinu kyninu. Farðu varlega með peningana i vikunni. Þú verður óvenju- mikið heima i vikunni, og er það vel Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.) Þú skalt alls ekki taka að þér þetta verkefni, sem virðist svo freistandi. En ef svo illa skyldi fara að þú tækir það að þér, skaltu varast að vinna þetta verk af hroðvirkni. Hætt er við að eitthvað sláist upp á vinskapinn milli þín. og eins kunningja þíns. Líklega muntu eiga erfitt með að viðurkenna, að þú átt eins mikla sök á þessu og hann. Vertu ekki feiminn við að biðjast afsökunar. Fiskamerkiö (20. feb,—20. marz): Þú ert orðinn nokkuð vanafastur, og væri þér hollt að reyna að breyta eitthvað til. 1 þessari viku gefst þér einmitt tækifæri til þessa. Þrjózka eins fjölskyldumeðlims kemur þér í einhvern vanda i vikunni. Langmikil- vægasti dagur vikunnar er miðvikudagur — þá gerist atburður, sem virðist ómerkur í fyrstu, en sannleikurinn er sá, að þessi atburður varðar framtið þína miklu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.