Vikan - 02.03.1961, Blaðsíða 5
mun sterkari eru þau. Framliðnir
menn starfa í einhverjum þessara
æðri líkamsgerva, og þess vegna er
þeim kleift að meðhöndla samsvar-
andi líkamsgervi okkar, án þess að
við skynjum það. Eftir því sem þeir
starfa á hærri sveiflusviðum og eru
fullkomnari, þeim mun sterkari er
lækningamáttur þeirra. Mér er
kunnugt um, að læknar þessir nota
oftlega alls konar geisla i miklu
rikari mæli en meðalalæknar nú á
timum gera. Þannig laga þeir og
bæta sveiflur, sem hafa truflazt og
komizt úr lagi. Eitt sinn, er ég var
veikur, varð ég mjög var við þess-
ar sveiflur, og var það jafnt, hvort
sem ég hafði opin eða lokuð augu.
Þessi Ijósagangur var ákaflega tið-
ur og virtist hafa styrkjandi áhrif.
Einnig hef ég heyrt þess getið, að
þeir tækju hina efri líkama til upp-
skurðar og næmu burt sýkt líffæri
og settu jafnvel ný í staðinn.
— Smyglgóss, nei, nei, þetta er bara
barinn.
— Síðan ég byrjaði að lesa bæk-.
urnar yðar þarf ég ekki lengur á
svefnpillum að halda.
— Ef þau fá ekki hvort annað, fær
bókasalinn bókina í hausinn
|-----------III------------
I Nashyrningurinn
Nýstárlegt leikrit í Þjóðleikhúsinu eftir Eugene Ioneco.
Guðlaugur Rósinkrans, þjóðleikhússtjóri, Benedikt Árnason, leik'-
stjóri og Disley Jones, leiktjaldamálarinn enski, ræða saman um
módel af sviðinu.
Um 10. marz frumsýnir Þjóð-
leikhúsið eitt mest umdeilda leikrit
síðari tíma og er það ..Nashyrn-
ingurinn" eftir Eugene Ioneco.
Það er talið að ekkert leikrit sé
leikið í jafnmörgum leikhúsum um
þessar mundir í Evrópu og Nas-
hyrningurinn. Sumir segja: „við
skiljum það ekki“, en aðrir full-
yrða, að það sé eitt stórbrotnasta
leikrit síðari tíma. En hvað, sem
öllum ummælum líður þá fer fólk
og sér leikinn og vist er um það
að fá leikrit hafa verið jafnvel
sótt á siðari árum.
Síðustu árin hefur Eugéne
Ioneco verið nefndur ýmsum
nöfnum. Hann hefur verið kall-
aður hræsnari, snillingur, byrj-
andi, hrekkjalómur og höfundur
ádeiluleikrits.
Það urðu uppþot í Dússeldorf í
Þýzkalandi er leikrit hans, „Sköll-
ótta söngkonan", var frumsýnt og
i Lyons lá við uppþoti er eitt merk-
asta verk hans, „Stólarnir“, var
sýnt. Oll verk Ioencos hafa átt
akafa aðdáendur og öll orðið fyrir
áköfum árásum.
Um „Nashyrninginn" segir Ion-
eco: Af hverju læt ég persónurnar
í leiknum, að undantekinni einni,
breytast í nashyrninga? Vegna
þess að þeir eru heimskustu og
grimmustu dýr jaröarinnar og
einnig þær ljótustu. Við sáum fólk-
ið breytast i nashyrninga i Þýzka-
landi á valdatímum nazista. Þar
breytti fólkið sjálfu sér og varð
að hryllilegum eyðileggjandi villi-
dýrum.
Þess vegna er þessu leikriti tek-
ið svona vel í Þýzkalandi. Nú er
verið að sýna það í sextiu borg-
um þar. Þjóðverjarnir þekktu
sjálfa sig. Ég skrifaði leikinn til
að hvetja fólk til að verjast múg-
sefjun. Maðurinn á ekki að ör-
vænta þó hann standi einn. Hann
getur haft á röngu ag standa, en
hann getur líka haft á réttu að
standa. Einstaklingurinn á sjálfur
að finna lausnina.
Þannig farast höfundi orð um
efni leiksins, og ennfremur segir
hann: Berenger, söguhetjan mín,
i Nashyrningnum er hálfgert
barn. Hann er sá eini, sem heldur
réttum sönsum. Hann veit að eitt-
hvað illt er að ske, en hefur mann-
lega samvizku sem geymir ýmsan
grundvallarsannleika mannkyns-
ins.
Eúgene Ioneco er fæddur í
Rúmeníu og hlaut menntun sína
þar. Hann fluttist til Frakklands
árið 1938 og hefur síðan verið bú-
settur i París. Öll verk hans eru
skrifuð á frönsku og er rithöf-
undurinn nú 48 ára að aldri.
Helztu leikrit hans eru: Nashyrn-
ingurinn, Stólarnir, Kennslustund-
in, Sköllótta söngkonan, Morðing-
inn, fyrir utan mörg fleiri. Óhætt
mun að fullyrða, að af nútíma
leikritahöfundum, þá sé mest sýnt
eftir Ioneco og munu leikrit hans
nú vera sýnd um allan heim.
Leikstjóri og leikarar.
Benedikt Árnason setur Nas-
hyrninginn á svið í Þjóðleikhús-
inú. Þetta er fjórðá leikritið, sem
Benedikt sviðsetur í Þjóðleikhús-
inu en hann setti á svið tvö leik-
rit s.l. vetur eins og kunnugt er.
Hjónaspil og Ást og stjórnmál.
Lárus Pálsson leikur aðalhlut-
verkið þann eina sanna, sem ekki
breytist í nashyrning. Aðrir leik-
arar eru: Róbert Arnfinnsson,
Rúrik Haraldsson, Haraldur
Björnsson, Jón Aðils, Jóhann Páls-
son, Ævar Kvaran, Herdis Þor-
valdsdóttir, Bessi Bjarnason,
Emilía Jónasdóttir og margir
fleiri. Þýðingin er gerð af Ernu
Geirdal.
Óhætt mun að fullyrða að Nas-
hyrningurinn á eftir að vekja
mikla athygli hér á sviði Þjóð-
leikhússins, eins og leikurinn hef-
ur alls staðar gert þar sem hann
hefur verið sýndur. Þetta er um-
fram allt frumlegt og nýstárlegt
leikrit.
Við bíðum og sjáum.
Enskur leiktjaldamálari gerir
tjöldin í Nashyrningnum.
Enski leiktjaldamálarinn Disley
Jones hefur gert leiktjöldin við
Nashyrninginn.
Hann er einn af yngri leik-
tjaldamálurum í London og kom-
inn í fremstu röð í sinni listgrein
i heimalandinu. Disley Jones hef-
ur gert leiktjöld fyrir margar
stórsýningar í West-End og má
í því sambandi nefna söngleikinn
Gigi, sem vel er þekktur hér. Ann-
ars er D. Jones ekki við eina fjöl-
ina felldur i list sinni því hann
hefur á undanförnum árum gert
leiktjöld við óperur, balletta,
söngleiki, revíur og leikrit alvar-
legs eðlis.
Mörg undanfarin ár hefur hann
gert sviðsútbúnað fyrir allar sýn-
ingar í Arts-ieikhúsinu í London
og í Lyric-leikhúsinu, þar sem
hann er aðstoðarleikhússtjóri.
Að undanförnu hefur Disley
Jones séð um alla tilhögun og inn-
réttingu á veitingasölum Klúbbs-
ins hér i bæ. og hafa hans list-
fengu vinnubrögð vakið athygli
margra. Leiktjöld hans i Nashyrn-
ingnum verða mjög nýstárleg og
frumleg og í fullu samræmi við
verkið sjálft.
Sviðsmynd úr Nashyrningnunum.
VIKAN 5