Vikan - 06.04.1961, Side 5
FÖTFRÁASTIMAÐUR HEIMS
manna. Gerólíkur hinum stöðuglynda og áreiSanlega Futterer, sem
var hinn fullkomni foringi, og einnig allt öSru visi en hinn við-
kvæmi Germar, sem á þessu ári var veitt viðurkenning i Berlín
fyrir mestu afrek í frjálsíþróttum, er einstaklingshyggjumaðurinn
Hary, sem segir það, sem honum sýndist, og lætur ekki skipa sér
fyrir.
FaSir hana horfði á hann æfa.
Þegar hann, stuttu eftir heimsmet sitt i Ziiricli, frétti, að hinn
19 ára gamli kanadiski stúdent Harry Jerome liefði lika lilaupið
100 metrana á 10,0 sek., talaði hann strax við Horst Seifart og
bað hann að segja sér allt, sem liann vissi um hann. Það, sem liann
heyrði, gerði hann mjög órólegan. Sagt var, að Jerome væri eigin-
gjarn, ómannblendinn, metnaðargjarn og að honum væri illa við
blaðamenn. Hann var ekkert að draga úr því: „Blaðamenn koma
alltaf á óhentugum tíma. Hvort sem er á undan eða eftir keppni,
hef ég engan tima til samræðna.“
Augsýnilega er Jerome lika af hópi reiðra, ungra spretthlaupara,
sem eru harðari af sér en félagar þeirra og sækjast ekki eftir vin-
sældum, en hafa aðeins áhuga á að að vera tíunda hluta úr sekúndu
fljótari en aðrir.
Þenna metnað, — að sigra, — hafði þessi fátæki námumanns-
sonur þegar í barnaskóla i smábænum Quierschied i Saar. Faðir
hans, sem var þekktur áhugamaður um hnefaleika, kom við kvöld
eftir kvöld á íþróttavellinum til að horfa á drenginn, sem æfði sig
af eldlegum áhuga.. Eftir barnaskólanám fór Armin Hary i járn-
smiðalæri og vann siðan við mólmhlutasmíði í farartæki. í ungl-
ingadeild, SV Saar 05, var litið á liann sem fjölþætt iþróttamanns-
efni: 6,50 m i langstölíki, 3,20 m í stangarstökki, 55 m i spjótkasti
og 11,3 sek. í 100 m hlaupi. Það var ekki fyrr en seinna, að
þjálfarinn Ralph Hoke uppgötvaði hæfileika hans sem spretthlaup-
ara, þegar Hary hljóp 100 m ó 10,8 sek. Eftir striðið varð hann
sigurvegari i tugþraut, þá 19 ára gamall. Þegar hann var 20 ára,
bætti hann tíma sinn i 100 m hlaupi og liljóp á 10,5 sek. Hann
skipti um felag og fór i I. FC. Saarbrucken og var sendur i marga
meistarakeppni og komst með undraverðum hraða upp á efsta tindinn.
Hættulegur sigur.
Þegar Bertl Sumser, þjálfari Bayer 04, sá þennan metnaðargjarna
Saarbúa sigra í unglingameistarakeppni í Oberhausen, sagði hann:
„Hann hljóp ekki, hann flaug“ — og útvegaði honurn stöðu sem
vélsmið. Dag eftir dag æfði hann með þessari ungu spretthlaupa-
stjörnu, sem virtist hafa alla möguleika til að komast i heims-
meistaraflokk, aðallega vegna þriggja eiginleika. 1 fyrsta lagi hafði
hann fullkomið samræmi í öllum hreyfingum, i öðru lagi tókst
honum að ná mesta hraða þegar á fyrstu 20 metrunum, og í þriðja
lagi var hann óvenjuviðbragðsfljótur, þegar lagt var af stað.
í febrúar 1958 setti Hary fyrsta heimsmet sitt og hljóp 60 yarda
(sem eru 54 m) á 6,1 sek. Nú brann hann i skinninu eftir að sigra
harðasta keppinaut sinn, Manfried Germar, sem hafði verið ósigr-
aður 75 sinnum, í 100 m lilaupi. Hálfu ári seinna heppnaðist honum
það. Það var i Stokkhólmi 1958, og þar varð Armin Hary Evrópu-
meistari.
Þetta var glæsilegur, en um leið hættulegur sigur fyrir liinn tutt-
ugu og eins árs gamla spretthlaupara. Eftir þennan einkasigur
missti hann allan áhuga á boðlilaupi þýzku sveitarinnar. Um nótt-
ina kom hann mjög seint heim á gistihúsið og var tregur til að
taka þátt i hlaupinu. Hann liló bara, þegar félagar hans hótuðu
honum hýðingu, ef liann stofnaði sigrinum i hættu með þessu.
Of umtalaður.
„Ég hefði helzt viljað losna við hann i Stokkhólmi,“ sagði Bertl
Sumser bálreiður. „Ég var næstum búinn að fá hjartakast. Hjarta-
sjúkdómur minn heitir Armin Hary.“
Þegar Hary mánuði siðar neitaði að hlaupa i fyrsta riðli í lands-
leiknum gegn Róðstjórnarrikjunum og sagði, að hnéliðirnir í sér
væru ekki nógu sterktir á beygjurnar, — „styrkur minn er fólginn 1
lilaupi á beinum brautum,“ — hugsuðu menn i alvöru um að úti-
loka hann frá landsliðinu. En Hary baðst afsökunar, og deilan
leystist 1 það skipti. En i næstu keppni i Köln hljóp þýzka liðið
án Harys, og það færði Bandaríkjamönnum heimsmetið.
Þjálfarinn Bertl Sumser tók málstað skjólstæðings sins. „Hary er
fram úr skarandi iðinn. Það verður frekar að halda aftur af honum
en örva hann. Það er nú einu sinni þannig, að spretthlauparar
hafa öra skapgerð. Það að vera ávallt viðbúinn til mikilla átaka
gerir Hary órólegan og erfiðan í umgengni. Allir safnast að honum,
blöðin, útvarpið, sjónvarpið og rithandasafnarar. Hann á ekki sök
á því, að honum vinnst ekki timi til að festa rætur i þessu nýja
umhverfi.“
Heilbrigðin er ekki allt.
Það er ekki aðeins Hary, sem er misjafnlega fyrirkallaður, heldur
eru allir spretthlauparar alltaf dauðhræddir með heilsu sína. Sjón-
varpsfréttaritarinn Horst Seifart segir: „Á stuttum vegalengdum
verða þeir að framleiða 14 hestafla orku. Þeir ná allt að 36—40 km
hraða. Þetta er óskapleg áreynsla, sem veldur oft vöðvatognunum
Framhald á bls. 27.
I
Eftir stórsigra flykkjast fréttaljósmyndarar að hlaupa-
garpinum, en hann þykir heldur viðskotaillur.
Hary — til vinstri — talar við Manfred Germar, sem
var bezti spretthlaupari Þýzkalands, áður en Hary
kom til skjalanna, og Martin Lauer — lengst til hægri,
sem er einn af beztu grindahlaupurum heims.
v