Vikan


Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 7

Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 7
Ég uppgötvaði fljótlega, aö dagur Philips-fjölskyldunnar leiS áfram i potta- skrölti og þvottavélahávaða. Frú Philips var ein af þeim húsmæðrum, sem telja, að þegar nýr dagur er genginn i garð, verði að rjúka til og sópa eftir hinn. Ég reyndi eins og ég gat til þess að læra og setja mig í spor þessa fólks. Á þvi hálfa ári, sem við Hans höfðum verið gift, hafði ég með vísindalegri nákvæmni vegiS kaffið í litlu rafmagnskönnuna á hverju kvöldi, til þess að það væri tilbúið að morgni, og þá þurfti ég einungis að setja í samband. Ég hafði einnig tekið á mig færnislega og mér var unnt. „Hans, klukk- an er átta.“ Áhrifin hefðu ekki getað orðið meiri, þó að ég hefði sagt honum, að húsið stæSi i björtu báli. Hann fleygði sænginni ofan af sér og var kominn i einu stökki fram á gólf. „Hvað hefur komið fyrir?“ öskr- aði hann, og þá minntist ég þess, sem ég annars gerði aldrei, að Hans hafði verið yfirmaður i hernum. Nú skaut hann hök- unni fram og þandi brjóstkassann fram og axlirnar aftur þannig, að náttfötin litu út fyrir að vera úr stifasta khakiefni. Ég andaði djúpt að mér. „Ég gleymdi notað er til að leggja yfir svefnherbergisrúm og þekja meS húsgðgn. Ákaflega ódýrt, stóð i auglýsingunni. Mundi nú ekki eitthvað þessu líkt hafa góð áhrif á Hans? hugsaði ég. Mundi það ekki vera dásamlegt að geta sýnt honum, að þótt húsmóðirin svæfi einu sinni yfir sig, gæti hún samt sem áður lengt líf hans og fegrað með fallegum litum? Nú kom andinn yfir mig, þótt svo hann væri að visu dálitið einhliða og vekti ekki athafnaþrá mina á öllum sviðum. Ég lét uppþvott og óumbúið rúm liggja milli hluta, opnaði skrifborðsskúffuna, fann þar vindlakassann, þar sem við geymdum sparipeningana, og þaut af stað eins og dug- leg býfluga áleiðis i stóru verzlunina, sem fegraði líf fólks með mynztruðu sirsi. (Framhald á bls. 29). einkunnarorð tengdamóður minnar og mannsins míns en ég hafði ■ . iiiii ■ ■ ekki lifað eftir þeirri reglu þær húsmóðurlegu skyldur á herðar að draga klukkuna upp og taka teppið af sængunum, meðan Hans slökkti og leit um. En fyrst ég hafði ekki þessa sterklegu höku, taldi ég, að ég gæti með smáklók- indum og örlitilli heppni leikið hlutverk hinnar iðnu býflugu. En sannleikurinn er sagna beztur, eins og tengdamóðir min mundi vilja sagt hafa. Og hann kom i Ijós fimmtudagsmorgun einn. Ég vaknaði skyndilega við hinn ró- lega andardrátt Hans. Það var enginn háv- aði af vekjaraklukku, engin gluggatjöld, sem þutu upp i loftið, og ekkert blistur. Ég mókti örlitla stund og furðaði mig á þvi, hvers vegna ég hefði eiginlega vaknað svona snemma. En þá fóru hljóð að berast mér til eyrna utan frá, frá götunni, skellir i bilhurðum og hróp og sköll frá barna- hóp á leið i skólann. Ég sneri mér rólega við og leit á klukkuna. — Hún var átta. — Við höfðum sofið tveimur timum leng- ur en venjulega. 1 einni svipan settist ég upp og neri stirurnar úr augunum. Og þá mundi ég, hvað gerzt hafði. Kvöldið áður hafði ég ekki haft neina löngun til þess að fara i háttinn kl. 10. Það hafði verið einn af þeim dögum, þegar andinn hafði komið yfir mig, og ég hafði rokið til að fara að staga i sokkana af Hans, bóna gólfin, þvo glugga o. s. frv. Þegar klukkan var tiu, hafði ég enga löngun til að fara að sofa, heldur til að sitja og láta fara vel um mig og lesa bók, sem við höfðum nýlega fengið úr bókasafninu. „Þú skalt bara fara að sofa,“ hafði ég sagt við Hans, „ég kem bráðum.“ En bókin hafði verið svo ofsalega spennandi og áhrifamikil, að ég var svo dösuð, þegar ég var búin að lesa hana, að ég hafði ekki hugsun á öðru en koma mér undir sængina og breiða langt upp yfir höfuð. En nú var ég glaðvöknuð, klukkan var átta. „Hans,“ kallaði ég varlega og reyndi að tilkynna honum tíðindin eins nær- að draga upp vekjaraklukkuna i gær,“ sagði ég stillilega. Þennan morguninn varð ekki úr neinu steýpibaði, og þegar Hans kom æðandi inn í eldhúsið, hafði kaffið rétt fengið á sig þennan daufa, brúnleita lit, sem það fær, þegar það hefur bara verið stutta stund í rafmagnskönnunni. Samt sem áður gaf ég honum fullan bolla og rétti honum. Gumsið i botninum blasti við honum. Ég reyndi að eyða þessu með gamni og sagði: „Já, þetta er ekki alveg eins og hún mamma þín býr til“ — og óskaði þess á sama andartaki, að ég hefði getað bitið úr mér tunguna, en það var of seint. Þetta var alls ekki rétta augnablikið að minnast á móður Hans. Nú leit út fyrir, að ég hefði viljandi leitt hana fram á sjónarsviðið og væri að benda Hans á, hvernig það hefði verið áður og hvernig það væri nú. Hann stóð kyrr og starði ofan i kaffi- bollann, likt og hann væri áhorfandi að einhverri átakanlega sorglegri kvikmynd. Siðan lagði hann bollann frá sér, greip hattinn og frakkann og þaut út eins og byssubrenndur. Ég stóð i dyragættinni og starði á eftir honum, þar til hann hvarf fyrir næsta horn, og þrammaði siðan inn í eldhús. Ef andinn hefði nú verið yfir mér, hefði hann rekið mig af stað til einhverra nyt- samlegra starfa, en kaffið var nú orðið dökkbrúnt og ilmandi og dagblaðið nýtt og ólesið. Ég hellti í bolla handa mér og breiddi úr blaðinu við hliðina á mér. í fyrstu las ég fréttirnar, síðan kom röðin að teiknimyndasögunum, og loks las ég auglýsingarnar. En þrátt fyrir það að ég hafði ekki lesið þær svo vandlega, komst ég ekki hjá að sjá stóru auglýsing- una, sem bauð lengra og betra og ham- ingjusamara líf, ef maður prýddi svefn- herbergi sitt með mynztruðu sirsi, sem MMCAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.