Vikan - 06.04.1961, Síða 15
Gísli Sigurðsson
ræðir við
Ásólf Pálsson
fyrrum bónda
á Ásólfsstöðum
í Þjósárdal.
með afborganir og þrátt fyrir allt kann ég betur
við það. Áhyggjur verð ég að hafa.
— Hvað gerðir þú við búið?
— Það seldi ég allt, eða næstum þvi. Ég á
aðeins fjóra hesta eftir til þess að geta komið
á bak.
— Varstu hestamaður?
— Líklega hef ég verið það. Mér fannst það
minar ánægjulegustu stundir, þegar ég kom á
bak verulega góðum hesti. Þetta með skepn-
urnar, sem við minntumst á áðan, það er eitt-
hvað annað en að maðúr líti á þær sem fram-
leiðslutæki eingöngu. Mér fannst mjög erfitt
að skilja við góða gripi, sem maður hafði alið
upp sjálfur, ekki sizt þegar þeir fara á tvist og
bast eins og oftast verður undir þessum kring-
umstæðum. Svo var ])að meira en búsmalinn
og jörðin, sem slcilið var eftir. Við bræðurnir
höfðum alizt upp saman og fjölskyldur okkar
voru eins og ein.
— Finnst þér það nú svipað að búa i Reykja-
vik og þú hafðir gert þér i liugarlund?
— Já, það held ég. Mér finnst þægilegt að
búa í Reykjavík og mun áhyggjuminna, ef það
á að teijast kostur. Þetta vissi ég raunar fyrir,
því ég var hér vei kunnugur.
— Hefurðu komið auga á einhverja kosti við
veruna hér, sem þú hafðir ekki látið þér detta
í hug?
— Það væri þá helzt aðstaðan til að mennta
börnin. Mér finnst vera á því mikill munur
að geta haft þau á heimilinu samtímis þvi sem
þau ganga í skóla. Ef menn eru hneygðir fyrir
félagslíf, þá eru mjög margbreytilegir mögu-
leikar hér i bænum. Við höfum að vísu ekki
kynnt okkur það svo rækilega; þó erum við
hjónin í kirkjukór Neskirkju og höfum af þvi
mikla ánægju.
U ffiHÉt
p B mmut
nih.Hjw
Ásólfur Pálsson.
Mikill munur að umgangast varahluti eða kindur og kýr.
— Þú hefur sjálfsagt fundið einhverja ókosti
lika?
— Ekki nema það, sem ég vissi fyrir og það
er líka í sambandi við börnin. í sveit hefur
maður börnin með sér i hinu daglega amstri
og fjölskyldan er þar sem ein heild við störfin.
Hér dreifist hópurinn meira og við söknum
þess að vera ekki saman, en það er alls ekki
víst, að það sé verra fyrir börnin.
— Hvernig hafa þau tekið breytingunni?
— Telpurnar tvær voru milli fermingar og
tvítugs og þeim var þetta eðlilegt; þær 'féllu
fljótlega inn í lifið. Strákarnir voru sex og
ellefu ára og þeir voru lengur að jafna sig á
þvi. Nú hefur það breyzt og mér finnst krakk-
arnir hafa fengið frjálslegri framkomu við það
að umgangast margt fólk.
— Viltu segja mér eitthvað af starfinu. Hvern-
ig kanntu þvi að vinna innanhúss allan dag-
inn?
— Það gekk eklci svo illa að venjast því.
Kannski betur en búast hefði mátt við. Ég vinn
á varahlutalager Mjólkursamsölunnar og af-
hendi og skrifa út hvern hlut, sem til bílanna
þarf. Svo sé ég um það að endurnýja lagerinn
ásamt öðrum.
— Er einhver tilbreyting í þessu starfi?
Framhald á bls. 35.
VtKAhf 15