Vikan


Vikan - 06.04.1961, Síða 19

Vikan - 06.04.1961, Síða 19
Nína og Frankie. 1 veizlu einni mikilli, sem haldin var i Hollywood, þegar Krúsi var á ferðalagi um árið, sátu þau saman undir borðum Frank Sinatra og Nina kona Krúsa. DRAUGAGANGUR. Oft hefur verið reynt að taka myndir af afturgöngum og fram- liðnum, en ekki hefur það alltaf reynzt jafnauðvelt. Hér höfum við mynd sem hefur þótzt takast einna bezt og er hún af vofu einni i þýzk- um kastala. Ekki vitum við nein deili á ætt né uppruna vofunnar. HJÓNABAND. Það hefur ekki heyrzt mikið frá henni Claire Bloom, þeirri er fræg varð á einni nóttu fyrir leik sinn í Sviðs- ljósum hans Chaplins. En nú berast þær fréttir að hún hafi gifzt. Hinn hamingjusami heitir Rod Steiger og er líka viðriðinn kvikmyndir eins og þeir vita sem sáu Oklahoma. Ghandi FRÆNDUR HITTAST. Enn harðnar samkeppni flugfélag- anna, og allt er gert til þess að auka hraðann og þægindin. Þegar fyrsta DC-8 flugvél SAS á leið.nni frá Kaupmanna- höfn til Tókió kom við á Bodöflugvelli — sem frægur varð um það leyti vegna U-2-vélarinnar, sem skotin var niður, — hittust frændur úr austri og vestri. Á myndinni sést Lappafjölskylda heilsa upp á japanskan blaðamann, sem var með í þessu ferðalagi. Mega SAS-menn vona, að þessi viðkynning hafi bætandi áhrif á afkomu félagsins, því að heyrzt hefur, að þó nokkur halli hafi verið á rekstrinum síðastliðið ár. Hér höfum við nokkra kunningja okkar úr mannkyns- sögunni. Þeir hafa markað nokkur spor mannkynsins, þaS er að segja, hann Kennedy er nú rétt byrjandi í faginu, en menn gera sér nokkrar vonir um betri tima meS tilkomu hans á valdasviSinu. Hitler MENNINGARSAM- BAND. Nú eru Norðmenn farnir að flytja út kvikmyndir og hafa borið niSur í Sovétrikjunum. Eins og sjá má, blakta norskir fánar fyrir utan kvikmyndahús ið, og er það nýstárleg auglýsing. Nú vitum við ekki, hvað þær gera mikla lukku fyrir austan, en til gamans má nefna það, að myndin Allt fyrir hreinlætið kvað hafa verið sýnd við álíka fögnuð og hér hjá okkur. Enn fremur hafa myndirnar hans Tliors Heyerdahls Aku-Aku og Iíon-Tiki verið sýndar, og það er nú að bjóða myndir af betra taginu. Annars höfum við heyrt því fleygt, að Rússar hafi gert samning við Hollywood uin helztu stórmyndir þaðan, og er það liklegast liður i friðsamlegri sambúð. VIKAN 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.