Vikan


Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 28

Vikan - 06.04.1961, Blaðsíða 28
r INNIOC UTI MÁLNING WISCAW RiUtjórn og auglýsingar: Sklpholti 33. Simar: 35320, 35321, 35322. Póst- hólf 149. Afgrelösla og dreiflng: BlaSadreifing, Mlklubraut 15, siml 36720. Dreifingarstjóri: Óskar Karls- son. VerB i lausasöiu kr. 15. Askrlft- arverö er 200 kr. ársþriöjungslega, greiðist fyrirfram. Prentun: Hilmir h.f. Myndamót: Rafgraf h.f. Útgefandi: VIKAN H.F. Ritatjóri: Gíali SigurBsson (ábm.) AugJýsingastjóri: Jóhannes Jörundsson. Framkvœmdaatjóri: Hflmar A. KríBtjánsson. / næsto blaði verður m. o.: 4 í aldarspegli: Aron Guðbrandsson, Kauphallarfor- stjóri. 4 Syndir feðranna. Smásaga eftir Óla Ágústar. 4 Kvenfrelsi og kynþokki. Grein eftir Dr. Matthías Jónasson. 4 Fegurðarsamkeppnin: Fjórði þáttakandinn í keppn- inni, Þórunn Gestsdóttir úr Reykjavík. 4 Læknirinn: Óþægilegur og ekki hættulaus sjúkdómur: Bronchitis. 4 Hús og húsbúnaður: Fimm herbergja íbúð við Tómasarhaga. 4 Venus. Grein um ástarstjörnuna eftir Björgvin Hólm. 4 Allt fyrir Ellu. Smásaga. 4 Fyrir kvenfólkið: Náttfatnaður. 4 Smásaga eftir Breinholzt. 4 Verðlaunagetraunin: Hálfsmánaðar sumarleyfisferð í boði. Ef kastað væri eldspýtu á gólfið, gæti maður búizt við, að púður- tunna spryngi. „Takið ykkur stöðul — Viðbúnir! ...“ Frá áhorfenda- pöllunum berast óp þúsundanna. Germar, sem er orðinn mjög tauga- óstyrkur, leggur of fljótt af stað. Ef hann gerir það í annað sinn, er hann úr leik. Hary tipíar til hans og klappar á öxl hans, næstum ástúðlega. Þá dynur skotið aftur. Germar, sem er á yztu braut, er aðeins á undan, en á beygjunni er Hary kominn við hlið hans og þýtur fnam hjá honum Áhorfendur hrópa nafn hans aftur og aftur. í þrjá daga hefur þjálfarinn Hafele brýnt fyrir honum baráttu- aðferðina. „Þú verður að vera fljótur, fljótur eins og elding i byrj- un. Hafðu í huga, að Germar er hlaupari á heimsmælikvarða. Eftir fyrsu 130 m verður að vera góður spölur á milli ykkar, annars fer illa. Þegar Garmar sér, að hann er á eftir i fyrsta þriðjungi, verður hann taugaóstyrkur. Ég þekki hann.“ „Það er ekki rétt,“ segir Armin Hary, „að vakandi maður hugsi sífellt eitthvað. Það eru til þær stundir, — hve langar veit ég ekki, — sem ;maður hugsar alls ekki. Ég heyrði ekki, þegar áhorfendurn- ir hrópuðu nafn mitt. Það var ekki fyrr en brautin var orðin bein, að ég áræddi að líta til hliðar. Ég sá ekki lengur skuggann af Germar, Þá vissi ég, að hann var bak við mig.“ — Daginn eftir sigraði hann í 100 m hlaupi. Með 20,9 sek. á móti 21,2 sek. hjá Germar varð Armin Hary, sem eiginlega átti ekki að taka þátt í keppninni, Þýzkalandsmeistari 1900 í 200 m hlaupi. Það er þó ekki bezta grein hans. Þvílíkur þverhaus! „Þetta er nú meiri vega- lengdin,“ sagði liann þó, þegar fagnandi fólksfjöldinn umkringdi hann. „Það er ekki mönnum bjóð- andi að hlaupa þetta.“ Við Ólym- píuúrvalið í Erfurt sigraði hann aftur og þá með 20,6 og var á undan Wendilin og Germar. Meira að segja andstiæðingar Harys verða að viðurkenna, að þrjózka hans hefur stundum fært honum sigurinn. Iiinn 6. sept. 1958 hljóp Hary á „óskatímanum“ 10,0 i hundrað m í Friedrichshafen. En sá tími fékkst ekki viðurkennd- ur, þvi að brautin var einum cm lengri en viðurkennt er. Hlaupari með minna sjálfsálit og þrjózku hefði gefizt upp við það. En ekki Hary., Hinn 21. júní 1960 hljóp hann á Letziggrund-vellinum í Zurich 10,0 í annað sinn og fékk því til leiðar komið, að hann fékk að endurtaka hlaupið, því að það var aftur ekki viðurkennt og í þetta sinn vegna mistaka í byrjun, sem að vísu var ekki talað um fyrr en eftir á. 50 min. seinna tókst honum það i þriðja skipti. Með ofsahraða hratt hann heims- metinu 10,1, sem fimm Bandarikja- menn höfðu lialdið síðan 1956. „Maður án tauga,“ kölluðu blöðin hann hrifin. Hann losnaði við óttann. Sé Hary spurður að því, hver sé mikilvægasti atburður ævi hans, nefnir hann tímann í Ameríku. Hann kunni ekki ensku, átti enga peninga, vann við að pakka app- elsinum, komst ekki inn i háskól- ann í San José vegna ónógrar undirbúningsmenntunar, var á- heyrnarnemandi i Bakersfield, — „hræðilega heitt þar,“ sagði hann, .—■ og komst að síðustu að sem íþróttanemandi við Santa Barbara- skólann við Los Angeles. Æfingahlaup með skólabræðrum sínum færði honum mesta ávinn- ing, sem livítum hlaupara getur hlotnazt: Iiann losnaði við óttann við svertingjana. „Þeir hlaupa hratt, en þeir hugsa ekki. Það get- ur maður séð á því, hvernig þeir haga sér í Kongó.“ Styrkur Bandarikjamanna er fólginn í sjálfsáliti þeirra. í því tilliti stendur Hary þeim fyllilega > sporði. „Þegar maður hefur í jafnmiklu að snúast og ég,“ segir hann, og nú ljómar andlit hans af drengjalegu brosi, „getur eigin- lega ekkert óvænt komið fyrir.“ Á Ólympíuleikunum í Róm stóð Hary á hátindi velgengninnar og sigraði glæsilega í 100 metra hlaup- inu. Þar gerðist raunar það, sem hefur ekki áður gerzt á Ólympíu- leikum, að þrír hvítir menn urðu á undan þremur af svarta kynstofn- inum. Ólýmpíugullið fékk Hary fyrst og fremst fyrir frábært við- bragð. Á siðustu metrunum virtist Bandaríkjamaðurinn Dave Sime draga ögn á hann. Þetta sannar þá staðhæfingu, að á Ólýmpiuleikum sigri sá, sem sneggst liefur við- bragðið. Kanadamaðurinn Jerome var ó- heppinn og tognaði, áður en til úrslitanna kæmi, en margir bjugg- ust við því, að hann yrði hættu- legasti keppinautur Harys, enda eini maðurinn, sem hlaupið hafði á 10,0 sek. fyrir utan Hary. Eftir leikana bauðst Hary margs konar frami, og nú var engum vafa undirorpið lengur, að hann var fót- fráasti maður lieims. Hann fékk kvikmyndatilhoð, og stórt fyrir- tæki í Vestur-Þýzkalandi, sem framleiðir rafmagnsvörur, bauð honum lifstíðarstarf, sem átti að vera í því fólgið að skrifa nafn sitt undir samninga fyrirtækisins. Fyrir það átti hann að fá afbragðs- laun. Það mundu margir mæla, að slíkt og þvílíkt væri nóg til að gera einn mann vitlausan, sem hefur ekki þótt auðveldur viðskipt- is fyrir. Var að vonum, að hann ætti erfitt að ákveða með framtíð- ina, en margt hefur verið sagt hinum fótfráa Hary til hnjóðs, meðal annars það, að hann hafi skilið við unnustu sína, þegar hon- um bauðst kvikmyndasamningur- inn. Ekki er líklegt, að mikið heyrist frá Hary næsta sumar. Hann fót- brotnaði snemma i vetur, þegar hann lenti í bílslysi, og getur orðið nokkurn tíma að jafna sig eftir það. Svo henti það hann að falsa skýrslu um þátttökukostnað í í- þróttamóti, og fyrir vikið hafa keppnisréttindin verið dæmd af honum i eitt ár. Þetta auðgunar- brot framdi Hary fyrir Ólýmpíu- leikana, og nú hafa heyrzt þær raddir i Þýzkalandi, að taka hæri Ólýmpiugullið af honum. Hary hef- ur ekki mótmælt dómnum, en Ólýmpiugullið segist hann munu verja liði, ef á þurfi að halda -fc 2B VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.