Vikan - 13.04.1961, Side 4
RON GUÐBRANDSSON — eOa
Guðmundur Aron Guðbrandsson,
eins og hann heitir fullu nafni,
er að líkindum einn sérstœðasti
persónuleiki í Reykjavík. — Hann er
sérkennilega samsettur maður, tvær
— næstum því óskyldar persónur og
erfitt að greina, hvor ræöur meira í
skaphöfn hans, viðhorfum til sam-
ferðafólksins og framkomu.
Hann er víxlari, eins og það er kall-
að á erlendu máli, eða bankamaður
og fasteignasali. Hann á sinn eigin
banka — og er fyrsti maðurinn, sem
gerir lánastarfsemi einstaklinga að
traustum og áreiðanlegum atvinnu-
vegi. Hann braut hefð, sem myndazt
hafði gegn slíkum atvinnurekstri, og
lyfti honum upp. Honum tókst á
skömm.um tíma að afla sér svo mikils
trausts viðskiptamanna sinna, að
aldrei hefur heyrzt misjafnt orð um
fyrirtæki hans eð starf hans. — Þetta
var kraftaverk, því að þeir fáu menn,
sem stunduðu slík störf, áður en
Kauphöllin, banki Arons, kom til sög-
unnar: Sturlubræður, Metúsalem
Jóhannesson, að maður tali ekki um
Jóhann próka, höfðu, vægast sagt,
illt orð á sér.
Vitanlega hlaut að koma að Þvi, að
kauphallarviðskipti væru viðurkennd
sem heiðarleg og sjálfsögð atvinnu-
grein, en það tók tíma vegna þess,
hve þjóðfélagsskipunin var laus í
reipum, — og ekki fyrr en Aron Guö-
brandsson kom til sögu.
Þetta er annar þátturinn i skap-
höfn þessa sérkennilega persónuleika.
Hinn er nær íslenzkri þjóðarsál: Hann
er ofinn persónulegri mýkt, jafnvel
bláeygu sakleysi, næmri, ljóðrænni til-
finningu, mjög góðum smekk á fagr-
ar listir — og jafnvel yfirnáttúrlegri
kennd gagnvart samferðamönnum.
Aron Guðbrandsson er skáld gott, þó
að fáir viti það. Hann hefur ort fal-
leg ljóð, — og hann veit hluti, sem
aðrir vita ekki, sér lengra á ýmsum
sviðum en aðrir sjá, — eða er ef til
vill réttara að segja: fær næmari hug-
boð en aðrir? — og mundu margir
segja, að það væri yfirnáttúrlegt, enda
heyrðist hann segja eitt sinn um borð
i skipi á leið til útlanda, að oft og
tíðum væri hvíslað að honum varn-
aðarorðum, um leið og maður nálg-
aðist hann, — og brygðist það aldrei,
að siðar kæmi í ljós, að varnaðar-
orðin heíðu ekki verið að ástæðu-
lausu. Hann kvaðst ekki vita, hvern-
ig hann fengi slík hugboð, en þau
væru örugg. Þessir tveir meginþættir
í skapgerð einkabankastjórans Arons
Guðbrandssonar: mikil viðskiptahygg-
indi, alger og um leið harla óvenju-
leg reglusemi í öllu, sem að atvinnu-
vegi hans lýtur, — og svo hrifnæmur,
ijóðrænn hugur hans, eru ekki skyldir
— og koma því á óvart. Þess vegna
er þessi brúneygi og sköllótti maður
svo óvenjulegur — og um leið svo
forvitnilegur til könnunar fyrir sam-
ferðamenn hans.
UÐMUNDUR ARON Guðbrands-
son er fæddur á Eýrarbakka
24. september árið 1905. For-
eldrar hans, Guðlaug Aronsdóttir og
Guðbrandur Guðbrandsson verkamað-
ur, voru mjög ólík. Hún var gáfuð
kona, skapmikil, uppreisnargjörn og
stolt. Hann var hversdagsgæfur mað-
ur, afskiptalítill um umhverfi sitt,
þungur til vinnu, en vinnusamur, þeg-
ar hann var kominn til verks, ljúfur
í viðmóti og friðsamur.
Þau áttu heima á landamerkjum
tveggja stórvelda á Þeirra tíma mæli-
kvarða: Lefolii-verzlunar, sem átti
vesturhluta torfunnar, og Guðmundar
Isleifssonar á Stóru-Háeyri, stórbokk-
ans og dugnaðarvargsins, sem átti
austari hlutann. Húsið þeirra hét líka
Merkigarður, og meðal barnanna var
söguhetja þessa þáttar því alltaf köll-
uð: Mundi í Merkigarði. Hann varð
snemma bitbein striðandi aðila. Ungl-
ingar voru þá herskáir á E'yrarbakka
og efndu til margra styrjalda, enda
þá styrjöld í heiminum og blóðbað um
allar jarðir. Stórveldin tókust á og
beittu öllum brögðum: strákarnii á
Vestur-Bakkanum og strákarnir á
Austur-Bakkanum, — og hálfgerðir
ribbaldar fyrir báðum flokkum,
V. S. V. fyrir öðru liðinu og bræður
Jóns Axels fyrir hinu. Það er erfitt
fyrir smáríki að verjast, Þegar þau
eru klemmd milli stórvelda, — og
það reyndist Munda í Merkigerði.
Báðir herir þóttust eiga hann — og
herleiddu hann til skiptis. Hann hljóp
og reyndi að forða sér, vildi ekki
taka afstöðu og hafði megnasta við-
bjóð á styrjaldarrekstri fjandmanna
í austri og vestri. Honum stóð á sama,
þó að þeir berðust með þönglum og
gengju með blóðnasir úr þeim hild-
arleik, glóðaraugu og rassvotir, en
hann vildi ekki verða á milli. — Þess
vegna sat hann stundum einn i myrkri
einhversstaðar inni i kofa —• og faldi
sig, þegar orustur geisuðu. Hann var
sprettharður með afbrigðum, svo að
erfitt var að hafa hendur í hári hans,
enda hárið þunnt, og svo liðugur var
hann, að hann smó úr hvers manns
greipum, jafnvel þó að taki væri náð
á blússunni hans um sinn.
Ef til vill mögnuðu þessi átök um
hann sjálfstæðiskennd hans. Það er
að minnsta kosti eftirtektarvert, að
hann varð einna fyrstur allra sinna
jafnaldra til að taka sjálfstæðar á-
kvarðanir — og framkvæma Þær. —
Og síðan hefur hann tekið allt hjá
sjálíum sér, ekki sótt neitt til neins,
allt staðið eins og stafur á bók, aldrei
dottið í hug að svíkja neinn — og
aldrei neinn getað svikið hann.
Vitanlega voru foreldrar Arons
Guðbrandssonar bláíátæk eins og allir
kotungar i íslenzkum sjávarþorpum
á þeim timum, — og oft var jafnvel
sáralítið til að borða á heimilinu.
Hann varð seinþroska til likamans,
enda látinn fara að vinna fyrir sér,
þegar hann gat staðið. Hann var
sendur i sveit, þegar hann var níu
ára, og vann þá þegar myrkranna á
milli. Þar varö hann fyrir áfalli, sem
mun hafa átt töluverðan þátt í að
móta skapgerð hans, — og þó sýndi
sá atburður einna fyrst, hvað í
drengnum bjó. Hann var þá austur
á Rangárvöllum, og vat iionum einn
daginn skipað að smaja sandana. Taka
skildi féð til rúnings. Þetta gerði
hann, og var rúið að Gunnarsholti.
Aron hélt i, meðan bóndi rúði með
hárbeittum hnifi. Þannig stóð lengi
dags. Eitt sinn, er bóndi fláði ullina af
sterklegum sauði. kippti sauðui'inn
og stökkk í loft upp, en Aron sleppti
ekki. Bóndi vildi gripa um horn sauð-
ins og gerði það með þeirri hendmni,
sem hélt á sveðjunni, og við það hljóp
sveðjan i handlegg drengsins og stóð
á kafi, svo að oddurinn stóð út um
vöðvann hinum megin. Bónda féll-
ust hendur, en handleggurinn féll
máttvana niður með siðu Arons, og
blóð flæddi niður á höndina. Þá tók
Aron fyrst eftir því, aö hnífunnn sat
fastur. Hann var aðeins 9 áru gamall,
en kjarkurinn og harkan létu ekki á
sér standa. Hann þreif um skaftið,
kippti hnífnum út og kastaði honum
frá sér. Að svo komnu var dáiitið
búið um sárið, drengurinn settur á
hest og honum sagt að fara heim.
Hann átti langa leið fyrir höndum,
en ferðin tókst. Hann kom að hús-
bónda sínum, þar sem hann vann að
mótöku, og spurði bóndi, hvers vegna
hann væri kominn heim.
„Ég meiddi mig,“ svaraði Aron.
Bóndi leit á alblóðuga höndina, sem
lafði niður með læri drengsins, og
voru fingurnir saman limdir af
storknuðu blóði.
,,En hvers vegna hélztu ekki áfram
að halda fénu með hinni hendinni?"
spurði bóndi.
Sagt er, að Aron minnist oft þess-
arar spurningar bónda.
RON var á góðum heimilum í
sveit. Oft minnist hann á Hrafn-
kelsstaði i Hrunamannahreppi,
það fyrirmyndarheimili. Þá fór Aron
að gera visur, —• síðan hefur hann
aldrei lagt þá íþrótt á hilluna.
Þegar hann var tólf ára, kom bónd-
inn eitt sinn að máli við hann og
sagði:
„Treystir þú þér til þess að fara
með tvo smjörvagna til Reykjavikur?
Ég þarf að senda smjörið, en þykir
að taka fullgildan mann frá slætt-
inum.
Aron ,hafði aldrei til Reykjavíkur
komið, og hann var að eins tólf ára
drengur.
„Ég veit ekki, hvort ég rata“, sagði
hann. „En ég treysti mér.“
„Það er ágætt. Og þetta með að
rata, sérðu — þegar þú kemur að
AICO\ Ol «HtItAM»SSO\
Selfossi. ferðu bara yfir brúna og
þaðan áfram upp veginn og meðfram
Ingólfsfjalli og upp Kamba, og svo
heldurðu bara áfram, þangað til þú
kemur þar, sem eru óskaplega mörg.
hús. Það er Reykjavík."
Svo var drengurinn búinn til far-
arinnar og fengnar tuttugu krónur í
ferðakostnað, og síðan lagði hann af:
stað. Hann gisti á tveimur stöðum,.
og hann gisti í Reykjavik, en þurfti
ekki að greiða næturgistingar, af því!
að hann var svo lítill. Þegar heim
kom, eftir fjóra sólarhringa, skilaði:
hann aftur til bóndans kr. 19.40..
Sextíu aurum hafði hann eytt.
— Þetta hafði verið ævintýralegt
ferðalag. Þá dreymdi drenginn með
móbrúnu augun alls ekki, að hann
mundi eignast sinn eigin banka, vera.
trúað fyrir hundruðum milljóna
króna og verða einn af aðaleigendum
stærsta hótels landsins, — já, kaupa
það fyrir átján milljónir króna.
PEIR voru ekki margir, sem áttu
kú á Eyrarbakka í æsku Arons.
Það var mjög tilfinnanlegt fyrir
heimiiin, enda var útlit barnanna á
mjólkurheimilunum betra en á þeim
heimilum, sem áttu ekki neina kú.
Ekki áttu foreldrar Arons kú- og
mun móðurina þó hafa dreymt um
það. — Eitt sinn, þegar drengurinn
var fimmtán ára, kom gestur í Merki-
garð. Það var bóndi austan úr Gaul-
verjabæjarhreppi. Hann var að
hætta búskap og ræddi um það, hverj-
um hann gæti selt bústofninn. Dreng-
urinn hlustaði lengi vel, en segir svo
upp úr þurru:
„Eru kýrnar þinar góðar?“
„Já,“ svaraði bóndi. „önnur er al-
veg ágæt.“
„Hvað selurðu hana?“
„Ja, ég þarf að fá fjögur hundruð
krónur fyrir hana.“
„Ég kaupi hana," sagði Aron. „Ég
borga hana seinni partinn í sumar.
Svo þarf ég að fá einn til tvo kapla
af heyi handa henni, þangað til út-
beit byrjar."
„Alveg sjálfsagt," svaraði bóndi.
Foreldrar Arons voru viðstaddir.
„Hvaða blaður er þetta í þér dreng-
ur?“ sagði faðir hans, en móðir hans
iét kyrrt, en horfði á drenginn undr-
andi og spyrjandi.
Aron beið svo bóndans úti, sneri
sér að honum, þegar hann kom út,
og sagði: „Það stendur, sem ég sagði.“
„Ég veit það,“ sagði bóndinn.
Svo kom að því að sækja kúna, en
Aron átti hvorki hest né vagn. Hvort
tveggja fékk hann lánað og sótti kúna
og heyið. Hann átti ekki neitt fjós,
en setti hana inn í fjós skammt írá
heimilinu. Svo fór hann inn til
mömmu sinnar og sagði:
„Kýrin er komin. Farðu að
mjólka.“
Hún fór til fjóssins og kom með;
átta merkur. Þá hætti sulturinn. Aron
hafði aldrei eytt neinum eyri, gætt
hvers eyris, — og svo vann hann
þetta sumar í Flóaáveitunni, og allt
kaupið fór í kúna. Allt stóð heima.
Allt hafði staðið nákvæmiega heima
frá upphafi, — og allt stendur ná-
kvæmlega heima enn I dag.
‘‘J IANN vildi komast til Reykja-
yJ-f víkur. Hann vildi komast áfram.
* Hann vildi verða eitthvað. Það
var ekki um auðugan garð að gresja,
og tækifærin voru ekki á hverju strái.
Hann fór að læra rakaraiðnina hjá.
U R KOTINU I