Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 5
Eyjólfi í Bankastræti 12. Brátt fóru
að íara sögur af rakaranemanum i
Bankastræti. Hann var bráðflínkur
með hnifinn. Hnifurinn flaug um
vanga viðskiptavinanna, — og aldrei
blógðaði hann neinn. Og skærin um
kollana, mörg á lofti i einu, — og
munnurinn gekk i sifellu, fijúgandi
mælska, gott málfar, dáiitið einstr-
engingslegar skoðanir, en fullkomin
kurteisi í hvívetna. Líklega voru sög-
urnar um mælgi rakara sannar.
Ekki vantaði reglusemina, gætnina,
hyggindin. Hann gætti lítilla launa
sinna, —■ og sama árið og hann lauk
náminu keypti hann hús, heilt hús,
og sagði foreldrum sinum og systk-
inum að koma. — En þá syrti að.
Hann varð berklaveikur, þegar hann
hafði stundað iðn sína um sinn, —
og það breytti öllum viðhoríum. Og
þar með hefst sú saga af Aroni Guð-
brandssyni fjármálamanni, sem ýmsir
kannast við.
Hann fór á Sölleröd Sanatorium og
dvaldist þar í tvö löng og erfiö ár.
En hann týndi ekki þessum árum úr
ævi sinni.
Aron ber gyðinglegt naín, að vísu
ber hann tvö nöfn, en hið gyðinglega
hefur hann sjálfur valið sér til braut-
argengis í lífinu. Hann er með mó-
brún augu, róleg og íhyglin og dálítið
fjarræn, þegar hann talar um annað
en fjármál, skattamál, hótelmál, vega-
mál, umferðarmál. Þau verða dreym-
in og fjarræn, þegar hann talar um
ljóð, landið, Eyrarbakka og vini sína.
Nef hans er bogið, kinnarnar ávalar.
Hann hefur óvenjulega gyðinglegt út-
lit, nema hvað hann er bjartleitari
en sá kynflokkur. Hann hefur, eins og
ráða má af framanrituðu, fleira frá
þessum dugmiklu allra landa kvikind-
um en útlitið. Hann er svo hirðusam-
ur, að það nálgast smámunasemi.
Hann er svo reglusamur um alla
skapaða hluti, að það er næsta eins-
dæmi. Hann hefur svo fastmótaðar
skoðanir, að þeim er næstum því ó-
gerningur að hvika. Hann er svo
„absolútt“ í öllum greinum, að ef
hann nær ekki rétti sínum fullum og
öllum, þá verður hann veikur. Hann
er fésæll. Hann mundi jafnvel hirða
tómar flöskur á förnum vegi og fara
með þær heim til sín. Þær eru verð-
mæti. Verðmætum má ekki kasta á
glæ.
Og I Sölleröd Sanatorium kynntist
hann Gyðingi, sem hafði úrslitaáhrif
á allt hans lif. Þessi maður var veik-
ur. Hann var hámenntaður: heim-
spekíngur, sögumaður, sálfræðingur,
en framar öllu öðru kunni hann full
skil á öllum greinum fjármála og
viðskipta. Aron og hann gerðust mikl-
ir vinir. Ræður Gyðingsins féllu i góð-
an jarðveg. Bræður höfðu hizt, svo
skyldir voru þeir. Jafnframt því að
ræða við þennan rússneska Gyðing
fór Aron að lesa bankafræði og hag-
fræði og las og las og samdi ritgerðir
um hvort tveggja þessi fræði i sam-
fellt tvö ár. Og þeir, sem þekkja Aron
vel, íullyrða, að hann muni þá þegar
hafa getað boðið hverjum háskóla-
prófessor til kappræðna um þessi mál.
i RON Guðbrandsson náði heilsu
sinni og fór heim. Þá hittist svo
* • á, að nokkrir menn höfðu stofn-
að nýtt fyrirtæki, Kauphöllina. Einn
þeirra vildi selja sinn hlut, og Aron
keypti hann eftir langt þref um það,
hvort hann skyldi borga fyrir hlutinn
eitt hundrað og fimmtíu krónur eða
eitt hundrað þrjátíu og sjö og
Aron Guðbrandsson.
„Er ekki nóg að ég hafi pappír uppá hálfa milljón í höndunum.“
fimmtiu. Aron sýndi það með út-
reikningum, að ef hann ætti að
borga tólf og fimmtíu sem á milli
bar, þá væri það hreint okur,
— og svo rauk hanu út. E'n þá lét
hinn undan, og Aron keypti. Nokkru
síðar vildi Aron ekki' starfa með
einum af þremur, og það varð úr, að
hann og félagi hans, sem Aron vildi
starfa með, keyptu hlut þess manns.
Svo dó félagi Arons fyrir nokkrum
árum, — og Aron keypti hlut ekkj-
unar fyrir mikið fé.
Út i viðskiptamálin skal ekki farið
að ráði. (Hundruð manna afhenda
Aron Guðbrandssyni eignir sínar, —
og hann sér um þær. Hann starfar
samkvæmt föstu og óumbreytanlegu
kerfi. Hann fær sín ómakslaun, sem
viðurkennd eru af löggjafanum.
Kauphöllin er í mjög föstum skorðum,
—- og þó að um lífið væri að tefla
fyrir forstjórann, þá mundi hann engu
breyta. Hann ann þessu fyrirtæki, —
mætir á mínútunni og fer aldrei fyrr
en á mínútunni. Hann er ákaflega
fastheldinn, mjög strangur um sínar
viðskiptareglur. Hann sér menn út.
Hann getur allt í einu sagt yfir skrif-
borð sitt við viðskiptamanninn:
„Nei, þetta er ekki hægt. Ég vil
ekki eiga viðskipti við þig.“
Einhvers konar eðlisávísun segir
honum að varast þennan mann. Hann
segir, að það standi eitthvað á bak
við sig og vari sig við. Hann segist
alltaf hafa farið eftir þessum dular-
fullu varnaðarorðum — og allt af
hafi þau reynzt rétt. En svo getur
hann líka átt það til að haga sér eins
og læknir. Hann spyr viðskiptavininn,
sem er í kröggum, í þaula um erfið-
leika hans. Svo allt í einu tekur hann
blað, lýsir því, hvar mistökin liggi,
sýnir honum, hvernig sé hægt að
hafa þetta, leysir vandann af velvilja,
og þá oft án þess, að til annarra við-
skipta þurfi að koma. Hann er þvi
ekki aðeins peningamiðlari.
Og honum hefur tekizt að gera
þennan einka-bankarekstur að heið-
arlegum atvinnuvegi. Mikið var á
fyrri árum skrifað um okur, en' aldrei
hefur heyrzt ein einasta rödd um það,
að Kauphöllin væri kennd við slikan
verzlunar- eða viðskiptarekstur.
Þetta er kúnststykki Arons Guð-
brandssonar.
A RON sagði einu sinni við kunn-
ingía sinn á fundi í Félagi ís-
' lenzkra bifreiðaeigenda, og
hlustaði sá, er þetta ritar, á:
„Ég á fallegasta bilinn í bænum,
hús á bezta stað í borginni, einn fall-
legasta garðinn, sumarbústað á ein-
um fegursta stað á Suðurlandi .•— og
beztu konu i heimi.“
Hann ók einu sinni fram hjá Mó-
gilsá við Kollafjörð. Allt i einu stöðv-
aði hann bilinn og gekk upp á dálitla
hæð í landi Mógilsár.
„Hérna vil ég eiga sumarbústað
eða hvergi," sagði hann.“
Vatnsmikill lækur féll í miklum
bratta um stórgrýttan farveg niður
af Esju. Það lét svo hátt i læknum,
að það var eins og brimhljóð. En held-
ur var kuldalegt á hæðinni og svip-
vindasamt. Hann fékk landið hjá
bóndanum og byggði myndarlegan
sumarbústað, og þar er hann öll sum-
ur. En þetta er ekki allt tekið út
með sældinni. Bóndinn, sonur gamla
bóndans, er fullur öfundar og úlfúð-
ar og gerir alla þá bölvun, sem hann
má- og raunar má ekki. Hann klippir
sundur girðingar, sprengir lása, breyt-
ir farveg læksins, rekur nautpening
sinn á land Arons. Allt logar i úlfúð —
og málaferlum. Og Aron fór að lesa
lög af kappi, — og Þrjú mál gegn ve-
sölum hrekkjabóndanum, sem likist
einna helzt Mikkjál frá Kolbeinsbrú
Framhald á bls. 35.
KAUPHÖLLINA
VIKAIM 5