Vikan - 13.04.1961, Qupperneq 7
Þegar koraið var niður á hornið
á Snorrabraut og Laugavegi, sagði
bilstjórinn, eins og hann hefði gert
mikla uppgötvun:
„Viljið þið bara ekki gista hjá
mér i nótt? Klukkan er svo margt,
þið fáið hvergi inni.“
„Það er nú alveg óþarfi, við liljót-
um að bjargast."
„Ég hef nóg húsnæði. Eigum við
ekki bara að segja það?“ Bræðurnir
svöruðu engu, en voru þó ánægðir.
Maðurinn ók inn í Laugarás, að
einu glæsilegasta húsinu.
Þegar bíllinn rann yfir rautt strik
í heimreiðinni, opnuðust dyr bíl-
geymslunnar, sem var ein á jarð-
hæðinni. Inni kviknaði ljós.
Piltarnir dáðust að þessu. Slikan
íburð gat enginn látið eftir sér nema
sá, sem hefur næga peninga handa á
milli. Þeir höfðu reyndar heyrt, að
fjáröflunarleiðir sumra væru mis-
jafnar.
Húsbóndinn fylgdi bræðrunum
upp í húsið. Þar var allt eins ný-
tízkulegt og frekast er hægt að hugsa
sér, — öll húsgögn úr harðviði,
teppi út í horn á öllum gólfum. Og
jiegar húsbóndinn hafði farið með
þá í eldhúsið og gefið þeim að eta
það, sem þeir kölluðu stórliátiða-
mat, þá visaði hann þeim til her-
bergis og sagði:
„Hér skuluð þið gista, og munið,
að á meðan þið eruð mínir gestir,
þá eruð þið mér mínir synir. Verið
i öllu eins og heima hjá ykkur. Góða
nótt.“
Segir nú fátt af öllu til næsta
kvölds.
Eftir kvöldverð bauð húsbóndi
þeim til stofu, tók fram vínglös,
skenkti þeim konfak og sagði:
„Bragðið á þessu, þið hafið gott
af því.“
Þeir gerðu það, og liann hellti
aftur 1 glösin.
„Hvernig lizt ykkur annars á ykk-
ur hérna?“
„Vel, þetta er fegra en við vissum,
að væri til.“
„Hvernig kynnuð þið við að eiga
svona?“
„Það væri gaman, en sennilega
verður þess langt að biða.“
„Ég er með hugmynd,“ sagði hús-
bóndinn, um leið og hann bætti í
glös þeirra enn.
„Hvað þá?“ spurði eldri bróðir-
inn, en áhugi beggja vaknaði þegar.
„Verið rólegir, — ekkert fum. Það
er ekki vist, að okkur semji.“
„Láttu okkur heyra.“
„Eitt verðið þið að byrja með að
sverja. Kunnið þið að þegja?“
„Já, við þegjum.“
„Þið þekkið mig ekki og hafið
aldrei heyrt min getið. Má ég treysta
þvi?“
«Já, við kunnum að þegja.“
Húsbóndinn tók fram veski sitt og
fór að telja úr þvi seðla.
„Hlustið nú vel á. í nótt klukkan
eitt verður bíll hér fyrir utan. Þið
farið á honum suður i Hafnarfjörð,
i vörugeymslu Jakobs Þorsteinsson-
ar útgerðarmanns. Þar hittið þið
vaktmanninn og fáið honnm þúsund
krónur. Þá mnn hann hlaða bilinn.
Þið flytjið farminn til Keflavikur,
akið þar niður að brvggju og hiðið
þess, að um horð f skipinu Mariu
kvikni grænt Ijós. Það verður klukk-
an hálffimm. Þá farið þið niður á
bryggju, og billinn verður losaður.
Ég verð þarna og tek ykkur i þæinn
aftur. Ykkar hlutur verður fimm
þúsund. Hafið þið skilið mig?“
„Já, já. Klukkan eitt af stað, vðru-
geymsla Jakobs, Maria klukkan hálf-
fimm á grænu ljósi, og fimm þúsund
handa okkur. Og þú, þvi miður, góði,
hef aldrei séð þig fyrr.“
Framhald á bls. 29.