Vikan - 13.04.1961, Síða 13
Séð úr eldhúsi yfir í borðstofu
og stofu. Til vinstri standa
þvottavélarnar.
HÚSIÐ, sem þið sjáið hér, ér
að mörgu leyti líkt þeim húsum,
sem reist hafa verið í hinum nýju
hverfum Reykjavikur í talsverð-
um mæli. Þau eru á skipulaginu
nefnd tvíbýlishús, en í fram-
kvæmdinni hafa göfugar fyrirætl-
anir oftast breytzt á þann hátt, að
húsin eru fjórar íbúðir, hver ofan
á annarri, þegar lokið er. Oftast,
ef ekki alltaf, hefur þetta orðið
til þess að spilla útlitinu. Á hús-
inu, sem hér um ræðir, hefur þetta
ekki orðið til verulegs tjóns, þar
sem rishæðinni hefur verið sleppt.
Heildarsvipur hússins er því frem-
ur fallegur, og hlutföllin milli
glugga, veggflata og bita eru góð.
Svalir eru innbyggðar, eins og
raunar virðist sjálfsagður hlutur
hér á landi, enda þótt helzt til fáir
arkítektar hafi komið auga á þau
sannindi. Svefnherbergissvalir eru
að vísu ekki innbyggðar, en þær
gegna öðru hlutverki, og það kem-
ur ekki að sök.
Eigandi hússins, Kristleifur Jóns-
son aðalféhirðir, hefur innréttað
íbúðina einkar smekklega og vafa-
laust notið aðstoðar arkitektanna,
Framhald á bls. 35.
FIMM
HERBERGJA IBUÐ
VIÐ TÓMASARHAGA
OG W0«i
Frá eldhúsi og þvert gegnum húsið er breiður gangur
sem eins mætti nefna stofu og gegnir raunar hlut-
verki borðstofu.
Eldhúsið, séð úr borðkróknum. Vaskurinn er [>
undir glugganum, en eldavélin er undir bolla-
skápnum með glerhliðunum, og sér á bak
hennar.
■/IO
/4o | <3o | /tS’
SoS
£L£)HUS
2. /JÆ£>