Vikan


Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 17

Vikan - 13.04.1961, Blaðsíða 17
1 n&mum og þ& sérstaklega kola- námum, hafa ýmsar gastegundir alltaf haft mikla hœttu í fðr með sér. Þessar gastegundir geta kviknað við hið minnsta neistaflug og er þá sprengingin komin af stað. Og raf- magnsnotkun frá ytri orkugjöfum býður alltaf hættunni heim. Sænskt Námulampi. ii'firr 1 fyrirtæki hefur framleitt lampa, sem hægt er að taka með sér. 1 lampan- um er rafall, sem rekinn er áfram af lofthverfli. Rafallinn framleiðir 150 W við 12 V spennu og það ljós sem fæst við það, er fullnægjandi fyrir alla tilfallandi vinnu í nám- unum. framtíðarstarfið Samtímis Því að forvitnast var um í Matsveina- og veitingaþjónaskólan- um, þá var tækifærið notað og spjall- að við verðandi matsveina. Tveir verða fyrir valinu að svara og heita þeir Jón Viðar Viggósson og Haukur Hjaltason. Jón er 19 ára og lýkur námi I vor, en Haukur er 21 árs og lýkur því ekki fyrr en á næsta ári. Nú leggjum við fyrir Þá spurningu, sem er á þessa leið. — Hvað kom ykkur til að fara i þetta nám? Jón svarar þessu þannig: — Ég var annar kokkur á Goða, þegar mér datt í hug að fara í þetta. Eg fékk áhuga á því, þegar ég fór að kynn- ast því betur. Og Haukur: — Ég var búinn að vera töluvert i messa hjá Eimskip, þegar ég sá að það þýddi ekki neitt upp á framtíðina, að vera réttinda- laus og vegna áhuga fyrir matreiðslu fór ég í skólann. Svo mörg voru þau orð og ekki er að efa að einmitt svona gengur það fyrir sig þegar menn ákveða að hefja nám. Það er séð, að eitthvað verða menn að kunna fyrir sér til Haukur: — Það eru mlkllr mögu- leikar i þessu, þar sem það veitlr mikil réttindi. — Hvaða réttindi? — T. d. að vera bryti og stunda hótelrekstur með viðbótarnámi. Jón hefur því við að bæta, að: — Ég tel mikla framtíðarmögu- leika hér á landi, þar sem vaxandi ferðamannastraumur eykur eftir- spurnina. Auk þess sem mjög mikill skortur er á faglærðum mönnum. Þá sér maður það. Ekki of margir i þeirri stétt. Það ætti að vera þeim hvatning, sem eru að velta fyrir sér lífsvinnunni. Annars vantar töluvert á, að unglingar hafi nógu mikla vitneskju um ýms störf, til þess að geta tekið afstöðu til hlutanna. Þess vegna er verið með þennan þátt, ef hann kynni að verða til að létta undir með unglingum í þessum efn- um. Nú, það er vist bezt að snúa sér að kjörum nemana og við spurning- unni: Hver eru kjör ykkar meðan á námi stendur? Svara þeir einum rómi: Þau mættu vera betri, annars eru þau fyrsta ár 25% af sveinskaupi, annað 35%, þriðja 40% og fjórða 50%. Sveinskaupið er 5.400,00 krónur á mánuði. Það er vist ekkert vafa- mál, að nemum finnst alltaf hagur þeirra fyrir borð borinn. En þegar þeir eru orðnir meistarar horfir málið víst öðruvísi við. — Finnst ykkur þið fá þá kennslu, bæði í skólanum og hjá meistara, að þið megið vel við una? Haukur: Sú kennsla sem ég fæ hér í skólanum finnst mér vera góð. Jón: Það mætti kannski vera meiri fjölbreyttni í því sem maður lærir. — Af hverju stafar sú einhæfni? — Það stafar af skorti á ýmsum hráefnum, sem fást aftur á móti er- lendis. Þetta verður þá látið nægja, en i framhaldi af þessu koma viðtöl við nema I þjónaiðninni. Verður það í næsta blaði og verður fróðlegt að sjá hversu þeim llkar vistin. félagslífiö Enn höldum við áfram við tóm- stundastarf Æskulýðsráðs Reykja- vikur og snúum okkur nú að bein- og hornavinnu, sem stunduð er I Tóstundaheimilinu. Þar hefur Guð- mundur Ólafsson með höndum kennslu og leiðbeiningu. — Hvernig er þetta háttað hjá ykkur? — Það er nú þannig að hér eru tveir hópar .Annars vegar piltar fyrri part kvöldsins og svo koma stúlkur seinni partinn. — Og eru þau áhugasöm við föndrið? — Já, þau eru það. — Og kannski mörg dálítið hand- lagin. Það er margt af þessu anzi laglegt. — Þau eru auðvitað óvön, en læra smám saman. Eins og sjá má á stóru myndinni, er margt af gripunum, ef ekki flest, smámunlr til herbergisskrauts svo og ýmls borðbúnaður. Einnig búa þau til hálsmen og eyrnarlokka og eru stúlkurnar vist áhugasamastar um það. Það er þannig frá starfseminni gengið, að unglingarnir geta með Piltarnir skoöa arangurinn. mjög litlum tilkostnaði gert sér ýmsa muni, sem annars hefði ekki verið viðlit fyrir þá að eiga við. Vitaskuld er það þungt á metunum að geta boðið unglingum upp á skemmtilega tómstundaiðkun, sem auk þess gefur Stúlkurnar velta fyrir sér teikningu. varanlegan árangur í þeim hlutum, sem þeir búa til og hafa til prýðis og ánægju. Séu Þeir munir athug- aðir sem þau búa til, Þá verður manni ljóst, að þarna er verið að glæða smekk og auka þroska unglingana. Sá sem handfjatlar hlutinn, er ekki eins næmur fyrir eðli og eiginleik- um efnisins og sá, sem hefur fyrst hráefnið og sér og ákveður sjálfur hvernig hluturinn skuli lita út. bréfaviöskipti Kristján E. Guðmundsson óskar eftir bréfasambandi við stúlku 15 til 17 ára og Aðalsteinn Ásgeirsson við stúiku 14 til 16 ára, báðir að héraðs- skólanum Laugarvatni. Nanna Ragn- arsdóttir og Björg Guðmundsdóttir óska eftir bréfasambandi við pilta 20 til 25 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Báðar símstöðinni Brú í Hrútafirði, Strandasýslu. Henry George 5260 North 44th Street, Milwaukee (18) Wisconsin USA óskar eftir bréfasam- bandi við íslenzkan pilt eða stúlku. Jón og Haukur. þess að hafa einhvern bakhjarl í lífs- baráttunni. Og því fyrr sem menn komast að einhverri niðurstöðu um hvað læra skuli, þeim mun betra. Jæja, næst er þá að spyrja þá félaga hvort þeim finnist góðir framtíðar- möguleikar í þessu starfi. Þeir efa það ekki. Og svara þessu. hl jiómlist Þegar Dinah Washington söng inn lagið „What a difference a day rnakes", þá var hún að taka upp sam- keppni við dægurlagasöngvara, en annars hefur hún mest stundað jass- söng. Lagið hlaut mikla hylli og varð til þess að hún komst í tölu Þeirra, sem oftast eru efstir á vinsældarlist- anum. Reyndar var lagið mjög vin- sælt fyrir tæpum þrjátíu árum. Ekki Dinah Washington. verður sagt að rödd hennar sé skól- uð, enda er það ekki aðalatriðið hjá bluessöngvurum. Mestu málir skiptir, að þeir hafi tilfinninguna fyrir laginu og textanum. Það einkennilegá við Dinah er að hún notar aldrei hljóð- nema, Þegar hún skemmtir á nætur- klúbbum eða á sviði. Slíkt hefur að mörgu leyti töluverða þýðingu hvað áhorfendur og hlustendur snertir. Brook Benton hafði lengi verið með fremstu negrasöngvurum áður en hann kom fram sem dægurlagasöngv- ari. Ennfremur hafði hann samiB nokkur lög sem urðu vinsæl, svo sem „Looking Back“ og „A Lovers Quest- ion". Loksins fékk hann tækifæri til þess að syngja einn inn á plötu og fyrir valinu varð lagið „It‘s Just A Brook Benton. Matter Of Time“ og varð það mjög vinsælt. Rödd hans er einkar þægileg og djúp og einkennandi fyrir Spiritu- alsöngvara. Brook Benton er 28 ára gamall og ásamt systkynum sínum sjö og foreldrum, sem öll voru frekar elsk að hl'jjómlist myndaði hann smá kór. Núna er hann sem sagt kominn á toppinn og verður þar væntanlega fyrst um sinn. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.