Vikan - 13.04.1961, Síða 35
ÚR KOTINU í KALTP-
HÖLLINA.
Framhald af bls. 5.
eða Bjarti í Sumarhúsum, hefur Aron
flutt fyrir hæstarrétti — og unnið
þau öll. — Honum er sannarlega ekki
fisjað saman.
Aron er ágætur smiður, sérstaklega
á járn. Hann á dágott verkstæði í
bílskúr sínum, og Þar smíðar hann.
Hann hirðir gamla naglbita, sagir,
hefla og annað slíkt- og gerir það
sem nýtt. En hann veltir lengi fyrir
sér, hvort hann á að kaupa sér ný
verkfæri, þegar hin bila. Hann skoðar
þau biluðu i krók og kring, vill helzt
gera við þau, en langar samt að
kaupa. Hann átti lengi í örlagaþrung-
inni innri baráttu út af nýrri smergel-
skífu. Sú gamla var orðin svo slitin,
en þessi nýja gekk fyrir rafmagni eða
eitthvað svoleiðis. Þrisvar gerði hann
sér ferð að glugga Slippbúðarinnar
og skoðaði nýju smergel skífuna.
Þetta voru hörð átök. Hún kostaði
þrjú hundruð og fimmtiu krónur. Og
loks tókst honum að yfirvinna sinn
betri mann, gerðist óráðsiumaður og
keypti skífuna. En gaman var að
vinna við hana. Og Þó verður hann
alltaf hálffeiminn, þegar hann lítur
hana augum.
Hann var aðalkaupandi að Hótel
Borg — eða sá að minnsta kosti um
útvegun fjár til kaupanna. Hann er
formaður eigendafélagsins, — og þar
fer ekkert fram hjá honum. Hann
þekkir hótelið allt frá grunni og upp
í topp. Hins vegar skiptir hann sér
ekkert af matreiðslunni eða starfinu
innan húss. Það sér Pétur um. Aron
þekkir öll ferðamál, öll hótelmál, allt
slikt veit hann upp á sinar tíu fingur.
Hann flutti nýlega bráðsnjallt erindi
í útvarpið um þessi mál,
Það er hægt að styðja á hnapp á
Aroni Guðbrandssyni — og plata
hann, en aðeins á einu sviði Ef mað-
ur segir si sona:
„Réttast væri að skattleggja eyðsl-
una,“ þá fer hann af stað og heldur
klukkutíma ræðu um eyðslu, óráðsíu,
vinnusvik, skattpíningu og það allt.
Og þegar hann loks hættir, þá segir
hann eftir að hafa ræskt sig:
„Ertu ekki sammála?" í
Og þó að maður vilji einna helzt
vera ósammála honum, þá er maður
sammála. Svo rökfastur er hann og
mælskan mikil.
ÉR hefur ekki verið gerð grein
fyrir skáldskap bankastjórans,
— og þó væri full ástæða til
þess. Eg hef heyrt lýrísk og undur-
falleg ljóð, sem hann hefur ort, en
þau eru mér ekki tiltæk. Hins vegar
náði ég taki á einu kvæði, sem hann
orti um Eyrarbakka. en Eyrarbakka
ann hann mjög. Ljóðið er svona:
J
Þar átti ég bernslcu við brimsorfin
sJcer
og bjartasta hamingjudaga.
Um gamla Bakkann er minningin
mér
svo margþcett og hjartfólgin saga.
Hún er ekki um hallir og
höfðingjaslot
né liáreysti á strcetum og torgum,
lielcbur um einyrkjans œvi og kot
með erfiði, gleði og sorgum.
Þótt oft vceri lítið í búimi um brauð
og börnunum veturinn langur
og lifðu þar fáir við állsncegta auð,
var alfaðir sjaldan of strangur.
Og Bakkinn er óðal mitt þrátt
fyrir það,
og þongað h.uga minn dreymir.
Því bið ég þig, drottinn, að blessa
þann stað,
sem berskusporin mín geymir.
Já, hann á fleiri strengi en þann,
sem hefur peningahljóm, — og freist-
andi væri að birta fleiri ljóð. En það
er ekki hægt.
RON Guðbrandsson er kvæntur
Ásrúnu Einarsdóttur stórkaup-
manns, Guðmundssonar, — og
er ákaflega hamingjusamur i hjóna-
bandinu. Þau eru barnlaus. Efn þau
unna börnum.
Hann hefur árum saman ekki geng-
ið heill til skógar. Hann yfirvann
berklana, en í stað hennar hefur
hann þjáðst af magaveiki. Loks lét
hann verða af því að leita aðstoðar
erlendra sérfræðinga. Þeir úrskurð-
uðu, að hann gengi með áhyggjusjúk-
dóm. Það er að segja, að taugakerfið
væri ekki heilt vegna þess, að hann
hefði stundum þungar áhyggjur. Að
líkindum hefðu þeir hitt betur nagl-
ann á höfuðið, ef þeir hefðu sagt,
að hann gengi með samvizkusemi
sjúkdóm. Hann ætti ekki að vera
svona samvizkusamur, nákvæmur og
reglusamur. Þegar Aron sagði vini
sínum frá áliti læknanna, sagði vin-
urinn:
„En hvernig má það vera? Þú átt
hundrað prósent öruggt fyrirtæki. Þú
átt beztu konu I heimi, bezta hús og
bezta garð í Reykjavík, fallegasta
bílinn í bænum og sumarbústað á feg-
ursta stað á Suðurlandi. — Og svo er
það bankabókin. Hvernig geturðu þá
gengið með áhyggjusjúkdóm?
Og Aron baðaði höndunum, sem
hann gerir þó afar sjaldan, og hefur
því ekki erft allt frá Gyðingum, og
sagði:
„Já, en hugsaðu þér. Það eru þús-
undir manna, sem hafa trúað mér
fyrir öllum eignum sínum, — já,
lífi sínu og sinna. Finnst þér ekki,
að þung ábyrgð hvíli á mér?“
Einhver hrokafullur Eyrbekkingur
sagði einu sinni, að þegar allt væri
komið í strand í landinu, þá gæti
stjórn Eyrbekkingaíélagsins tekið við
öllu og rétt við. Það má vel vera.
En það er vist, að óhætt væri að fela
Aroni Guðbrandssyni alla fjárhag
landsins. Hann mundi kippa honum
í lag á ótrúlega skömmum tíma.
En þá mundu lika marga svíða und-
an svipunni. -fc-
PEYSA.
Framhald af bls. 18.
12 cm sléttprjön, að undanskyldum
4 1. báðum megin til endanna, sem
prjónast með perluprjóni alla leið
upp. Aukið út 1 1. i sléttprjóninu við
perluprjónið, báðum megin frá réttu
2 sinnum. Prjónið 5 umf. perluprjón,
og athugið að láta mynztrið halda sér
í affellingarumferðinni.
Pressið öll stykkin mjög laust frá
röngu. Saumið saman axlar- og hlið-
arsauma með úrröktu ullargarni.
Sjálfsagt er að láta mynztur standast
á. Saumið kragann við peysuna með
aftursting, réttu mót röngu og látið
4 lykkjur að framan vera ósaumað-
ar. Snúið kraganum síðan yfir á réttu.
FIMMHERBERGJA
ÍBÚÐ.
Framhald af bls. 13.
sem teiknuðu húsið, Guðmundar
Kristinssonar og Harðar Björnssonar.
Eldhúsið er mjög rúmgott og vel
skipulagt. Það var gert ráð fyrir sér-
stöku þvottahúsi, en Kristleifur setti
þar upp sjálfvirkar þvottavélar og
felldi niður veggi þá, sem skilja áttu
þvottahúsið að. Gufuna úr þurrkar-
anum leiðir hann út i röri. 1 miðju
hússins er breiður gangur og bjart-
ur, sem gegnir hlutverki borðstofu,
enda i nánu sambandi við eldhús.
Þar er arinninn, og þetta er ein
skemmtilegasta vistarvera hússins. 1
íbúðinni eru samtals sex herbergi, og
flatarmálið er nálægt 140 fermetrum.
Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum ár-
um í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður
sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt
er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun nota-
legri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað).
Lœkjargötu . Hafnarfirði . Simi 50975.
VIKAN. 35