Fréttablaðið - 14.12.2009, Síða 2
2 14. desember 2009 MÁNUDAGUR
STJÓRNMÁL Jón Bjarnason, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
hefur beitt sér gegn sameiningu
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytisins og iðnaðarráðuneyt-
isins. Samkvæmt heimildarmönn-
um Fréttablaðsins, úr þingliðum
beggja stjórnarflokka, hefur hann
reynt að torvelda vinnu við verk-
efnið, meðal annars með því að
neita að hitta embættismenn sem
starfa að sameiningunni.
Kveðið er á um sameiningu
ráðuneytanna í stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar í atvinnuvega-
ráðuneyti. Samhliða henni á að
færa rannsókir, mótun nýtinga-
stefnu og ráðgjöf vegna auðlinda
til umhverfisráðuneytisins, sem
við það verður umhverfis- og auð-
lindaráðuneyti.
Í þingmálaskrá ríkisstjórnar-
innar er gert ráð fyrir að frum-
varp um nauðsynlegar lagabreyt-
ingar vegna sameiningarinnar
og tilfærslu verkefna verði lagt
fram nú á haustþingi. Það hefur
ekki enn verið gert en samkvæmt
heimildum blaðsins er enn stefnt
að því.
Ekki hefur verið ákveðið hve-
nær af sameiningunni verður en
bæði hefur verið rætt um mitt
næsta ár og ársbyrjun 2011.
Viðmælendur Fréttablaðsins
segja Jón leggjast bæði gegn sam-
einingu ráðuneytanna og flutningi
verkefna er lúta að auðlindamál-
um úr sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytinu í umhverfis-
ráðuneytið. Veigamest er færsla
Hafrannsóknarstofnunarinnar
á milli ráðuneyta. Í stefnuskrá
Vinstri hreyfingarinnar - græns
framboðs fyrir síðustu kosning-
ar var fjallað um að auka beri veg
auðlindamála í umhverfisráðu-
neytinu.
Viðmælendur Fréttablaðsins úr
stjórnsýslunni furða sig á hátta-
lagi Jóns í ljósi þess að breyt-
ingarnar eru á stefnuskrá ríkis-
stjórnarinnar og njóta þar með
samþykktar hans eigin þing-
flokks.
Þingmenn úr VG sem rætt var
við sögðu málið njóta stuðnings
meirihluta þingmanna flokksins
og almennur vilji væri fyrir því
að af breytingunum yrði. Jóni
hefði verið gerð grein fyrir því.
Ekki náðist í Jón Bjarnason.
bjorn@frettabladid.is
Jón berst gegn sam-
einingu ráðuneyta
Jón Bjarnason er andvígur sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyt-
isins og iðnaðarráðuneytisins. Ríkisstjórnin hvikar ekki frá áformum þar um.
Í ÞINGINU Þrátt fyrir óánægju Jóns Bjarnasonar með fyrirhugaða sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og
iðnaðarráðuneytisins er hvergi hvikað frá verkefninu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Toggi, kemur þetta við hjartað
í þér?
„Ja, þetta kemur allavega við veskið
á mér.“
Tónlistarmaðurinn Toggi er ekki par sáttur
við það hvað hann fær snautlega greiðslu
frá STEF-i þetta árið, þrátt fyrir að hafa
samið eitt allra vinsælasta lag síðasta árs:
Þú komst við hjartað í mér.
UTANRÍKISMÁL Utanríkisráðuneyt-
ið hefur selt sendiherrabústað-
inn í New York fyrir 550 milljón-
ir íslenskra króna. Þetta kemur
fram í fjárlagafrumvarpi fyrir
árið 2010, en önnur umræða um
það á að hefjast í dag.
Fjárlaganefnd leggur til að 27
milljónum króna verði varið í
leigu á sendiherrabústað í New
York á næsta ári. Utanríkisráðu-
neytið gerir ráð fyrir að húsnæðið
verði leigt frá næstu áramótum.
Utanríkisráðuneytið gerir engu
síður ráð fyrir að fest verði kaup
á sendiherrabústað í New York
síðar en segir ekki til um hvenær
af því gæti orðið. - jhh
Sendiherrahús í New York:
Selt fyrir 550
milljónir króna
ÍTALÍA Silvio Berlusconi, forsætis-
ráðherra Ítalíu, var laminn í and-
litið með barefli á fundi sem hann
hélt fyrir stuðningsmenn sína
í Mílanó í gær. Ítalskur maður,
hinn 42 ára gamli Massimo Tart-
aglia, var handtekinn, grunaður
um verknaðinn.
Tvær tennur brotnuðu í Berl-
usconi, sem auk þess skarst á vör
og brákaðist á nefi. Í gærkvöldi
var talið að hann myndi eyða nótt-
inni á sjúkrahúsi.
Aðstoðarmenn Berlusconis
hjálpuðu honum á fætur og inn í
bíl, en hann féll í jörðina við högg-
ið. Stuttu síðar reyndi hann að
klifra upp á þakið á bílnum til að
sýna fram á að hann væri ómeidd-
ur, segir á fréttavef BBC. - kg
Forsætisráðherra Ítalíu:
Berlusconi lam-
inn í jörðina
LAMINN Berlusconi var blóðugur í and-
liti eftir atvikið. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL Rannsókn SFO,
efnahagsbrotadeildar bresku
lögreglunnar, á Kaupþingi í
Bretlandi er sú umfangsmesta
sem ráðist hefur verið í vegna
íslenskra fyrirtækja. Rannsókn-
in beinist meðal annars að milli-
færslum frá Singer & Friedland-
er, dótturfélagi Kaupþings, sem
og lánveitingum til þekktra við-
skiptavina.
Stjórnarmenn Singer & Fri-
edlander hafa þegar leitað til
breska lögfræðingsins Ians Burt-
on sem sérhæfir sig í fjársvika-
málum, að sögn breskra dag-
blaða. Þriggja manna teymi á
vegum SFO var hér á landi í okt-
óber og skiptist á upplýsingum og
gögnum við starfsmenn embættis
sérstaks saksóknara auk þess að
njóta liðsinnis Evu Joly. - ghh
Rannsókn SFO á Kaupþingi:
Stærsta á hér-
lendu fyrirtæki
LÖGREGLUMÁL Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra
voru kallaðir til Reykjanesbæjar í gærmorgun eftir
að tilkynnt var um að menn vopnaðir haglabyssu
hefðu haft í hótunum við aðra í íbúðarhúsi í bænum.
Tildrögin voru þau að tveir menn bönkuðu upp á í
húsinu á tíunda tímanum vopnaðir hafnaboltakylfu.
Þeir töldu sig eiga sitthvað vantalað við tvo menn sem
þar voru, eftir slagsmál sem brotist höfðu út nóttina
áður, og höfðu í hótunum við þá vegna þess.
Tvímenningarnir í húsinu brugðust ókvæða við hót-
ununum og dró annar þeirra upp haglabyssu og mið-
aði á aðkomumennina, sem sáu sér þann kost vænstan
að flýja af vettvangi og hringja í kjölfarið á lögreglu.
Lögreglan á Suðurnesjum kom á staðinn og naut
liðsinnis fjögurra vopnaðra sérsveitarmanna sem
umkringdu húsið og lokuðu götum í grenndinni. Eftir
hálfrar klukkustundar umsátur um húsið náðist síma-
samband við annan mannanna í húsinu. Sá var þá
hinn rólegasti og samþykktu mennirnir báðir að gefa
sig þegar fram. Þeir voru í kjölfarið handteknir.
Haglabyssan fannst við leit í húsinu og reyndist
hún óhlaðin. Engin skotfæri fundust á staðnum.
Mennirnir fjórir eru allir um þrítugt og hafa komið
við sögu lögreglu áður. - sh
Hótuðu mönnum sem reyndust vopnaðir og hringdu þá hræddir á lögreglu:
Setið um vopnaða menn í Keflavík
SÉRSVEITARMENN Sérsveitarmennirnir umkringdu húsið og
skapaðist umsátursástand í hálfa klukkustund. Myndin er úr
safni.
STJÓRNSÝSLA Davíð Þór Björgvins-
son, dómari við Mannréttindadóm-
stól Evrópu í Strassborg, telur ekki
tilefni til að efast um að Icesave-
frumvarpið standist stjórnarskrá.
Er hann raunar þeirrar skoðunar
að ástæðulaust sé að tekin verði
saman ítarleg lögfræðileg álitsgerð
um málið.
Davíð er í hópi þeirra lögspekinga
sem fjárlaganefnd Alþingis hefur,
að ósk stjórnarandstæðinga, beðið
um að skrifa lögfræðiálit um hvort
Icesave standist ákvæði stjórnar-
skrár. Snýst álitaefnið um hvort í
frumvarpinu felist framsal dóms-
valds og þar með brot á stjórnar-
skránni.
Í bréfi t i l
þingsins segir
Davíð að reynist
skilningur hans
á frumvarpinu
réttur geti hann
ekki séð að um
framsal dóms-
valds geti verið
að ræða, sem
fari gegn stjórn-
arskrá. „Sýnist
raunar þetta atriði það einfalt [að]
ekki sé tilefni til að taka saman ítar-
lega lögfræðilega álitsgerð um það
sérstaklega,“ segir í bréfinu.
Að því sögðu kveðst Davíð ekki
geta tekið að sér að vinna umbeð-
ið lögfræðiálit vegna starfa sinna í
Strassborg.
Guðrún Erlendsdóttir og Pétur
Kr. Hafstein, fyrrverandi hæsta-
réttardómarar og Skúli Magnússon,
ritari EFTA-dómstólsins í Lúxem-
borg, hafa einnig beðist undan verk-
efninu.
Lagaprófessorarnir Björg Thor-
arensen og Eiríkur Tómasson vinna
hins vegar að álitsgerð um málið,
að ósk meirihluta fjárlaganefndar.
Stjórnarandstæðingar telja þau van-
hæf þar sem þau hafa áður komið
fyrir nefndina og látið í ljós álit sitt
munnlega. Munu þau þeirra skoð-
unar að Icesave-frumvarpið brjóti
ekki í bága við stjórnarskrá. - bþs
Davíð Þór Björgvinsson efast ekki um að Icesave-frumvarpið standist stjórnarskrá:
Ítarleg lögfræðileg álitsgerð óþörf
DAVÍÐ ÞÓR
BJÖRGVINSSON
BANDARÍKIN Stórfyrirtækið Gilette
tilkynnti á laugardag að það hygð-
ist draga úr mikilvægi kylfings-
ins Tiger Woods
í markaðsher-
ferðum sínum.
Þetta gerir
fyrirtækið,
að sögn, til að
gefa kylfingn-
um svigrúm til
að ráða fram úr
vandamálum í
einkalífi sínu.
Eins og kunn-
ugt er hefur hann tilkynnt að hann
muni ekki spila á golfmótum um
óákveðinn tíma eftir að upp komst
um framhjáhald hans.
Steve Williams, kylfusveinn Tig-
ers, hefur í fyrsta skipti tjáð sig
við fjölmiðla um málið. Hann seg-
ist ekkert hafa vitað af fjölþreifni
Tigers. Ef svo væri kæmi hann
hreint fram og segði frá því. - shá
Vandræði Tiger Woods:
Gillette dregur
sig frá Tiger
TIGER WOODS UMHVERFISMÁL Áætlað er að mörg
hundruð þúsund manns hafi
mætt á meira en 3.200 loftslags-
kertavökur í 139 löndum í gær.
Meira en ellefu milljónir manna
um allan heim hafa skrifað undir
yfirlýsingu um að þeir séu tilbún-
ir fyrir raunverulegar aðgerðir
gegn loftslagsbreytingum.
Á Íslandi voru haldnar kerta-
samkomur í Stykkishólmi, Borg-
arnesi og Reykjavík. - shá
Loftslagsmál:
Fjölmenni á
kertavökum
SPURNING DAGSINS