Fréttablaðið - 14.12.2009, Síða 4
4 14. desember 2009 MÁNUDAGUR
Óhætt er að segja að loftslagsráð-
stefna Sameinuðu þjóðanna hafi
heltekið Kaupmannahöfn. Hvert
sem litið er má sjá merki henn-
ar; auglýsingar, áköll eða fræðslu-
bása. Þá er borgin full af fólki sem
er gagngert komið vegna ráðstefn-
unnar og má ýmist þekkja af skjala-
möppum og ráðstefnuskilríkjum
fulltrúanna, eða svörtum klæðum
og klútum mótmælenda.
Á laugardaginn gengu síðan 100
þúsund manns fylktu liði frá Frið-
riksborg að Bella Center, hvar ráð-
stefnan er haldin, til að krefjast
aðgerða nú þegar. Fólk veifaði mót-
mælaspjöldum og mátti sjá mörg
slagorð, til að mynda: „Ef loftslag-
ið væri banki væri búið að bjarga
því.“
Þegar gangan var komin af stað
tók hópur aðgerðasinna sig saman
í aðgerðum. Steinum var kastað og
háreysti viðhöfð. Lögreglan var
búin undir þetta og hafði gríðar-
lega fjölmennt lið á svæðinu. Hún
umkringdi hópinn á bílum og réð-
ist síðan að honum og handtók
hvern sem fyrir þeim varð. Þegar
upp var staðið höfðu 968 manns
verið handteknir. Þeim var öllum
sleppt nema tveimur, sem enn eru
í haldi. Sjá mátti fólk sitjandi á
miðri Amagerbrogade, bak í bak,
hendur festar aftur fyrir bak með
benslum, sumir sátu þannig tím-
unum saman í kuldanum. Í gær
var síðan farin önnur ganga, mun
fámennari, þegar aðgerðasinnar
fylktu liði. Eftir að lögreglan fann
stein og valslöngvu á einum mót-
mælenda stöðvaði hún gönguna og
handtók 239 manns og hefur því
handtekið rúmlega tólf hundruð
manns um helgina.
Lögreglan hefur gengið mjög hart
fram í aðgerðum sínum og handtek-
ur hvern sem fyrir verður þegar
skipunin hefur verið gefin. Amn-
esty International hefur gagnrýnt
framferði hennar og segir tölur
handtekinna tala sínu máli. Sam-
tökin telja að fara verði fram rann-
sókn á atburðum liðinna daga.
ÚTGÁFA Aldrei hafa verið prentaðar fleiri bækur hér-
lendis en nú fyrir jólin að því er kemur fram í könn-
un Bókasambands Íslands. Um áttatíu prósent af
öllum þeim bókartitlum sem birtust í Bókatíðindum
Félags íslenskra bókaútgefenda eru prentuð hérlend-
is.
Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prents-
tað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum frá
árinu 1998. Á þessu ári eru miklu fleiri titlar prent-
aðir innanlands en í fyrra og er aukningin um 26
prósent. Heildarfjöldi bókatitla hefur dregist lítilega
saman á milli ára. Þeir eru 673 í Bókatíðindunum
í ár en voru 710 árið 2008 en voru flestir árið 2007
eða 780. Fæstir titlar voru prentaðir hér á landi árið
2000 eða aðeins um þriðjungur útgáfunnar.
Á þessu ári eru 529 titlar prentaðir hér, í Asíu
voru þeir 63 en í Evrópu 81. Árið 2008 voru 377 titlar
prentaðir hér og 229 í Evrópu. - shá
FULLT HÚS JÓLAGJAFA
39.900 kr.
Mikill meirihluti íslenskra bóka er prentaður á Íslandi fyrir þessi jól:
673 íslenskar bækur í flóðinu
´98-´00 ´01-03 ´04-06 ´07-´09
90
80
70
60
50
40
30
20
10
0
Ísland
Útlönd
Hlutfall prentunar íslenskra bóka
1998-2009
%
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
10°
0°
1°
3°
3°
2°
0°
2°
3°
23°
5°
23°
9°
29°
1°
1°
13°
2°
Á MORGUN
Mjög hæg vestlæg
eða breytileg átt.
MIÐVIKUDAGUR
Víðast hægviðri.
8
9
7
6
6
6
4
4
6
4
3
8
6
7
5
2
2
2
2
1
1
4
5
6
3 2
2
4
5
3 1
0
FLOTT VEÐUR
Í VIKUNNI Það
verður afskap-
lega gott veður
út vinnuvikuna,
yfi rleitt hæglætis
veður og þurrviðri.
Í dag verður fremur
milt um allt land
en síðan fer kóln-
andi eftir því sem
líður á vikuna og á
fi mmtudag verður
hitinn víða í kring-
um frostmark.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
Loftlagsráðstefnan í Kaupmannahöfn
KOLBEINN ÓTTARSSON PROPPÉ
skrifar frá Kaupmannahöfn
kolbeinn@frettabladid.is
100 þúsund gengu
til bjargar loftslagi
Gríðarlegur viðbúnaður er vegna loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn.
Lögreglan hefur handtekið tólf hundruð manns í mótmælum helgarinnar.
Stærsta mótmælaganga í sögu borgarinnar var farin á laugardag.
Saufatu Sopoanga, forsætisráð-
herra Tuvalu, bað þingfulltrúa í
Kaupmannahöfn griða fyrir land
sitt. Samkomulag yrði að nást
um að stöðva hlýnun jarðar. Að
öðrum kosti væri úti um heim-
kynni hans.
Tuvalu-eyjar eru kóralrif
sem liggja mjög lágt og minnsta
hækkun á yfirborði sjávar hefur
áhrif á þau tíu þúsund manna sem
byggja eyjarnar. Sopoanga hefur
undanfarin ár hvatt heimsbyggð-
ina til dáða í loftslagsmálum.
Hann hefur meðal annars kallað
hlýnun jarðar hægfara og slæg
hryðjuverk sem verði að stöðva.
Forsætisráðherra Tuvalu:
Bjargið þið
heimili mínu
Fulltrúar á loftslagsráðstefnunni
meðtóku sumir hverjir boðskap
mótmælenda á laugardag, en þá
lauk 100 þúsund manna göngu
fyrir utan ráðstefnuhöllina. Þeir
sem ekki voru uppteknir af að
hlýða á ræður eða reyna að ná
samningum, fylgdust með mót-
mælendum í sjónvarpinu.
Fjöldinn var gríðarlegur fyrir
utan höllina, en sárafáir ráð-
stefnugestir lögðu leið sína út
fyrir hússins dyr til að hlýða á
boðskap fólksins. Með nokkurri
kaldhæðni má segja að helstu
áhrifin hafi verið að leiðin í
rúturnar frá ráðstefnuhöllinni
lengdist þar sem mótmælendur
lokuðu svæðinu í kringum húsið.
Þingfulltrúar í Kaupmannahöfn:
Fáir hlustuðu á
boðskapinn
ATVINNUMÁL Ágúst Einarsson,
rektor Háskólans á Bifröst, var
kjörinn formaður Framtakssjóðs
Íslands á fyrsta
stjórnarfundi
hans sem hald-
inn var um
helgina. Fram-
takssjóðurinn
er fjárfesting-
arfélag sem
sextán lífeyr-
issjóðir hafa
myndað.
Ragnar
Önundarson, stjórnarformaður
Lífeyrissjóðs verslunarmanna,
var kjörinn varaformaður.
Stofnendur hafa skuldbundið
sig til að leggja nýja fjárfesting-
arsjóðnum til um þrjátíu milljarða
króna hlutafé. Sjóðnum er ætlað
að taka þátt í og móta fjárhags-
lega og rekstrarlega endurreisn
íslensks atvinnulífs í kjölfar falls
fjármálakerfisins. - shá
Framtakssjóður Íslands:
Ágúst Einarsson
kosinn formaður
ÁGÚST EINARSSON
LANDBÚNAÐUR Markaðsátak á
næsta ári undir heitinu Hesta-
vika á Íslandi að vetri er meðal
tillagna sem kynntar eru í nýrri
skýrslu nefndar um markaðs-
setningu íslenska hestsins
erlendis. Skýrslan var kynnt
fyrir helgi, en nefndin hefur
starfað á vegum sjávarútvegs- og
landsbúnaðarráðuneytisins.
Aðrar tillögur sem koma fram
í skýrslunni eru meðal annars
aukið framboð á fjölþættum
hestasýningum fyrir ferðamenn
og átak til að fá viðurkenningu á
hestaíþróttum á íslenskum hest-
um sem ólympískri íþrótt.
- kg
Kynning á íslenska hestinum:
Leggja til hesta-
viku á Íslandi
ÍRAN Ali Khamenei, erkiklerk-
ur og æðsti leiðtogi Írans, sak-
aði í gær stjórnarandstöðuna í
Íran um að hafa brjóta lög með
því að sverta minningu Ruhollah
Khomeini erkiklerks, stofnanda
íslamska lýðveldisins í Íran.
Khameini vísaði í atvik síðan
fyrir viku, þegar sjónvarps-
myndir náðust af því þegar mynd
af Khomeini var rifin í sundur.
Atvikið var í kjölfarið sýnt í rík-
issjónvarpi landsins.
Stjórnarandstaðan heldur því
fram að atvikið hafi verið svið-
sett og neitar allri aðild að því,
Stjórnarandstaðan hefur neitað
að viðurkenna úrslit forsetakosn-
inganna í júní, þegar Mahmoud
Ahmadinejad var endurkjörinn
forseti landsins. - kg
Æðsti leiðtogi Írans:
Sakar andstöð-
una um lögbrot
ÁTÖK Í MÓTMÆLAGÖNGU Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælagöngunni í Kaupmannahöfn um
helgina. Til átaka kom eftir að aðgerðarsinnar köstuðu steinum og handtók lögreglan um þúsund manns. NORDICPHOTOS/AFP
GENGIÐ 11.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
235,5121
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,86 124,46
201,83 202,81
182,77 183,79
24,556 24,700
21,621 21,749
17,509 17,611
1,3919 1,4001
196,98 198,16
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR