Fréttablaðið - 14.12.2009, Side 8
8 14. desember 2009 MÁNUDAGUR
SVEITARFÉLÖG Um helmingur sveit-
arfélaga á Íslandi, 36 af 77, fær
þrjátíu prósent eða meira af tekj-
um sínum frá Jöfnunarsjóði sveit-
arfélaga. Ljóst er að slík sveitar-
félög ættu erfitt uppdráttar án
styrksins. Tvö sveitarfélög fá
meira en helming tekna sinna úr
sjóðnum; Skagabyggð er með 59,4
prósent og Bæjarhreppur með 59,7
prósent.
Kristján L. Möller samgöngu-
ráðherra segir að ljóst sé að mörg
sveitarfélög séu of lítil til að standa
undir sér. Hér á landi séu sannar-
lega of mörg og of smá sveitarfé-
lög.
Vinna var langt komin við frum-
varp um að hækka lágmarks íbúa-
fjölda sveitarfélaga úr 50 í 1.000
þegar hrunið skall á. Síðan hefur
lítill tími gefist til að sinna verk-
efninu. Ráðherra hefur þó fund-
að með sveitarstjórnarmönnum
víða um land. Hann segir að ósk
hafi borist um að vinna öðruvísi að
málum þannig að losnað verði við
kosningar.
Á morgun verður verkefni ýtt
úr vör á Egilsstöðum, en þá verða
kannaðir kostir og gallar þess að
gera allt Austurland að einu sveit-
arfélagi. Kristján segir að þannig
sé ætlunin að vinna um allt land og
leggja síðan tillögu fyrir Alþingi
um skipan mála. „Ég sé fyrir mér
að um þarnæstu sveitarstjórnar-
kosningar, árið 2014, verði orðin
gjörbreytt mynd á sveitarfélög-
um landsins. Þau þarf að stækka
og efla til að gera þau í stakk búin
til að taka á móti fleiri verkefnum
sem best er að sinna í nærþjónust-
unni.“
Sigrún Björk Jakobsdóttir, fyrr-
verandi bæjarstjóri á Akureyri,
flutti erindi á fjármálastefnu
Sambands íslenskra sveitarfélaga
í haust. Þar tilgreindi hún að sam-
eining sveitarfélaga gæti skilað
eins til tveggja prósenta hagræð-
ingu. Heildarvelta sveitarfélaga er
um 160 milljarðar króna á ári og
hagræðingin myndi því spara einn
til þrjá milljarða. „Þessari tölu
hefur verið fleygt fram um hag-
ræðingu sveitarfélaga. Eins pró-
sents hagræðingarkrafa er ekki
óeðlileg við sameiningu,“ segir
Sigrún Björk. Til samanburðar má
nefna að aukaframlag úr Jöfnun-
arsjóði nam einum milljarði króna
í ár.
kolbeinn@frettabladid.is
Rjómi
allra landsmanna
Fjöldi sveitarfélaga
lifir ekki án styrkja
Um helmingur sveitarfélaga fær yfir þrjátíu prósent tekna sinna frá Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga. Hæst er hlutfallið 60 prósent. Sameining gæti skilað 1,5 til 3
milljörðum króna. Ráðherra kynnir sameiningarvinnu á morgun.
SIGRÚN BJÖRK
JAKOBSDÓTTIR
KRISTJÁN L.
MÖLLER
ÍSLAND Að beiðni Austfirðinga verða kostir þess og gallar að gera Austurland allt
að einu sveitarfélagi kannaðir. Ætlunin er að skoða sameiningu eftir óskum íbúa
um allt land en ekki láta eina ákveðna íbúatölu ráða.
HLUTFALL FRAMLAGS
Fjöldi Íbúar
Framlög Jöfnunarsjóðs innan við 20,2% tekna 25 269.061
Framlög Jöfnunarsjóðs 20,8% til 34,7% tekna 26 38.069
Framlög Jöfnunarsjóðs 35,1% tekna eða meira 26 12.573
TÖLVUR Vinna er hafin á openoff-
ice.is við að þýða skrifstofuforrit-
in vinsælu OpenOffice.org yfir á
íslensku.
Þessi forrit samanstanda af
ýmsum algengum gerðum hug-
búnaðar, svo sem ritvinnslu,
töflureikni og framsetningarfor-
riti, til dæmis fyrir glærur.
Einnig fylgir í pakkanum
teikniforrit og hugbúnaður til
uppsetningar á gagnagrunnum.
Þá er þar ritill til að skrifa stærð-
fræðiformúlur.
Allir sem vilja geta lagt sitt af
mörkum við þýðingarnar og hug-
búnaðurinn er ókeypis.
- kóþ
Ókeypis hugbúnaður:
Skrifstofuforrit
þýdd á íslensku
NEYTENDUR Neytendasamtökin eru andvíg frumvarpi
ríkisstjórnarinnar um umhverfis- og auðlindaskatta
og hvetja til þess að það verði endurskoðað. Þetta
kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarpið.
Samtökin veittu einnig umsögn um frumvarp um
ráðstafanir í skattamálum og leggjast gegn auk-
inni skattlagningu á neysluvörur almennt. Þau segja
ljóst að slíkar skattahækkanir fari beint út í verð-
lagið og leiði til meiri verðbólgu og þar með hækk-
unar á höfuðstóli og greiðslubyrði verðtryggðra
lána.
Í umsögnum sínum segja Neytendasamtökin að
aukin skattlagning á lífsnauðsynlegar vörur eins
og hita og rafmagn muni bitna mikið á neytend-
um, ekki aðeins vegna hækkaðs verðs heldur einnig
vegna þyngri greiðslubyrði verðtryggðra lána þar
sem skattarnir muni hafa áhrif á neysluvísitölu. Þar
segir einnig að álögur á bíla og bílavörur séu komn-
ar langt úr hófi fram og enn einni hækkuninni á
áfengi og tóbak sé ekki á bætandi. Það sama megi
segja um hækkun virðisaukaskatts og hækkun á
almennu skattþrepi.
„Því er mótmælt að gripið sé nú til aðgerða sem
koma með tvöföldum þunga á flest heimili.
Heimilin hafa einfaldlega ekki efni á slíkum álög-
um í ljósi efnahagsástandsins,“ segir að lokum. - þeb
Neytendasamtökin gefa umsagnir um skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar:
Mótmæla auknum sköttum
BENSÍNSTÖÐ Neytendasamtökin segja álögur á bíla og bílavör-
ur komnar langt úr hófi fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HEILBRIGÐISMÁL Ný sending bólu-
efnis gegn svínaflensu berst
heilsugæslustöðvum um land allt
næstkomandi mánudag og þriðju-
dag. Þá verður unnt að taka þráð-
inn upp að nýju og bólusetja fólk
sem skráð hefur sig á biðlista, að
því er fram kemur í frétt frá sótt-
varnalækni. Að mati hans hafa
um sextíu þúsund manns sýkst af
inflúensunni frá því að faraldur-
inn hófst í vor.
Bólusetning hefst á nýjan leik
miðvikudaginn 16. desember og
þá ganga þeir fyrir sem hafa skráð
sig á biðlista. Tekið er við nýjum
pöntunum vegna bólusetningar frá
og með mánudegi 14. desember.
Bóluefni verður næst dreift um
landið 6. janúar 2010 og verður
tekið við pöntunum í þá sendingu
eftir áramótin. Sóttvarnalæknir
beinir því til heilsugæslustöðva að
gefa skýrar upplýsingar á heima-
síðum sínum, og við símsvörun á
hverjum stað, um gang bólusetn-
ingarinnar og helstu tímasetn-
ingar. Staða mála er mismunandi
á heilsugæslustöðvunum. Þannig
verður unnt á sumum heilsugæslu-
stöðvum að bólusetja fleiri núna í
desember en eru þar á biðlista en á
öðrum heilsugæslustöðvum dugar
ný sending bóluefnis nú ekki til að
bólusetja alla þá sem hafa skráð
sig í bólusetningu. - jss
BÓLUSETNING Nýjar birgðir af bóluefni
gegn svínaflensu koma eftir helgina.
Sextíu þúsund Íslendingar hafa fengið svínaflensu:
Bóluefni væntanlegt í vikunni
1. Hvers lensk er arkitektastof-
an sem vann hönnunarsam-
keppni um skipulag Gömlu
hafnarinnar í Reykjavík?
2. Hvaða auðkýfingur kemur
að útgáfu ljósmyndabókar Páls
Stefánssonar; Afríka, framtíð
fótboltans?
3. Hver skrifaði ævisögu söngv-
arans Vilhjálms Vilhjálmssonar
sem ber nafnið Söknuður?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38
VEISTU SVARIÐ?