Fréttablaðið - 14.12.2009, Qupperneq 12
14. desember 2009 MÁNUDAGUR
Gott
í gogginn
fyrir Ringjara.
Við sendum
tilboð beint
í símann.
Tilboð dagsins:
Gott 1
Gott 2
MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út
MMS tilboð hjá Ring – ekki klippa þennan miða út
50% afsláttur af lítilli pizzu
með 2 áleggstegundum.
50% afsláttur af matseðli.
Gos er ekki innifalið í tilboði
Gildir í dag mánudag
Gildir í dag mánudag
Dominos
Serrano
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
0
2
7
0
50%
afsláttur
Lítil pizza m.
2 áleggsteg.
50%
afsláttur
af máltíð
fyrir einn
Ringjarar fara inn á ring.is
og óska eftir að fá MMS með
tilboðum send í símann.
FÓLK Fram undan er aðalvertíð ársins hjá
Múlalundi í möppuframleiðslu, en þar eru
framleiddar bókhaldsmöppur sem heita því
rammíslenska nafni EGLA. Ef ekki selst vel af
möppum í janúar má segja að árið sé ekki gott á
vinnustofunni. Með því að kaupa möppurnar er
verið að styrkja einstakling til betri framtíðar,
því þær skapa vinnu fyrir fatlað fólk. Múlalund-
ur var stofnaður árið 1959 og fagnar því hálfrar
aldar afmæli sínu í ár. Þar vinnur fólk sem hefur
einhvers konar fötlun, líkamlega eða andlega, en
þó ekki blindir og heyrnarlausir.
Glatt var á hjalla í Múlalundi þegar ljósmyndara
Fréttablaðsins bar að garði í gær. Tilefnið var
enda ærið, jólamatur var á boðstólum og allir í
hátíðarskapi. - kóp
Mikið að gera í möppuframleiðslu á vinnustofunni á Múlalundi:
Möppurnar seljast í janúar
GÓÐA VEISLU GJÖRA SKAL Jólamaturinn fór vel í starfsfólk
Múlalundar enda girnilegur á að líta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SAMGÖNGUR Ekki hefur enn verið
gengið frá því hvaða fyrirtæki eiga
að nota fyrirhugaða samgöngu-
miðstöð í Vatnsmýri. Á næstunni
verður rætt við flugfélög, veitinga-
menn og þá sem reka hópferðabíla
um þetta.
Þangað til er ekki hægt að segja
til um hvað miðstöðin verður stór.
Eitt af viðfangsefnum sam-
gönguyfirvalda er svo að finna út
úr því hvernig miðstöðin geti borg-
að sig á tuttugu til þrjátíu árum,
eins og væntanlegir lánveitendur
verkefnisins reikna með, ef flug-
rekstri verður úthýst úr Vatns-
mýri 2016, eins og Reykjavíkur-
borg gerir ráð fyrir.
Nú hefur verið horfið frá hug-
myndum, sem rætt var um í seinni
hluta nóvember, um að endur-
byggja gömlu flugstöðina.
Samgönguráðherra sagði á
Alþingi á mánudag að lán til fram-
kvæmda frá lífeyrissjóðunum yrði
til allt að 35 ára. Það yrði greitt
með leigutekjum og innritunar-
gjöldum farþega, tvö hundruð til
250 krónum á mann.
Samkvæmt aðalskipulagi
Reykjavíkur á önnur stóra flug-
brautin að hverfa árið 2016, en ein
verður eftir. Hjá Flugstoðum er
gengið út frá því að ekki sé hægt
að reka flugvöll í Vatnsmýri með
einni braut.
Ólafur Sveinsson, stjórnarfor-
maður Flugstoða og verkefnis-
stjóri samgöngumiðstöðvar, getur
ekki svarað því að svo stöddu
hvernig þetta viðskiptamódel, til
allt að 35 ára stenst, fyrst hætta á
með flugrekstur í Vatnsmýri 2016.
Hann vonast til að fá niðurstöðu í
málið innan fárra daga. Þá sé það
ekki hans að segja til um framtíð
Umferðarmiðstöðvar, BSÍ, spurður
hvort til standi að starfsemin þar
færist í fyrirhugaða miðstöð.
„Við eigum eftir að fara í gegn-
um allt þetta með þeim rekstrarað-
ilum sem myndu vera í samgöngu-
miðstöð,“ segir Ólafur.
Heyrst hafa hugmyndir um flug-
og samgöngumiðstöðvar í Vatns-
mýri frá 1.500 fermetrum og allt
upp í tíu þúsund fermetra.
Júlíus Vífill Ingvarsson, for-
maður skipulagsráðs, getur heldur
engu svarað um stærð miðstöðv-
arinnar, enda hafi samgöngu-
ráðuneytið ekki skilað formleg-
um tillögum um það. Hún verði
þó „verulega minni“ en áður var
áætlað.
Spurður hvort ráð sé gert fyrir
því að umferðarmiðstöðin víki,
segir Júlíus Vífill að boltinn sé hjá
ráðuneytinu: „Það er ráðuneytis-
ins að semja við þá aðila sem þurfa
að vera með í samgöngumiðstöð-
inni.“
klemens@frettabladid.is
Samgöngumiðstöð
enn í mestri óvissu
Samgöngumiðstöð í Vatnsmýri á að borga sig á tuttugu til 35 árum með inn-
ritunargjöldum farþega. En árið 2016 verður flugrekstri hætt þar, að öðru
óbreyttu. Óvíst hvaða fyrirtæki verða í miðstöðinni, og hversu stór hún verður.
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Fyrir mánaðamót ræddu samgönguráðherra og for-
maður skipulagsráðs um að reisa 1.500 fermetra flugstöð í Vatsnmýrinni. Nú er
aftur horfið til áforma um samgöngumiðstöð. MYND/LOFTMYNDIR
■ Samgönguyfirvöld ganga út frá því að ekki sé hægt að reka flugvöll í
Vatnsmýri með aðeins einni flugbraut.
■ Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur á aðeins ein flugbraut að vera eftir á
Reykjavíkurflugvelli 2016.
■ Viðskiptamódel samgöngumiðstöðvar gerir ráð fyrir að innritunargjöld og
leiga greiði aftur kostnað skattgreiðenda af miðstöðinni á tuttugu til 35
árum.
■ Ekki er víst hvort eða hvaða flugfélög og rútufyrirtæki verða með í sam-
göngumiðstöð. Fyrir mánaðamót ræddu ríki og borg um að byggja litla
flugstöð vegna þess að fyrirtækin höfðu lítinn áhuga á samgöngumiðstöð.
Í STUTTU MÁLI
DÓMSMÁL Tvítug kona hefur verið ákærð fyrir inn-
brot, þjófnaði og afhendingu fíkniefna í söluskyni.
Konan stal, í anddyri Fjölbrautaskólans í Garðabæ í
byrjun árs 2008, leðurstígvélum og tösku sem innihélt
muni að verðmæti á annað hundrað þúsund króna.
Síðar á árinu var hún tekin með kannabisefni og
amfetamín heima hjá sér, ætlað til sölu.
Þá er konan ákærð fyrir að hafa afhent tæplega
tvítugum manni rúmlega þrjú grömm af amfetam-
íni í söluskyni. Maðurinn afhenti efnin síðan öðrum
manni, einnig í söluskyni. Andvirði efnanna, tuttugu
þúsund krónur, hafði ekki fengist greitt.
Enn er konan, nú ásamt stúlku og pilti, báðum
undir tvítugu, ákærð fyrir innbrot og þjófnaði.
Þeim er gefið að sök að hafa í sameiningu brotist
inn í þrjú sumarhús í landi Ásatúns í Hrunamanna-
hreppi.
Þremenningarnir létu greipar sópa í öllum húsun-
um. Meðal annars var stolið úr þeim þremur sjón-
varpstækjum, mínútugrilli og örbylgjuofni. Einn-
ig matvinnsluvél, vöfflujárni og sængurfötum. Loks
stálu þremenningarnir frosinni matvöru og vodka-
flösku. - jss
HÉRAÐSDÓMUR SUÐURLANDS Fólkið var ákært fyrir Héraðs-
dómi Suðurlands.
Tvítug síbrotakona ákærð ásamt þremur öðrum:
Stal og vildi selja fíkniefni