Fréttablaðið - 14.12.2009, Síða 14

Fréttablaðið - 14.12.2009, Síða 14
14 14. desember 2009 MÁNUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Eignarhald fjölmiðla Í frumvarpi til nýrra laga um fjölmiðla eru ákvæði sem tryggja eiga gagnsæi eignarhalds fjölmiðla. Ná- kvæmt eignarhald margra helstu fjölmiðla landsins er hins vegar nokkurri þoku hulið. Spilar þar inn í að hremmingar efnahags- og viðskiptalífs hafa hrist upp í eignarhaldi og víða er leitað fjárfesta. Í frumvarpi til nýrra fjölmiðla- laga er kveðið á um að fjölmiðlar skrái sig hjá Fjölmiðlastofu. Meðal upplýsinga sem gefa þarf er eign- arhald miðilsins. Þá kemur fram að leggja megi allt að 200 þúsund króna dagsektir á þá sem van- rækja að afhenda upplýsingar. Hremmingar sem gengið hafa hér yfir í efnahagslífinu hafa breytt stöðu margra stórra fjárfesta og um leið hefur samdráttur gert rekstr- arumhverfi fjölmiðla erfitt. Þannig hefur verið skotið á að samdráttur tekna fjölmiðla af auglýsingum geti numið þriðjungi hjá sumum, eða jafnvel enn meiru hjá öðrum milli þessa árs og síðasta. Jón Ásgeir langstærstur Útefandi Fréttablaðsins, Vísis.is og eigandi Stöðvar tvö, Bylgjunn- ar og fleiri útvarpsstöðva er fjöl- miðlafyrirtækið 365 miðlar. Þar er Jón Ásgeir Jóhannesson lang- stærsti eigandinn. Helsta breyting- in sem orðið hefur á eignarhaldi félagsins síðustu misseri er að Fons, eignarhaldsfélag Pálma Har- aldssonar, hefur horfið úr hópi hlut- hafa. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri 365, segir að fyrirtækið hafi ekki gefið upp nákvæma skiptingu eignarhaldsins. „Það er kannski hjá okkur eins og hjá Árvakri og ein- hverjum öðrum einkamiðlum að við erum í því ferli að auka hlutafé og gerjun verið í hluthafahópn- um. Hluthafar hafa orðið gjald- þrota og einhver breyting orðið á hlutum,“ segir Ari, en telur þó að á fyrstu mán- uðum næsta árs komi myndin til með að skýrast hjá 365 miðlum. „En við höfum haft áhuga á því að fá nýja hluthafa að félaginu en það er hægara um að tala en í að komast eins og rekstrarskil- yrði og horfur hafa verið í geiran- um.“ Hvort og hvenær aðrir koma að rekstrinum og dreifðara eign- arhald verði raunhæft segir Ari að ráðist af því að hópurinn sem áhuga hafi á starfseminni stækki. Ari staðfestir þó að eftir gjald- þrot Fons hafi félag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar keypt hlut félagsins í 365 af þrotabúinu, „Kaupandinn var Rauðsól, en síðan hefur orðið samruni í félaginu, sem núna er 365 miðlar,“ segir hann og kveður hlutnum hafa verið miðlað áfram til annarra hluthafa. Jón Ásgeir segir Ari hins vegar vera í svip- aðri stöðu og þrír stærstu hlut- hafar Morgunblaðsins, með yfir helmingshlut í sinni eigu, eða í félögum honum nátengdum. Vitað um þrjá stærstu Óskar Magnús- son útgefandi Morgunblaðsins upplýsti nýver- ið í viðtali við Fréttablaðið að smávægilegar breytingar hefðu orðið á þeim hópi sem áður hafði komið fram að stæðu að blaðinu. Félagið sem á Árvakur, útgáfufé- lag blaðsins, heitir Þórsmörk, en eignarhald á því félagi segir Óskar að sé ekki enn að fullu frágengið. Stærstu hluthafarnir séu eftir sem áður hann sjálfur, Samherji, sem Þorsteinn Már Baldvinsson fer fyrir og svo Guðbjörg Matthías- dóttir, fjárfestir og eigandi Ísfé- lagsins í Vestmannaeyjum. Þau þrjú segir Óskar að fari með yfir helmingshlut í félaginu. Þá hefur bæst í hóp annarra aðstandenda Ásgeir Bolli Krist- insson, oft kenndur við verslun- ina Sautján. Meðal annarra hlut- hafa eru Páll H. Pálsson, forstjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grinda- vík, Gunnar B. Dungal, fyrrver- andi eigandi Pennans, og Þorgeir Baldursson, forstjóri Kvosar, eign- arhaldsfélags prentsmiðjunnar Odda. Ekki leika heldur á lausu upplýs- ingar um eignarhald á Viðskipta- blaðinu og hafa raunar verið uppi vangaveltur þar um allt frá því skömmu eftir hrun. Eigendaskipti urðu á blaðinu í nóvemberlok í fyrra. Heimildir blaðsins herma hins vegar að hjá Viðskiptablað- inu standi vonir til þess að innan tíðar komist mynd á eigendahóp- inn og verði þá greint frá samsetn- ingu hans. Standa eigi þannig að málum að fleiri smærri fjárfestar eigi blaðið. Reksturinn sé svo smár í sniðum að ekki sé þörf á þunga- vigtarbakhjörlum. Aukinheldur herma heimildir Fréttablaðsins að aðstandendur blaðsins vilji síður tengjast við- skiptamönnum eða félögum sem áberandi hafi verið í tengslum við hrun fjármálakerfisins hér. Þá ætli þeir sér að vera algjörlega óháð- ir öðrum fjölmiðlum. Einu tengsl Viðskiptablaðsins við Morgunblað- ið munu vera að Viðskiptablaðið er prentað hjá Landsprenti í Hádeg- ismóum. Myllusetur, útgáfufélag Viðskiptablaðsins, var áður skráð á Harald Johannessen, fyrrver- andi ritstjóra Viðskiptablaðsins. Áður en hann tók við því var það í eigu Exista. Þegar Haraldur réði sig til starfa á Morgunblaðinu seldi hann hlut sinn í Myllusetri. Fram- kvæmdastjóri útgáfufélagsins og forsvarsmaður nú er Pétur Árni Jónsson. Vefmiðlar að mestu opnir Línur taka heldur að skýrast þegar horft er til sjónvarpsstöðva ann- arra en Stöðvar tvö. Ríkisútvarpið er enda opinbert hlutafélag að fullu í eigu ríkisins. Og eignarhaldið á Skjánum, sem meðal annars rekur Skjá einn hefur legið fyrir um ára- bil. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Skjásins, segir að fjölmiðlafyrirtækið Skjárinn sé að fullu í eigu Skjámiðla hf., sem aftur séu að fullu í eigu Skipta hf. Skipti eiga auk Skjámiðla, Mílu, Símann, Já og fleiri fyrirtæki, og eru að fullu í eigu Exista. Sömuleiðis liggur nokkuð ljóst fyrir eign- arhald á vef- miðlunum vin- sælu Pressunni og Eyjunni. „Eignarhaldið á Vefpressunni hefur legið fyrir frá fyrsta degi og alltaf verið opið,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressun- ar.is, en útgáfufélagið Vefpressan er í eigu hans, Arnars Ægissonar og Salt Investments, fjárfestinga- félags Róberts Wessmans. Félag Róberts á fjórðung í Vefpressunni. Þá er Jón Garðar Hreiðarsson framkvæmdastjóri og aðaleigandi vefmiðilsins Eyjunnar og fer með um þrjá fjórðu eignarhluta félags- ins. Auk hans eru skráðir eigendur Birgir Erlendsson, Rúnar Hreins- son og Pétur Gunnarsson. Jón Garðar segir hins vegar að nákvæm skipting liggi ekki fyrir, enda hafi eignarhlutur í gegn um tíðina ekki einvörðungu ráðist af fjárframlagi heldur einnig vinnu- framlagi. „Við höfum lagt áherslu á að halda þessu í hópnum sem hefur búið þetta til, en höfum verið opnir fyrir að taka fleiri inn,“ segir Jón Garðar. SIGRÍÐUR MAR- GRÉT ODDSDÓTTIR STÆRSTU EIGENDUR MORGUNBLAÐSINS Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja, Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og Óskar Magn- ússon útgefandi eiga yfir helmingshlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins. FRÉTTABLÖÐ Eignarhald þriggja blaða er ekki að fullu frágengið og liggur því ekki fyrir hverjir eiga Viðskiptablaðið og þótt stærstu línur liggi fyrir hjá Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, hefur ekki verið gengið frá endanlegri skiptingu milli hluthafa og gætu enn bæst við nýir eigendur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Umbrot efnahagslífs gera mynd af eignarhaldi fjölmiðla óskýrari JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON ARI EDWALD ALÞINGISHÚSIÐ Stefnt var að því að leggja fram á haustþinginu frumvarp til nýrra fjölmiðla- laga. Líklegt má telja að lagasetningin tefjist þar til eftir áramót. Fagor þvottavél 1400 snúninga þeytivinda. 6 kg hleðsla. Tímaseinkun. Stillanleg vinda. 32 cm hurðarop. 89.900 Fagor þvottavél Reykjavík . Skútuvogi 1 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 Þeytivinda Jólatilboð Verð kr. 99.900 Birtíngur, útgáfufélag DV og fjölda tímarita, er nær alfarið í eigu Hreins Loftssonar lögmanns. Hann segist vissulega hafa verið tvístígandi við að láta verulega fjármuni í félagið á þessum viðsjárverðu tímum. „Hlutafélag sem heitir Hjálmur ehf. á 98 pró- sent hlutafjár í Birtíngi og hlutafélag sem heitir Austursel á 100 prósent hlutafjár í Hjálmi. Ég á svo Austursel að fullu, þannig að eignarhaldið er nokkuð skýrt,“ segir Hreinn. Eftir niðurfærslu hlutafjár fyrir um ári síðan kom félag Hreins með nýtt hlutafé inn í Hjálm. „Vorið 2008, ef ég man þetta rétt varð skipting á Baugi. Hjálmur var áður í eigu Baugs, en færðist yfir til Stoða Invest. Það félag lagði upp laupana og ég kom inn með með nýtt hlutafé.“ Hreinn segir hins vegar engu að leyna í að aðkoma hans að fjölmiðlarekstri sé sprottin úr Baugi og hlutafjár- þátttöku hans í kring um Baug og tengd fyrirtæki. „Ég hef í mörg ár átt mjög gott samstarf við Jón Ásgeir Jóhannes- son, Jóhannes Jónsson og fleiri og ekkert launungarmál er að ég hef átt margháttuð samskipti við aðra hluthafa í Baugi, stjórnarmenn og framkvæmdastjóra,“ segir Hreinn og kveðst hvergi skammast sín fyrir þau samskipti. Hann segir hlutina hafa æxlast þannig að hann sem áhugamað- ur um fjölmiðla og fyrrverandi blaðamaður hafi færst yfir í umsýslan tengdri útgáfumálum og verið í því allt frá árinu 2006. „Sjálfstæðisflokkur- inn vildi gera mig að útvarpsstjóra á sínum tíma, árið 1997,“ bendir hann á, til marks um hvernig hann hafi áður verið orðaður við fjölmiðla. Hreinn segist svo enn hafa aukið við hlutafé í félaginu á þessu ári. „Töluverða fjármuni á minn mælikvarða,“ segir hann og kveðst að auki hafa gengist í ábyrgðir gagnvart bönkum. Og þótt hann hafi verið tvístígandi við að leggja svo mikið undir kveðst Hreinn hafa talið mjög mikilvægt að leita bæði samkomulags við nýjan banka og birgja og koma með hlutafé til að halda starfseminni gangandi. „Það er ekki síst fyrir það að ég tel mjög mikilvægt að hér sé gefin út fjölbreytt tímaritaflóra og að DV haldi áfram að koma út. Og svo má ekki gleyma að þetta er yfir 100 manna vinnu- staður. Við höfum lagst á eitt um að halda þessu gangandi. Það hefur tekist og farið að ganga mun betur núna en í hruninu, eða skömmu þar eftir þegar allt hækkaði og allt varð mjög erfitt. En það hefur tekist að halda þessu á floti og yfir það versta, en staðan hefur stundum verið þröng. Auðvitað trúir maður því samt að markaðurinn nái sér á strik aftur. Þetta verður ábatasamt aftur.“ - óká BIRTÍNGUR ER NÆR ALVEG Í EIGU HREINS LOFTSSONAR HREINN LOFTSSON FRÉTTASKÝRING ÓLI KRISTJÁN ÁRMANNSSON oka@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.