Fréttablaðið - 14.12.2009, Qupperneq 32
BAKÞANKAR
Þórhildar
Elínar
Elínardóttur
24 14. desember 2009 MÁNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
HEIMURINN ÞARF
STÆRRI HETJUR!
FRÁ JERRY BRUCKHEIMER
10. HVER
VINNUR!
G-FORCE LENDIR
Í ELKO 15. DESEMBER
SENDU SMS SKEYTIÐ
EST VGF Á NÚMERIÐ 1900
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MYNDINA Á
DVD EÐA BLU-RAY!
FULLT AF AUKAVINNINGUM:
TÖLVULEIKIR, DVD MYNDIR,
GOS OG MARGT FLEIRAGOS O ARGT FLEIRA!
Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 199 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb.
Mmmm!
Kaldar tær?
Já, smá!
Nei, sko
farsími;
hversu margar
mínútur eru inni
á reikninginum.
Í hverjum mánuði ertu
með 600 mínútur á
dagtaxta, 5000 mínútur
á kvöld-og helgartaxta
og 750 sms.
Ef þú ferð yfir það, þá
verður þú að borga
það sjálfur af vasa-
peninginum
þínum, ok? Já, ok, en eitt
hérna?
Hvenær fæ ég
launahækkun?
Hannes fór úr öllum fötun-
um, málaði nærbuxurnar
sínar eins og hlébarðaskinn
og batt helling af sokkabux-
um við rólurnar og sveiflaði
sér af miklum móð
Mikið væri ég nú glaður ef
maður kæmi heim og spyrði
frétta og svarið væri: „Ekkert“
Hættu að kvarta
og byrjaðu að
leysa hnútana.
Martha vonaðist eftir róleg-
um degi við vatnið og hafði
í rauninni ekkert kvartað.
Brjánn hafði sagt henni að
hann ætti skútu.
Karlotta vinkona mín skrapp um dag-inn á námskeið í jólakonfektgerð. Þar
hitti hún gamla skólasystur úr menntó og
sú hafði einhvern tímann heyrt að Kar-
lotta ætti orðið hvað – þrjú börn, ekki satt?
Og búin að gifta sig, já, hvað heitir aftur
maðurinn þinn? Augnablik leið og Karlotta
opnaði munninn til að svara en ekkert svar
kom. Í staðinn fyrir nafnið á manninum
sem hún hefur búið með undanfarin tólf ár
kom bara svona vandræðalegt uhuuu … m.
Því nákvæmlega þessu smáatriði – nafninu
á ástkærum eiginmanni og barnsföður
– var alveg stolið úr höfðinu á henni.
Og komst ekki þangað aftur fyrr en
hún las það á póstkassanum heima.
Æjá, Friðrik, alveg rétt.
ÞESSI SANNA saga styður þá
skoðun að námskeið í jólakon-
fektgerð í desember geti valdið
tímabundnum heilaskaða. Nú
þegar allir tómstundaskólarnir
og grunnskólarnir og frístunda-
heimilin hafa bitið í sig að þeir
beri ábyrgð á samveru foreldra
og barna í desember, eru pósthólf-
in daglega sneisafull af skeytum
um föndurdaga, laufabrauðsgerð
og aðventustundir, að ógleymdum
öllum afraksturssýningunum. Ef
við getum ekki tekið sumarfríið á
aðventu til að vera með í öllum þess-
um gæðastundum, er um tvennt að velja:
Skrópa í vinnunni eða lenda í ruslflokki
foreldrahæfis. Námskeið að auki getur auð-
veldlega orðið kornið sem fyllir mælinn og
hreinsar allt út af harða diskinum.
HÚSFREYJUR Fyrri tíðar lögðu metn-
að sinn í stórfenglegar hreingerningar og
sjúklegan smákökubakstur, það var engin
alvöru húsmóðir nema vera eins og undin
tuska af píslarvætti á aðfangadag. Við
hlæjum bara að svoleiðis vitleysu nú þegar
allt á að vera stórkostlega notalegt og
áreynslulaust. Kveikt á kertum frá morgni
til kvölds, allir geri piparkökuhús með
börnunum, prjóni lopapeysur og föndri
jólagjafir úr gömlum herðatrjám.
ALLT HLJÓMAR þetta mjög vel. Eini gall-
inn er að hverja vökustund utan vinnu
erum við í skólanum að föndra með börn-
unum eða æðum á milli ballettsýninga og
jólaleikrita sem eru undantekningarlaust á
sama síðdeginu svo ekki sekúnda má fara
úrskeiðis. Í stað þess að vera afslöppuð og
yndisleg eins og við ætluðum svo sannar-
lega, þá skrensum við á milli staða á tveim-
ur hjólum með æðasláttinn í enninu, allt
til að þykjast vera svo áreynslulaus og
afslöppuð. Vera þessir ævintýraforeldrar
sem eru alltaf að syngja með börnunum,
mála piparkökur og föndra jólasveina úr
klósettrúllum.
Karlotta brennur yfir