Fréttablaðið - 15.12.2009, Blaðsíða 4
4 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Í grein um hljómsveitina The Esot-
eric Gender kom fram að Gabriel
Malenfant væri prófessor við Háskóla
Íslands. Hann er doktorsnemi í heim-
speki við Háskóla Íslands og hefur
stundað þar kennslu af og til.
LEIÐRÉTTING
FJÁRMÁL „Við þykjumst sjá dæmi
þess að forstöðumönnum stofnana
hafi verið hent út í djúpu laugina.
Ég held að þeir hafi ekki fengið
nægilega þjálfun til að umgangast
þennan málaflokk með sömu rögg-
semi, eða það má kalla það hörku,
og viðgekkst áður,“ segir Sveinn
Arason ríkisendurskoðandi.
Í nýútkominni skýrslu Ríkis-
endurskoðunar um endurskoðun
ríkisreiknings 2008 segir að rík-
isstofnanir virðist ekki hafa verið
nægjanlega vel undir það búnar að
taka sjálfstæðar ákvarðanir um
launamál starfsmanna sinna. Það
hafi verið gagnrýnt að ekki hafi
nægjanlega vel verið staðið að því
að færa launaákvarðanir úr mið-
stýrðu kerfi til einstakra stofnana
á sínum tíma.
Launamál ríkisstarfsmanna fóru
alfarið í gegnum Launaskrifstofu
ríkisins áður en ákveðið var að
færa ábyrgð á rekstri
hverrar stofnunar til stjórnenda
þeirra.
„Við erum að vitna í þetta og
hvort ástæða sé til að stíga eitt
skref til baka svo að menn séu ekki
jafn sjálfráðir og nú er hvað varðar
launaþáttinn. Þá er ég alls ekki að
segja að horfið verði til fyrra horfs.
Ábyrgðin yrði sem áður hjá for-
stöðumönnum stofnananna,“ segir
Sveinn. „Ég held engu síður að það
sé nauðsynlegt að þeir hafi aðhald
og fái aðstoð sem þekkja launamál-
in, og ekki síður samningamálin,
hvað best.“
Laun eru drjúgur hluti af rekstr-
arkostnaði hverrar ríkisstofnunar.
Ríkisendurskoðun hefur bent á að
þess vegna séu laun helsta matar-
holan þegar kemur að niðurskurði
í ríkisrekstri. Áætlaðar launa-
greiðslur ríkisins samkvæmt fjár-
lagafrumvarpi árið 2010 eru 119
milljarðar króna af 555 milljarða
heildarútgjöldum.
Eins og komið hefur fram eru
yfirkeyrslur ríkisstofnana fram
úr fjárveitingum töluverðar,
og hefur vand-
inn verið viðvarandi undanfarin
ár. Sveinn telur að frjálsræði for-
stöðumanna við launaákvarðanir
séu hluti af þeim vanda.
Ríkisendurskoðun hvetur í
skýrslu sinni til að launamálin,
sem svo mikla þýðingu hafa fyrir
útgjöld ríkisins, verði tekin til
endurmats með hliðsjón af þeirri
reynslu sem komin er á launamál
í meðförum einstakra ríkisstofn-
ana á undanförnum árum. Í heild
er niðurstaða skýrslunnar að mikið
ógagnsæi sé í launamálum ríkisins,
og kemur þar til fyrirkomulag á
yfirvinnu- og aukagreiðslum.
svavar@frettabladid.is
Þarf að endurskoða
launamál hjá ríkinu
Forstöðumenn ríkisstofnana voru ekki nægilega vel undirbúnir til að bera
ábyrgð á launamálum starfsmanna. Þetta skýrir að hluta yfirkeyrslur stofnana.
Mikið ógagnsæi er í launamálum ríkisins, segir Ríkisendurskoðun.
DÓMSMÁL Þrjár 17 ára stúlkur sem
gengu í skrokk á sextán ára stúlku
í Heiðmörk í apríl sleppa við refs-
ingu ef þær hegða sér sómasam-
lega næstu þrjú ár. Héraðsdóm-
ur Reykjaness kvað upp dóm þess
efnis í gær.
Stúlkurnar þrjár, ásamt fjórum
öðrum, fluttu fórnarlambið nauð-
ugt upp í Heiðmörk og gengu þar
í skrokk á því. Tvær þeirra kýldu
stúlkuna ítrekað í andlitið og ein
þeirra sló hana í hnakkann.
Í niðurstöðum dómsins segir að
litið sé til ungs aldurs stúlknanna
og hreins sakaferils þeirra. Þær
hafi sýnt iðrun og tekið sig á.
Eftir sem áður sé brotið alvarlegt.
Er ákvörðun um refsingu þeirra
frestað í þrjú ár.
„Við erum rosalega óánægð með
þennan dóm,“ segir Hrönn Óskars-
dóttir, systir fórnarlambsins. Fjöl-
skyldan hefði átt von á að gerend-
urnir myndu sleppa létt, en ekki
án refsingar. „Auðvitað vildum við
ekki að þær færu í mörg ár í fang-
elsi, en það vantar greinilega ein-
hver úrræði fyrir unga afbrota-
menn þannig að þeir finni fyrir því
að þeir hafi gert eitthvað af sér,“
segir Hrönn.
Hrönn segir að systir hennar sé
enn að takast á við andlegar afleið-
ingar árásarinnar. „Hún á langt í
land,“ segir Hrönn.
Hrönn segir jafnframt að fjöl-
skyldan stefni að því að fara í
einkamál gegn árásarstúlkunum
til að sækja skaðabætur. - sh
Systir fórnarlambs segir fjölskylduna ætla í einkamál til að sækja skaðabætur:
Heiðmerkurstúlkunum ekki refsað
ÆTLA Í EINKAMÁL Hrönn Óskarsdóttir
segir systur sína enn vera að takast á við
andlegar afleiðingar árásarinnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
9°
4°
1°
3°
2°
1°
-2°
2°
2°
23°
3°
14°
13°
29°
1°
1°
14°
-1°
Á MORGUN
Fremur hægur
vindur um allt land.
FIMMTUDAGUR
Víða 3-8 m/s,
stöku él N-til.
6
5
3
1
2
4
4
7
4
6
0
3
5
4
5
3
6
4
3
3
5
3
6
5 0
2
4 6
0 -1
0
4
HÆGUR VINDUR
Hæðasvæði liggur
yfi r landinu þannig
að næstu daga
verður hægur
vindur og úrkomu-
lítið. Þó má búast
við stöku éljum
norðanlands. Einng
kólnar smám sam-
an og næstu helgi
má búast við frosti
um allt land.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
EGYPTALAND, AP Ayman Al Zawa-
hri, sem enn er talinn vera næst-
æðsti leiðtogi hryðjuverkasam-
takanna Al Kaída, segir Barack
Obama Bandaríkjaforseta reyna
að slá ryki í augu araba með yfir-
lýsingum um að hann ætli að
reyna að koma friðarviðræðum
af stað fyrir botni Miðjarðarhafs.
Al Zawahri segir einnig að
samtökin muni ekki gleyma föng-
unum í Guantanamo á Kúbu, þar
á meðal fjórum föngum sem tald-
ir eru hafa skipulagt árásirnar á
Bandaríkin 11. september 2001.
Þetta kemur fram í nýju ávarpi
Al Zawahris, sem að þessu sinni
hafði engar hótanir í frammi. - gb
Næstæðsti maður Al Kaída:
Segir Obama
blekkja araba
FÉLAGSMÁL Ragna Árnadóttir,
dóms- og kirkjumálaráðherra,
sótti í gær fund sem boðað var til
af Lögreglufélagi Reykjavíkur.
Ráðherrann skiptist á skoðunum
við fundargesti um fyrirhugað-
ar breytingar á skipan lögreglu-
mála.
Í gær fékk Ragna einnig afhent
fyrsta eintakið af bókinni Nor-
ræn sakamál sem nú kemur
út í áttunda sinn. Þar eru að
þessu sinni frásagnir af þremur
íslenskum sakamálum - gar
Fyrirhugaðar breytingar:
Ráðherra hitti
lögreglumenn
STJÓRNMÁL „Þessi ár hafa verið
mér mikils virði og í raun ómet-
anleg,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, forseti borgarstjórn-
ar, í yfirlýsingu þar sem hann
kynnir þá ákvörðun að bjóða sig
ekki fram í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins vegna borgarstjórnar-
kosninganna næsta vor.
Vilhjálmur hefur verið borg-
arfulltrúi í 28 ár og var borgar-
stjóri 13. júní 2006 til 16. október
2007. „Að sjálfsögðu hafa skipst á
skin og skúrir í þessari vegferð.
Þannig eru ekki einungis stjórn-
málin, heldur lífsferlið allt. Í öll
þessi ár hef ég í störfum mínum
lagt mikla áherslu á að vera í
góðu sambandi við borgarbúa og
reynt að liðsinna þeim eins vel og
ég hef getað hverju sinni,“ segir
meðal annars í yfirlýsingu Vil-
hjálms. - gar
Borgarstjórnarkosningar í vor:
Vilhjálmur ekki
með í prófkjöri
VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Borgar-
fulltrúi í 28 ár og hættir næsta sumar.
STJÓRNMÁL Í breytingatillögum
meirihluta fjárlaganefndar við
fjárlög fyrir árið 2010 er lagt til
að selja Hegningarhúsið á Skóla-
vörðustíg 9. Þetta kemur fram á
visir.is.
„Auk þess að selja Hegning-
arhúsið er lagt til að fangelsið á
Kópavogsbraut verði einnig selt
og í staðinn verði hentugra hús-
næði á höfuðborgarsvæðinu leigt
eða keypt. Þá er lagt til að leigt
verði húsnæði til bráðabirgða
sem hýst geti gæsluvarðhalds-
fanga í nágrenni við fangelsið að
Litla-Hrauni,“ segir á visir.is. - gar
Vilja losa fé úr fangelsum:
Hegningarhús
á sölulistann
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR 9 Virðuleg 125
ára eign miðsvæðis í Reykjavík. Garður
fylgir.
GENGIÐ 14.12.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
236,9912
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,34 125,94
203,43 204,41
183,54 184,56
24,659 24,803
21,683 21,811
17,625 17,729
1,4151 1,4233
198,8 199,98
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR