Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 6
6 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Mæðgur hafa verið dæmdar til að greiða samtals 240 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ráðist á konu í verbúð í Þorlákshöfn. Þá voru þær dæmd- ar til að greiða fórnarlambinu 130 þúsund krónur í miskabætur. Konan sem mæðgurnar réðust á er systir þeirrar eldri. Erindi þeirra í verbúðina var að jafna sakir við konuna út af póstkorti, sem þær töldu hana hafa sent dótt- urinni í eineltisskyni og jafnframt til kunningjafólks í Póllandi. Hefði dóttirin fengið póstkort með mynd af hrossum og hefði tilgangurinn augljóslega verið sá að líkja henni við hross. Þegar mæðgurnar komu í verð- búðina upphófust hörð orðaskipti milli þeirra og systur þeirrar eldri. Orð eins og „barnamaskína“ „hóra“ og önnur álíka flugu á milli. Á endanum réðust mæðg urnar á konuna með barsmíðum og spörk- um í höfuð og líkama. Fórnarlamb árásarinnar fékk áverkavottorð hjá lækni, þar sem fram kom að hún hefði verið marin og bólgin eftir árásina. Mæðgurn- ar vildu lítið gera úr því fyrir dómi og sögðu konuna líklega hafa fengið áverkana við að kafa ofan í ruslagáma. Auk þess væri hún alltaf rauð í framan. - jss ÞORLÁKSHÖFN Árásin átti sér stað í verbúð í Þorlákshöfn. Mæðgur dæmdar til greiðslu sektar og miskabóta fyrir líkamsárás: Töldu dótturinni líkt við hross EFNAHAGSMÁL Ákveðnum áföngum þarf að ná áður en hægt verður að stíga næstu skref í afnámi gjald- eyrishafta, segir Mark Flanagan, yfirmaður sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Sjóðurinn kynnti í gær niðurstöður viðræðna við stjórnvöld og fleiri aðila síðustu tvær vikur vegna annarrar endurskoðunar efna- hagsáætlunar stjórnvalda og sjóðsins. Fyrstu skrefin í afnámi hafta hafa þegar verið tekin og mögu- lega segir Flanagan hægt að taka eitt eða tvö til viðbótar á næsta ári. „En þetta er nokkuð sem við skoðum við hverja endurskoð- un samkomulagsins og þetta mat er nokkuð flókið,“ segir hann og kveður tvær meginforsendur þess að hægt sé að afnema höft fullkomlega starfhæft og stöðugt fjármálakerfi sem lúti viðeigandi eftirliti. „Og þangað höfum við ekki enn alveg náð,“ segir hann og kveður vandlega fylgst með öðrum þáttum sem einnig þurfi að vera í lagi, svo sem fjármögnun ríkisins. „Þessa stundina er það metið sem svo að ekki verði hægt að gera breytingar á næstunni,“ segir Flanagan, en bætir um leið við að staðan sé í stöðugri endurskoðun. „Eins og við höfum löngum sagt er markmiðið þó að afnema höftin eins hratt og hægt er, en þó í samræmi við markmið um að við- halda stöðugleika krónunnar.“ - óká MARK FLANAGAN STÝRA FERÐINNI Seðlabanki Íslands heldur utan um gjaldeyr- ishöft og framkvæmd þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tæpast verður slakað á gjaldeyrishöftum í náinni framtíð að sögn AGS: Tímaáætlun liggur ekki fyrir SAMFÉLAGSMÁL Afar óeðlilegt er að leiguverð í nýjum þjónustuíbúðum fyrir aldraða sem velferðarsvið Reykjavíkurborgar úthlutar sé svo hátt að þeir tekjulægstu í hópi aldraðra hafi engan möguleika á að greiða húsaleiguna, segir Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar. Með þjónustugjaldi gætu leigj- endur í nýjum þjónustuíbúðum Eirar við Fróðengi þurft að greiða um 115 þúsund fyrir um 40 fer- metra íbúð, eða um 165 þúsund fyrir rúmlega 60 fermetra íbúð, samkvæmt upplýsingum frá vel- ferðarsviði borgarinnar. Íbúðirnar eru nýjar, og í fyrsta áfanga eru tvær 40 fermetra íbúð- ir og fimm 60 fermetra íbúðir sem velferðarsvið hefur til útleigu. Björk bendir á að eitt af þeim skilyrðum sem fólk þurfi að upp- fylla til að fá þjónustuíbúð eldri borgara á vegum borgarinnar sé að hafa að mati félagsráðgjafa ekki möguleika á því að kaupa eigið hús- næði eða búseturétt sem henti. „Það er ekki eðlilegt að við séum að greiða fólki laun og lífeyri sem dugir ekki fyrir leigu á svo litlum íbúðum,“ segir Björk. Eldri borgarar sem hafa ein- göngu tekjur frá Tryggingastofnun hafa um 155 þúsund krónur útborg- aðar á mánuði. Við það geta bæst 18 þúsund króna húsaleigubætur, samtals 173 þúsund krónur. Vildi eldri borgari með þær tekjur leigja 40 fermetra íbúð ætti hann um 53 þúsund krónur eftir á mánuði þegar leigan væri greidd. Þá er leiguverð á hvern fer- metra, með öllu inniföldu, umtals- vert hærra í þjónustuíbúðunum en á almennum markaði, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Jórunn Frímannsdóttir, for- maður velferðarráðs Reykjavík- urborgar, segir að borgin sé nú að fara yfir reglur um sérstakar húsa- leigubætur með það í huga að fólk sem leigir íbúðir sem þessar geti átt rétt á bótunum. Þær geta numið rúmlega 15 þúsund krónum á mán- uði að hámarki. „Ef það kemur í ljós að enginn hefur efni á að leigja þessar íbúð- ir verður að endurskoða úthlutun í íbúðirnar,“ segir Jórunn. Hún seg- ist sannfærð um að leigjendur fáist í íbúðirnar. Björk segir að þörf sé á nýjum hugsunarhætti í búsetumálum aldr- aðra. Það sé úrelt hugsun að aldr- aðir sem búi í húsnæði sem henti þurfi að flytja í sérstakar þjónustu- íbúðir til að fá þá þjónustu sem þeir þurfi. Jórunn bendir á að slík þjón- usta sé þegar til staðar, og sífellt verið að þróa hana. Einnig sé ljóst að eldri borgarar sæki það marg- ir fast að komast í sérstakar þjón- ustuíbúðir, og við því sé borgin að bregðast. brjann@frettabladid.is Segir þjónustuíbúðir aldraðra allt of dýrar Nýjar þjónustuíbúðir aldraðra sem Reykjavíkurborg leigir út eru svo dýrar að tekjulágir geta ekki leigt þær, segir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Borgin mun endurskoða sérstakar húsaleigubætur, segir formaður velferðarráðs. ÖRYGGISÍBÚÐIR Í öryggisíbúðum Eirar er hjúkrunarfræðingur á vakt allan sólarhring- inn og ýmiss konar öryggisbúnaður fyrir íbúa. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Leiguverð á fermetra í þjónustu- íbúðum og á almennum markaði: ■ 60 fermetra þjónustuíbúð vel- ferðarsviðs hjá Eir: 2.585 krónur. ■ 66 fermetra tveggja herbergja íbúð á almennum markaði: 1.826 krónur. ■ 40 fermetra þjónustuíbúð vel- ferðarsviðs hjá Eir: 2.750 krónur. ■ 37 fermetra stúdíóíbúð á almenn- um markaði: 2.481 króna. Heimild: Velferðarsvið og Neytendablaðið (apríl 2008)w FERMETRAVERÐIÐ HÆRRA S N E R T I N G „Við erum í sífellu að snerta hluti sem á vegi okkar verða. Manneskjan skilur eftir sig slóð af fingraförum í gegnum lífið. Við snertum fólk og það okkur. Snerting er notuð í lækninga- og líknarskyni. Við tökum upp hluti, réttum þá öðrum, búum til hluti, breytum hlutum. Immanuel Kant sagði að hendurnar væru hinn ytri heili mannsins.“ Hre inn Fr ið f innsson Sölut ímabi l 5. – 19. desember Söluaðilar: Epal - Skeifunni og Leifsstöð · Kokka - Laugavegi Kúnígúnd - Kringlunni · Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu Líf og list - Smáralind · Hafnarborg - Hafnarfirði Blóma - og gjafabúðin - Sauðárkróki Blómaturninn - Ísafirði · Norska húsið - Stykkishólmi Póley - Vestmannaeyjum · Valrós - Akureyri Markmiðið með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og rennur allur ágóði til starfs í þeirra þágu. Útgefandi er Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra EFNAHAGSMÁL Meðalatvinnuleysi hér á landi á þriðja ársfjórðungi var 7,1 prósent, 1,5 prósentustig- um undir meðaltali ríkja Efna- hags- og samvinnustofnunarinn- ar (OECD), sem var 8,6 prósent. Þetta kemur fram í nýjum tölum stofnunarinnar. Meðalatvinnuleysi er svo held- ur hærra á tímabilinu þegar horft er til ríkja ESB, eða 9,1 prósent og 9,6 prósent á evrusvæðinu. Í Bandaríkjunum stóð atvinnu- leysisstigið í 10,0 prósentum í nóv- ember, 0,2 prósentustigum lægra en í fyrra mánuði og 3,2 prósentu- stigum hærra en ári fyrr. - óká Atvinnuleysi innan OECD: Ísland undir meðaltölum Viltu að forseti Íslands synji Icesave-lögum staðfestingar? Já 69,1 Nei 30,9 SPURNING DAGSINS Í DAG Á ríkið að innheimta 400 millj- ónir í skatt til að fjármagna Samtök iðnaðarins? Segði þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.