Fréttablaðið - 15.12.2009, Síða 8

Fréttablaðið - 15.12.2009, Síða 8
8 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvar er loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin? 2. Hvaða erlendi stjórnmála- leiðtogi var laminn á fundi á sunnudaginn? 3. Hvar er nú kosið með raf- rænum hætti um Icesave? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 Brauðrist TT 61101 Tekur tvær venjulegar brauðsneiðar, 900 W. Jólaverð: 6.400 kr. stgr. Töfrasproti MSM 6B100 280 W. Hljóðlátur og þægilegur í notkun. Jólaverð: 4.100 kr. stgr. Ryksuga VS 01E1800 3 l poki, 1800 W. Jólaverð: 14.900 kr. stgr. Hárblásari PHD 1150 1200 W. Hægt að fella saman. Jólaverð: 4.290 kr. stgr. Brick borðlampar Nokkrir litir. Hæð 38 sm. Jólaverð: 5.500 kr. stgr. Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél WM 12A162DN Tekur 5 kg. 1200 sn./mín. Orkuflokkur A. Jólaverð: 109.900 kr. stgr. Uppþvottavél SE44E232SK Hvít, með fjórum kerfum. Jólaverð: 109.900 kr. stgr. 1 2 3 4 5 6 7 fyrir 1 2 4 6 7 A T A R N A 5 3 FÉLAGSMÁL „Það verður að finna aðrar leiðir til að spara en að skera niður framlög til áfengis- sjúklinga,“ segir Þórarinn Tyrf- ingsson, yfirlæknir SÁÁ, um boð- aðan 70 milljóna niðurskurð til samtakanna. „Enginn sparnað- ur er í að rústa áfengismeðferð, vandinn gufar ekki upp og það er ljóst að þeir sem eiga við vanda- mál að stríða munu lenda á bráða- deild og öðrum deildum spítalans, róstur munu aukast á heimilum og svo framvegis.“ Þórarinn segir framlög til SÁÁ hafa sætt það miklum niðurskurði á árinu að frekari niðurskurður muni skerða þjónustu veru- lega, færri muni komast í meðferð en fyrr. Tuttugu þúsund manns hafa r itað undir áskor- un til þing- manna um að skera ekki framlög ti l samtakanna. Að mati Þórarins sýnir fjöldinn mikinn stuðning þjóðarinnar við störf SÁÁ sem rekur sjúkrahúsið Vog auk göngu- deilda í Reykjavík og á Akur- eyri og áfangaheimili í Reykja- vík. Til að vekja athygli á málinu standa samtökin fyrir uppákomu á Austurvelli í dag klukkan fimm, Bubbi og Páll Óskar munu syngja og verður kveikt á kertum „sem þakklætisvott fyrir þau líf sem starfsemi SÁÁ hefur bjargað og bætt“, eins og segir á heimasíðu samtakanna. Landsmenn eru hvattir til að mæta og sýna samstöðu með bar- áttu samtakanna gegn áfengis- og fíkniefnavanda. - sbt Bubbi og Páll Óskar mótmæla niðurskurði til SÁÁ: Enginn sparnaður í niðurskurði ÞÓRARINN TYRFINGSSON SKATTAR „Við höfum tekið þá ákvörðun að bíða dóms í málinu,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðar- ráðherra um iðnaðarmálagjald, skatt sem lagður er á veltu iðn- fyrirtækja og miðlað um ríkis- sjóð til Samtaka iðnaðarins. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær mun Mannréttindadóm- stóll Evrópu í Strassborg fljótlega fella dóm um hvort innheimta gjaldsins brjóti gegn Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Það er félagsmaður í Meistarafélagi húsasmiða, sem höfðar málið. Katrín segir að „í sögulegu samhengi“ hafi umhverfið breyst en hún kjósi að tjá sig ekki nánar. Iðnaðarmálagjald er 0,08 prósent af veltu. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er áætlað að 420 millj- ónir króna innheimtist, sem er sama upphæð og þetta ár. -pg Iðnaðarmálagjald fyrir dómi: Ráðherra bíður dóms í málinu ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, hinn 73 ára forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið á sjúkrahúsi í Míl- anó frá því á sunnudag þegar maður réðst á hann á stjórn- málafundi. Árásarmaðurinn, Massimo Tartaglia, sló forsætisráðherr- ann með lítilli styttu, með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði auk þess sem tvær tennur brotn- uðu. Tartaglia er 42 ára og sagð- ur vera í andlegu ójafnvægi. Hann var samstundis handtek- inn. Berlusconi er afar umdeildur á Ítalíu, bæði vegna stjórnmála- skoðana sinna, ríkidæmis og framferðis, sem stundum hefur þótt fara út fyrir mörk velsæm- is. Samúðarkveðjur og stuðnings- yfirlýsingar hrönnuðust inn á Facebook-síðum og víðar á net- inu, en einnig lýstu fjölmargir Ítalir yfir ánægju með framtak árásarmannsins. Berlusconi þurfti ekki að und- irgangast aðgerð, en fékk bæði sýklalyf og verkjalyf. Hann var þreyttur og þjáður eftir árásina og læknar ráðleggja honum að fara sér hægt fyrstu dagana. Árásin vakti spurningar um hvort öryggis Berlusconis sé nægilega vel gætt. Roberto Maroni innanrík- isráðherra segir að venjulega gæti þrjátíu leyniþjónustumenn öryggis forsætisráðherrans, en Berlusconi reyni að komast í nálægð við stuðningsfólk sitt hvenær sem færi gefst. - gb Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag: Þreyttur og þjáður eftir líkamsárás SILVIO BERLUSCONI Venjulega gæta þrjátíu leyniþjónustumenn öryggis Berlusconis. NORDICPHOTOS/AFP SAMGÖNGUMÁL Evrópusamband- ið áformar að framlengja bann við að taka vökva í handfarangri í flug fram í apríl 2013. Verði bann- ið ekki framlengt mun það renna út í apríl næstkomandi. Í tilkynningu frá samgöngu- ráðuneytinu kemur fram að seink- un hafi orðið á þróun tækjabúnað- ar sem gera átti bannið óþarft. Flugfarþegar geta því enn um skeið reiknað með því að þurfa að vera með vökva í 100 millilítra umbúðum eða minni ætli þeir að taka hann með sér í handfarangri, þótt einhverjir flugvellir fái und- anþágu þegar nýi búnaðurinn hefur verið settur upp. - bj Seinkun á öryggisbúnaði: Vökvabann í flugi framlengt VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.