Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 14
DÓMSTÓLAR Fyrsta dómsmálið þar
sem reynir á gildi neyðarlaganna
sem sett voru við fall bankakerf-
isins í fyrrahaust var tekið fyrir
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Lögð voru fram gögn og fundinn
dagur um miðjan febrúar næst-
komandi fyrir málflutning vegna
kröfu ríkisins um að málinu verði
vísað frá dómi.
Í málinu stefnir DekaBank
Deutsche Girozentrale íslenska
ríkinu. Ragnar Aðalsteinsson, lög-
maður DekaBank, segir að enn sé
málið það eina þar sem tekist er
á um gildi neyðarlaganna. Með
þeim var bönkunum meðal annars
skipt upp í nýja og gamla. Málið er
þó ekki rekið sem einhvers konar
prófmál og segir Ragnar að ekki
myndi koma honum á óvart þótt
fleiri mál yrðu höfðuð á hendur
ríkinu vegna neyðarlaganna.
Málsskjöl eru 33 talsins, en
bæði Ragnar og Skarphéðinn Þór-
isson, lögmaður ríkisins, áskilja
sér rétt til frekari gagnaöflunar.
Meðal gagna sem Ragnar á
eftir að afla eru bréfaskrift-
ir sem sanna að DekaBank hafi
óskað eftir upplýsingum eftir fall
bankanna, en það sagði hann fyrir
dómi að hefði verið vefengt af
hálfu ríkisins. „Þá er ágreining-
ur um tilraun ríkisvaldsins til að
kaupa 75 prósent í Glitni og örfá
önnur atriði,“ sagði hann.
Skarphéðinn sagði að einnig
væri beðið endanlegs álits ESA,
eftirlitsstofnunar EFTA, varð-
andi setningu neyðarlaganna, en
það yrði lagt fyrir dóminn með
öðrum skjölum.
Ragnar lagði fyrir dóminn að
þessu sinni útdrátt úr skýrslu sem
skilanefnd Glitnis sendi um miðj-
an október síðastliðinn öllum sem
hagsmuna áttu að gæta í gamla-
bankanum, en í honum er farið
yfir efnahagsstöðu gamla og
nýja bankans. Þá lagði hann fram
upplýsingar um fjárhagsstöðu
Íslandsbanka um síðustu áramót
og efnhagshreyfingar frá miðjum
október 2008 til áramóta.
Neyðarlögin voru samþykkt
á Alþingi 6. október 2008 með
50 atkvæðum. Þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, Samfylkingar og
Framsóknarflokks samþykktu
lögin. Þingmenn Vinstri grænna
og Frjálslyndra sátu hjá. Lögin
færðu Fjármálaeftirliti valdheim-
ildir til að taka yfir og skipta upp
fjármálafyrirtækjum, en stjórn-
arandstæðingar vöruðu við því í
umræðum um lögin að með svo
víðtækum heimildum reyndi á
þanþol stjórnarskrárinnar.
olikr@frettabladid.is
Í HÉRAÐSDÓMI REYKJAVÍKUR Einar Karl Hallvarðsson hjá ríkislögmanni og Ragnar
Aðalsteinsson, lögmaður DekaBank, ræða málin áður en kom að fyrirtöku í máli
umbjóðanda Ragnars á hendur íslenska ríkinu í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Takast á um
frávísun eftir
gagnaöflun
Þýskur banki stefnir íslenska ríkinu vegna setningar
neyðarlaganna í október. Fjármálaeftirlitið fékk þá
heimildir til að skipta upp bönkum í greiðsluvanda.
Málið er það fyrsta sinnar tegundar. Lögmaður
bankans á eins von á fleirum.
SAMA VERÐ
fyrir alla jólapakka
hvert á land sem er
Hámarksþyngd 30 kg eða 0,1 m3
Við erum sérfræðingar
í matvælaflutningum
Upplýsingar um afgreiðslustaði og opnunartíma
er að finna á landflutningar.is
790 kr.
MENNING Nýtt frumkvöðlaset-
ur var opnað í aflagðri rafveitu-
byggingu í Elliðaárdal í gær.
Setrið er nefnt eftir húsinu sjálfu
sem heitið hefur Toppstöðin. Að
því er kemur fram í tilkynningu
verður í setrinu orkuver hugvits
og verkþekkingar rekið af félaga-
samtökunum Toppstöðinni og hafi
að markmiði að styðja við nýsköp-
un á sviði framleiðslu og hönnun-
ar og auka tengsl milli hönnunar-
greina og iðngreina. „Toppstöðin
mun á komandi mánuðum byggja
upp öflugt starf með fjölbeyttri
dagskrá, fyrirlestrum, vinnustof-
um, námskeiðum og þróunarverk-
efnum,“ segir í kynningu. - gar
Nýtt frumkvöðlasetur opnað:
Orkuver ræst
í Elliðaárdalnum
Í TOPPSTÖÐINNI Hanna Birna Kristjáns-
dóttir opnaði nýja frumkvöðlasetrið.