Fréttablaðið - 15.12.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 15.12.2009, Síða 22
22 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Nýr rektor Háskólans í Reykjavík FRÉTTAVIÐTAL SIGRÍÐUR BJÖRG TÓMASDÓTTIR sigridur@frettabladid.is Fimmtánda loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Kaupmannahöfn í gær. Fulltrúar 192 ríkja sitja þar næstu tvær vikurnar til þess að ráða fram úr þeim vanda, sem losun gróðurhúsalofttegunda skapar. ■ Hvaða ráðstefna er þetta? Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan 1995, en tvisvar þó árið 2001. Mikilvægust þeirra er sú sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997, þegar samkomulag tókst um að 37 iðnríki myndu draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þátttakendur á þessum ráðstefnum eru fulltrúar allra aðildarríkja rammaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar, sem haldin var í Ríó de Janeiro árið 1992. Alls undirrituðu 154 ríki samkomulagið sem tókst á þeirri ráðstefnu, en bæst hefur í hópinn síðan og aðildarríkin eru nú orðin 192. ■ Hvers má vænta? Litlar líkur þykja til þess að bindandi samkomulag verði gert en vaxandi líkur eru á því að pólitískt samkomulag verði gert, sem útfært verði betur á næsta ári og þá hugsanlega sem bindandi alþjóðasamningur. Reiknað er með að auðugri iðnríki taki á sig að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2012 til 2020, en fátækari þróunarríki láti sér nægja að hægja á aukningu losunar og takmarki jafnframt notkun jarðefnaeldsneytis. ■ Hvaða áhrif hefði samkomulag? Sérfræðingar telja að þau markmið sem boðuð hafa verið nægi engan veginn til þess að koma í veg fyrir að hitastig á jörðu hækki hættulega mikið. Hættumörkin eru talin vera 2° hækkun á Celsiuskvarða frá því sem var áður en iðnbylting hófst. Hitastigið hefur nú þegar hækkað um 0,7° síðan þá. Til þess að ná því marki, að hitinn hækki ekki meira en 2°, þarf losun gróðurhúsalofttegunda að ná hámarki og byrja að minnka á næstu 15 til 20 árum. FBL-GREINING: FIMMTÁNDA LOFTSLAGSRÁÐSTEFNA SÞ Fundur veikra vona Ari Kristinn Jónsson, deildarforseti tölvunar- fræðideildar HR, tekur við embætti rektors háskólans í janúar. Hann segir há- skóla gegna lykilhlutverki í samfélaginu, með rann- sóknum og sprotastarf- semi. Ari Kristinn kom til starfa í Háskólanum í Reykjavík, HR, fyrir tæpum þremur árum. Þá hafði hann unnið fyrir geimferða- stofnun Bandaríkjanna, NASA, í um tíu ár en yfirgaf spennandi starf þar er honum bauðst starf forseta tölvunarfræðideildar HR. „Ég hafði kennt námskeið á mínu sérsviði, gervigreind, í HR og fannst mjög áhugavert hvað verið var að gera í skólanum,“ segir Ari Kristinn, sem segir þó ekki hafa verið á dagskrá að flytja heim en þegar staðan bauðst hafi hann og bandarísk eiginkona hans ákveðið að slá til og flytja til Íslands. „Síðan þá hefur tíminn algjör- lega flogið, hér hefur verið mjög gaman að vera þó að ýmislegt hafi dunið á í þjóðfélaginu. Háskól- inn hefur eflst, rannsóknir hafa styrkst mjög mikið og það er óhætt að segja að við séum leið- andi í rannsóknum á mörgum sviðum innan þeirra fræða sem við kennum hér. Ætlum ekki að breiða úr okkur Háskólinn í Reykjavík er sér- hæfður háskóli í honum eru við- skiptadeild, tölvunarfræðideild, tækni og verkfræðideild, laga- deild, kennslufræði- og lýðheilsu- deild. Að sögn Ara Kristins stend- ur ekki til að taka upp kennslu í fleiri greinum. „Við viljum alls ekki breiða úr okkur, heldur sinna okkar starfi enn betur. Starfið sem unnið er hér í HR er mjög dýrmætt fyrir samfélagið, við menntum tvo þriðju af tæknimenntuðu fólki og helminginn af viðskiptafræðing- um landsins. Það sem við erum að gera hér er hluti af driffjöðr- inni sem heldur atvinnulífinu gangandi. Við höfum líka skipað okkur sess sem rannsóknarhá- skóli. Þannig held ég að við í HR höfum mikið hlutverk í samfélag- inu, fyrir utan að ég er þeirrar skoðunar að það sé nauðsynlegt að hafa fjölbreytileika i háskóla- námi, það sé bara til bóta fyrir kennslu og rannsóknir.“ Hvert er þitt viðhorf til sam- einingar háskóla, telur þú að eigi að sameina háskólana á Íslandi frekar? „Það sem þarf að gera er að skilgreina hvort háskólarnir hafi hlutverki að gegna í samfélag- inu og hvaða hlutverki samfé- lagið kalli eftir. Út frá því og út frá gæðamati á skólunum á að ákvarða framhaldið. Þessi mál eru á borði menntamálaráðuneyt- isins, það hafa verið haldin mál- þing og ég hef verið ánægður með að sjá hvernig unnið er að þess- um málum,“ segir Ari Kristinn. „Svo lengi sem fagleg sjónarmið eru höfð að leiðarljósi og þörfum samfélagsins er uppfyllt þá finnst mér fjöldinn ekki vera aðalat- riði. Hins vegar á ekki að sam- eina bara til að sameina. Þegar verið er að tala um sameiningar þá er það oft rætt í ljósi sparnað- ar en það liggur hins vegar ekki fyrir að sameiningar spari pen- inga, þær kosta peninga,“ segir Ari Kristinn og bendir á að sam- eining háskóla dragi líka úr val- möguleikum nemenda og minnki valmöguleika íslenskra vísinda- manna. Háskólinn í Reykjavík hefur verið í miklum tengslum við atvinnulífið, hversu mikil áhrif hafði hrun efnahagslífsins á skól- ann? „Mestu áhrifin urðu í þeim niðurskurði sem hefur orðið til háskólanna, fjármagn til kennslu og rannsókna hefur verið skorið niður. Einnig hefur nemendum fjölgað án þess að starfsfólki hafi verið fjölgað, þvert á móti höfum við íhugað vandlega í hvert sinni sem einhver hefur hætt hvort við þurfum að ráða fólk í staðinn. Þar fyrir utan tók starfsfólk á sig sex prósenta launaskerðingu snemma á þessu ári. Framlag atvinnulífs- ins hefur auðvitað minnkað, hjá okkur eins og öðrum háskólum.“ Minnkuðu nýbygginguna Þrátt fyrir efnahagsaðstæður er skólinn að fara að stækka við sig en kennsla hefst í nýju hús- næði í byrjun næsta árs. „Það verður mjög mikill munur að vera á einum stað í stað þriggja eins og nú,“ segir Ari Kristinn sem fagn- ar tækifæri til aukinnar þverfag- legrar samvinnu í nýju húsnæði sem, þó að það sé minna en stóð til upphaflega, gefur háskólanum tækifæri til að taka við fleiri nem- endum. „Við fækkuðum álmum í háskólanum um eina en bygg- ingin var þannig hönnuð að það var ekki mikið mál. Þó höfum við tækifæri til að taka á móti fleiri nemendum, sem eru rétt um þrjú þúsund ídag.“ Hvernig sérðu framtíð Háskól- ans í Reykjavík fyrir þér? „Ég sé fyrir mér að við höld- um áfram á þeirri braut sem við erum á núna. Við þurfum að efl- ast sem rannsóknarskóli og sam- hliða því standa stöðugan vörð um gæði kennslunnar. Háskólar eiga að gegna lykilhlutverki og eru mjög mikilvægir fyrir atvinnulíf og samfélag, bæði þegar kemur að rannsóknum og nýsköpun. Ég sé ekki fyrir mér að við munum fjölga starfsmönnum á næst- unni, en held að nemendur verði fleiri. Svo verðum við bara að sjá til hvað gerist varðandi skipulag háskólanna hér á landi. Svo lengi sem gæði og skynsemi ráða för í þeirri vinnu en ekki tilfinningar þá held ég að niðurstaðan verði góð. Græðum ekki endilega á sameiningu háskólanna ARI KRISTINN JÓNSSON Starfið sem unnið er í Háskólanum í Reykjavík er mjög dýrmætt fyrir samfélagið, segir væntanlegur rektor. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Nýr rektor Háskólans í Reykjavík, Ari Kristinn Jónsson, er fæddur árið 1968. Hann lauk menntaskólanámi árið 1987 og hafði fjórum árum síðar lokið BS-gráðu í stærðfræði og tölvunarfræði. Hann hélt svo utan til náms í Stanford-háskóla í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi þaðan árið 1997. Að loknu doktorsprófi hóf hann störf hjá NASA, geimferðastofnun Bandaríkj- anna, og starfaði þar í áratug sem vísindamaður og stjórnandi. Hann leiddi ýmsar rannsóknir stofnunarinn- ar á sviðum gervigreindar og sjálfvirkni, þar á meðal stærsta þróunarverkefni NASA á þessum sviðum. Hann stýrði þróunarteymi fyrir hugbúnað sem notaður hefur verið til að stjórna daglegum aðgerðum Mars-jepp- anna Spirit og Opportunity, og síðar stýrði hann þróun á tækni sem aðstoðar við stjórn á sólarrafhlöðum alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Hann hefur gegnt stöðu forseta tölvunarfræðideildar HR í tæp þrjú ár ár. Ari Kristinn hefur hefur hlotið margvíslegar viðurkenn- ingar á ferli sínum. Fyrir störf sín hjá NASA hlaut hann ýmis verðlaun, þar á meðal hin virtu „NASA Admin- istrators’s Award“ árið 2004, auk þess að fá „Space Act Award“ tvisvar. Árið 2007 hlaut hann Hvatningarverð- laun Vísinda- og tækniráðs, en þau eru árlega veitt vísindamanni sem þykir snemma á starfsævinni gefa fyrirheit um árangur í vísindum og rannsóknum og eru þau ein virtasta viðurkenning sem veitt er í íslensku vísindasamfélagi. VANN FYRIR GEIMFERÐASTOFNUN BANDARÍKJANNAFagor þvottavél 1400 snúninga þeytivinda. 6 kg hleðsla. Tímaseinkun. Stillanleg vinda. 32 cm hurðarop. 89.900 Fagor þvottavél Reykjavík . Skútuvogi 1 . Sími 562 4011 Akureyri . Draupnisgata 2 . Sími 460 0800 Reyðarfjörður . Nesbraut 9 . Sími 470 2020 Reykjanesbær . Hafnargata 52 . Sími 420 7200 Þeytivinda Jólatilboð Verð kr. 99.900

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.