Fréttablaðið - 15.12.2009, Page 26
26 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
UMRÆÐA
Jón Sigurðsson skrifar
um Icesave
Leiðarahöfundar svara
ekki athugasemdum enda
gæti slíkt orðið umfangs-
mikið. Sl. laugardag 12.
þ.m. birta þrír áhuga-
menn „alvarlegar athuga-
semdir“ um leiðara sem birtist í
Fréttablaðinu 8. þ.m.
Í leiðaranum er fullyrt að
málþóf á Alþingi um Icesave sé
skaðlegt. Sagt er að Íslendingar
geti valið um tvo kosti, að sam-
þykkja frumvarp ríkisstjórn-
arinnar eða hafna því. Því er
haldið fram að báðir
kostirnir séu herfileg-
ir, en síðari kosturinn
þó verri. Í leiðaranum
er ekki vikið að öðrum
valkostum. Ástæða
þess er sú að þannig
liggur málið fyrir
Alþingi. Þessi framsetn-
ing á ekkert skylt við
„hræðslu við að standa
vörð um hagsmuni þjóðarinnar“
eins og þremenningarnir orða
það. Ásakanir um þjóðsvik leiða
ekki til árangurs. Það er þrák-
elkni að þykjast sjá fleiri úrkosti
eins og málum er háttað.
Þremenningarnir telja að
Íslendingar eigi að bera skulda-
stöðu sína saman við aðrar þjóð-
ir með „litla eigin gjaldmiðla“.
En slíkt væri að bera saman epli
og appelsínur ef ekki er við sams
konar vanda að etja. Þeir vilja
heldur ekki meta skuldastöðu án
fjármálafyrirtækja í slitameð-
ferð og ekki heldur sérgreinda
skuldastöðu ríkissjóðs, hvað þá
hreinar skuldir. Þessi neitun
þeirra er ekki skynsamleg.
Þeir nefna hættu á „öðru
eignafalli“ hér á landi. Rétt er
að hætta er á öðru eignafalli
bæði hérlendis og víðar, en af
öðrum aðalástæðum en þre-
menningarnir telja. Sumir álíta
að Vesturlönd séu að ganga inn
í Kondratieff-haglægð sem gæti
haldist um árabil. Þeir vísa til
þekktra hagfræðinga. Allir hafa
séð og heyrt að margir kunnir
hagfræðingar fjalla um almenn
efnahagsmál eins og annað fólk,
bara af talsvert minni varúð.
Fáar stéttir hafa orðið fyrir slík-
um álitshnekki við og eftir hrun-
ið sem hagfræðingar.
Þremenningarnir telja ofmælt
að Íslendingar verði að finna
nýja útflutningsmarkaði ef þeir
hafna Icesave-samningnum. En
í leiðaranum er gert ráð fyrir að
þessi vandi snerti bæði útflutn-
ing og innflutning þjóðarinnar.
Þeir virðast hafa skipt um skoð-
un á þeim lögum sem Alþingi
samþykkti síðsumars um Icesa-
ve-samninginn. Þeim líst betur á
þessi lög nú en þá. Hitt er verra
að þeir segja: „Hægur vandi er
að sannfæra Breta og Hollend-
inga um þessar staðreyndir … Sé
málstaður okkar þannig kynntur
af röggsemi …“ Því miður virð-
ist þetta ástæðulaus bjartsýni.
Þremenningarnir virðast vilja
að málinu verði vísað til þjóðar-
atkvæðis. Leiðarahöfundur er
fylgismaður beins lýðræðis og
skrifaði leiðara um það í Frétta-
blaðið sl. haust. En það er vont
að kollvarpa afgreiðslu máls í
miðjum klíðum.
Höfundur er fyrrverandi ráðherra
og skrifar leiðara í Fréttablaðið.
Málefnalegar athugasemdir
JÓN SIGURÐSSON
UMRÆÐAN
Ágúst Guðmundsson skrifar
um Lottó
Um daginn benti ég á fjár-mögnunarleið fyrir listirn-
ar í landinu, en hún felst í því
að láta hluta lottóarðsins ganga
til menningarmála. Í Finnlandi
var í fyrra farið í sérstakt menn-
ingarátak sem byggðist einkum
á auknu fjármagni frá lottóinu
þar í landi; engin grein fékk þar
meira í sinn hlut en kvikmynda-
gerðin. Finnski menntamálaráð-
herrann sagði drjúgur í viðtali
að kvikmyndafólkið hefði beðið
um hækkun upp á 1,2 milljónir
evra, en fengið 1,7. Svipuð stefnu-
breyting var gerð í Noregi fyrir
fimm árum, enda hefur árangur
norskra kvikmynda verið í sam-
ræmi við það.
Höfundur er forseti Bandalags
íslenskra listamanna.
Meira um Lottó
UMRÆÐAN
Falasteen Abu Libdeh, Felix
Bergsson og Jóhann Björns-
son
Á hverju ári vekur fjöldi for-eldra barna í leik- og grunn-
skólum borgarinnar athygli á
þeim vanda sem þeir standa
frammi fyrir þegar skólaheim-
sóknir í kirkjur eiga sér stað.
Eðlilega tilheyra ekki allir sama
trúfélagi og sem betur fer eru lífs-
skoðanir fólks mismunandi.
Í nóvember sl. sendi mannrétt-
indastjóri Reykjavíkur bréf til
stjórnenda leik- og grunnskóla þar
sem bent var á mikilvægi þess að
virða margbreytileika mannlífs-
ins og minnt var m.a. á að í aðal-
námskrá grunnskóla kemur fram
að „Skólinn er fræðslustofnun
en ekki trúboðsstofnun …“. Einn-
ig var vakin athygli á niðurstöðu
starfshóps um samstarf kirkju og
skóla frá árinu 2007, en þar kemur
fram að „í leik og grunnskóla skal
börnunum ekki mismunað vegna
trúar eða lífsskoðunar þeirra
eða foreldra þeirra. Forðast skal
aðstæður þar sem börn eru tekin
út úr hópum eða skylduð til að
taka þátt í atburðum sem ekki
samræmast trúar- eða lífsskoð-
unum þeirra.“
Mannréttindaráð hefur lagt
mikla áherslu á að fólk búi saman
í borginni og umgangist hvert
annað burtséð frá uppruna og
þjóðerni, burtséð frá kynhneigð
og burtséð frá fötlun. Ætla mætti
að ráðið væri líka á þeirri skoðun
að ekki væru reistir aðskilnaðar-
múrar fólks ólíkra trúarbragða og
lífsskoðana í stofnunum borgar-
innar, en svo er ekki um alla full-
trúa mannréttindaráðs.
Nýverið sá formaður Mann-
réttindaráðs Reykjavíkur ástæðu
til að senda leiðréttingarbréf til
stjórnenda leik- og grunnskóla
þar sem lögð er áhersla á að
skólastarf í borginni skuli vera
með þeim hætti að börnin skuli
aðgreind eftir trúar- eða lífsskoð-
unum. Í bréfi sínu segir formaður-
inn m.a.: „Ætlunin var alls ekki að
gera athugasemdir við hefðbundið
kirkjustarf skólabarna heldur að
benda á mikilvægi þess að þeim
sem hafa aðrar lífs-eða trúarskoð-
anir standi annað til boða á meðan
á kirkjustarfinu stendur.“
Á meðan við sem aðhyllumst
fjölmenningarlegt samfélag
erum að leitast við að samþætta
alla hópa samfélagsins í eina heild
þá er formaður mannréttinda-
ráðs að leggja áherslu á aðskiln-
að barna eftir trúar- og lífsskoð-
unum. Aðskilnaður mismunandi
hópa samfélagsins kann aldrei
góðri lukku að stýra. Við eigum
að sameina íbúana hvernig sem
þeir eru og skólarnir eiga að fara
þar fremstir í flokki. Það er vafa-
samt þegar skólar kjósa að haga
starfsemi sinni með þeim hætti
að aðstæður skapist þar sem börn
eru tekin út úr hópum eða skyld-
uð til að taka þátt í atburðum sem
ekki samræm-
ast trúar- eða
lífsskoðunum
þeirra. Með því
að bjóða upp
á „hefðbund-
ið kirkjustarf
skólabarna“ í
skólum er verið
að þvinga börn
og foreld ra
þeirra til að
velja á milli þess að standa við
sína lífsskoðun annars vegar eða
falla inn í hópinn hins vegar. Fjöl-
mörg dæmi eru um það að foreldr-
ar eða börn ákveði að taka þátt í
trúarstarfi í þeim eina tilgangi að
vera ekki stimpluð öðruvísi.
Í nýjum bæklingi frá Mann-
réttindaskrifstofu Reykjavíkur er
tekið dæmi um mismunun vegna
trúarskoðana. Þar segir:
„Foreldrar Bergþóru, sem
standa utan trúfélaga, vilja ekki
að hún læri kristin fræði eða fari
í kirkju á skólatíma. Bergþóru er
boðið að sitja á bókasafninu, án
þess að fá kennslu, á meðan krist-
indómsfræðslan stendur yfir. For-
eldrarnir vilja hins vegar að hún
sitji við sama borð og hin börnin
og njóti fræðslu á meðan.“
Grundvallarmisskilnings gætir
í þessu dæmi. Almennt eru for-
eldrar ekki bara ósáttir við að
börn þeirra séu látin hanga á
bókasafni á meðan trúarathafn-
ir fara fram. Foreldrar eru fyrst
og fremst ósáttir við að starfsemi
opinberra skóla sé þannig hátt-
að að þeir neyðist til að láta taka
börn sín út úr venjulegu skóla-
starfi, frá samnemendum sínum
og félögum.
Mannréttindadómstóll Evrópu
kvað upp dóm árið 2007 í máli
norskra foreldra sem höfðað höfðu
mál vegna starfsemi trúfélags í
skólum. Í dómnum segir að brotið
hafi verið gegn Mannréttindasátt-
mála Evrópu þar sem skólar héldu
uppi trúarlegri starfsemi sem m.a
fól í sér kirkjuferðir.
Spyrja má í framhaldi af þess-
um dómi hvort við ætlum að bíða
þess að Mannréttindadómstóll
Evrópu komi vitinu fyrir okkur
eða hvort við eigum að taka
frumkvæðið sjálf og hefja veg
fjölmenningarlegs skólastarfs til
vegs og virðingar þar sem nem-
endur eru ekki flokkaðir eftir
trúar- og lífsskoðunum.
Höfundar eru fulltrúar í mann-
réttindaráði Reykjavíkur.
Aðskilnaðarstefnan í skólum
FALASTEEN ABU
LIBDEH
FELIX BERGSSON JÓHANN
BJÖRNSSON
Á meðan við sem aðhyllumst
fjölmenningarlegt samfélag
erum að leitast við að sam-
þætta alla hópa samfélagsins
í eina heild þá er formaður
mannréttindaráðs að leggja
áherslu á aðskilnað barna eftir
trúar- og lífsskoðunum.
Útskrift
verður í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
föstudaginn 18. desember kl. 14:00.
Allir nemendur dag- og kvöldskóla, er lokið
hafa eftirtöldum prófum, eiga að koma
og taka á móti prófskírteinum:
Handíðabraut
Sjúkraliðanámi
Snyrtifræðinganámi
Burtfararprófi af húsasmiðabraut
Burtfararprófi af rafvirkjabraut
Stúdentsprófi
Skólameistari
Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600
Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is
www.fb.is
3.990kr.Verð frá
Kraftar í kögglum
Bolir
3.490kr.Verð frá
Stuttbuxur
2.490kr.Verð frá
Sippubönd
19.990kr.Verð frá
Hlaupaskór
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500