Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 28
15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR2
BÓLUSETNING gegn inflúensu A(H1N1) hefst á nýjan leik á morg-
un miðvikudag og ganga þeir fyrir sem hafa skráð sig á bið-
lista. Bóluefni verður næst dreift um landið 6. janúar
2010. www.heilbrigdisraduneyti.is
„Við vorum bara búnir að sprengja
allt utan af okkur,“ segir Jón Viðar
Arnþórsson formaður Mjölnis til
útskýringar á því að ráðist var í
stækkun æfingahúsnæðis félags-
ins.
Um 375 manns æfa í húsnæði
Mjölnis eins og stendur og hefur
fjölgunin verið gríðarleg síðasta
árið. „Við erum mjög ungt félag
og þegar við fluttum í þetta hús-
næði árið 2006 héldum við að það
væri allt of stórt fyrir okkur,“
segir Jón Viðar, en raunin varð
önnur. Fljótlega fjölgaði félags-
mönnum og leyfi fékkst til að nýta
lagerrými á hæðinni til að stækka
æfingasalinn.
„Við brutum vegginn og feng-
um 200 fermetra í viðbót. Salur-
inn sem var áður 130 fermetrar er
nú 330 fermetrar,“ útskýrir hann
en öll vinnan við breytingarnar
var unnin í sjálfboðastarfi. „Allir
voru tilbúnir til að hjálpa enda
erum við félag en ekki fyrirtæki,“
segir hann ánægður með félaga
sína. Mjölnir bjó enda vel að því
að hafa innan sinna vébanda ýmsa
iðnaðarmenn á borð við pípara,
rafvirkja og smiði. „Við gerum
síðan ráð fyrir að stækka búnings-
klefana um næstu páska ef okkur
gefst tími til,“ segir hann en þang-
að til sitja menn þröngt en sáttir
í klefunum enda útrásina stutt að
sækja út á æfingagólfið.
Í Mjölni er stundað brasilískt
Jiu-Jitsu, kickbox, þrekæfingar
í formi ketilbjalla og blandaðar
bardagaíþróttir (Mixed Martial
Arts, MMA) sem Jón Viðar segir
eitt mest vaxandi sport í heim-
inum. Íþróttin er blanda af boxi,
glímu og öðrum bardagaíþróttum
og þar slást menn í búri.
Fyrsta búrið af þeirri teg-
und kom nýlega til landsins frá
Bandaríkjunum og stendur nú í
nýjum æfingasal Mjölnis. „Þetta
er átthyrningur og í búrinu er æft
MMA,“ segir hann og þegar blaða-
maður spyr hvort búrið sé til þess
gert að bardagamennirnir geti
ekki flúið leiðréttir hann þann
misskilning fljótt. „Nei, þetta
snýst aðallega um öryggi,“ segir
hann en netið kemur í veg fyrir
að menn meiði sig, reki sig utan
í veggi eða fólk. „Einnig er hægt
að halda glímukeppni í búrinu og
þannig þarf ekki alltaf að vera
að stoppa glímuna þegar fólk er
komið út í enda á dýnunum,“ segir
Jón Viðar og bætir við að búrið
auki mjög fjölbreytni æfinga.
Jón Viðar, sem starfar sem lög-
reglumaður, var einn af stofnend-
um Mjölnis. Hann stundaði karate
frá 1996 en í kringum 2003 vakn-
aði áhugi hans á MMA og fór hann
að stunda það og kenna í litlum
mæli. Árið 2005 var Mjölnir svo
formlega stofnað.
Hann hefur alla tíð bæði æft og
þjálfað í Mjölni sem hann segir
vissulega töluverða vinnu með-
fram fullu starfi. Á nýju ári verða
breytingar þar á. Þá munu tveir
menn taka yfir allar æfingar
félagsins. Það eru Bandaríkjamað-
urinn James Davis og svo Gunn-
ar Nelson sem hefur vakið mikla
athygli fyrir frábæra frammistöðu
í MMA á heimsvísu.
Þeir sem vilja kynna sér starf
Mjölnis nánar er bent á vefsíðuna
www.mjolnir.is. Þess má geta að
byrjendanámskeið hefjast 4. jan-
úar en auk þess mun barnastarf
Mjölnis hefjast í fyrsta sinn í upp-
hafi árs. „Þar kennum við glímu í
gegnum leik sem er bæði spenn-
andi og skemmtilegt fyrir krakk-
ana,“ segir Jón Viðar.
solveig@frettabladid.is
Barist í glænýju búri
Áhugi á bardagaíþróttum hefur stóraukist á síðustu árum. Það kemur berlega í ljós hjá Mjölni þar sem
félagsmenn lögðust nýlega allir á eitt og stækkuðu æfingasalinn um 200 fermetra.
Jón Viðar setur sig í stellingar fyrir framan nýja átthyrnda búrið sem prýðir æfingaaðstöðu Mjölnis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Fæðu-
ofnæmi
tengist alltaf
ónæmiskerfi einstakl-
ings og er algengast
hjá ungum börnum.
Algengustu ofnæmis-
valdarnir hjá börnum
eru kúamjólk, egg og
fiskur.
www.matarvef-
urinn.is
Glæsilegu
Vanity Fair haldararnir
komnir aftur. 7990 kr.
HAMRABORG 20A • KÓPAVOGI 544-4088 • YNJA.IS
Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana Hólagarði 557-1644
Lau 12.des kl. 10-16
Lau 19.des kl. 10-18
Þorláksmessa kl. 10-20
teg. 81103 - einn vinsælasti
BH sem við höfum haft, fæst í
mörgum litum í BC skálum á kr.
3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,-
teg 7204 - mjúkur og flottur
í BCDE skálum á kr. 3.950,-
buxur í stíl á kr. 1.950,-
Létt Bylgjan kemur
þér í jólaskap
Bragi Guðmundsson og Jóhann Örn Ólafsson
spila uppáhalds jólalögin þín, alla virka daga frá 8 - 18
Sölufulltrúi:
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Laugardaga