Fréttablaðið - 15.12.2009, Page 32
15. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR
● FYRIR GOLFGELLUNA
Margar konur stunda golf af mikl-
um áhuga og þær gætu alveg örugg-
lega hugsað sér að fá námskeið í þeirri
skemmtilegu grein í jólagjöf. Golfið er
nefnilega ein þeirra íþrótta sem endalaust
er hægt að auka færni sína í og bæta
þannig árangurinn. Svo eru aðrar dömur
sem langar að læra golf en hafa ekki látið
af því verða, skortir sjálfstraust til að sýna
sig á vellinum og hafa litið á það sem
fjarlægan draum.
Golfklúbbarnir halda margir hverjir
námskeið, bæði fyrir byrjendur og lengra
komna og auðvelt er finna þau á Google.
Sum námskeiðin eru að vetrinum svo
þátttakendur verði tilbúnir í slaginn þegar
vorar, önnur eru haldin þegar sólin er
komin hærra á loft og ljúf gola leikur um
vanga.
Hvort sem daman er vön að spila golf eða áhugasamur byrjandi er nám-
skeið í greininni kærkomin gjöf. Það gefur vonir um góðar útivistarstund-
ir í sumar.
Undirföt eru eitt af því sem unnustar og eigin-
menn virðast óhræddir við að kaupa á elskurnar
sínar, ef marka má verslunarstjórana í Selenu
í Hæðasmára 4 og Misty á Laugavegi 178, þær
Birnu Magnúsdóttur og Rúnu Didriksen.
„Þetta er óskaplega skemmtilegur
tími. Hér er mikið pískrað á Þor-
láksmessu og aðfangadag
þegar verið er að gefa
upp málin á dömunum
og spá í númerin,“ segir
Birna í Selenu brosandi.
Rúna tekur undir það. „Það
er þægilegt þegar herrarnir
hafa hugmynd um hvaða stærð-
ir þeir eru að kaupa. Þeir þyrftu
að laumast til að kíkja á númer-
in áður en þeir koma. Sumir eru
samt naskir að finna þetta út.“
„Já, margir eru búnir að vinna
heimavinnuna sína en við bjóð-
um að sjálfsögðu upp á skipti eftir jól ef varan pass-
ar ekki,“ bætir Birna við. Rúna bendir líka á að gjafa-
bréf séu góður kostur fyrir þá sem eigi erfitt með að
velja.
Báðar segja þær Birna og Rúna vel tekið á móti
herrunum en vita þeir alltaf hvað þeirra heittelskaða
vill? „Já, þeim er að minnsta kosti um-
hugað um að gjöfin sé falleg og hafa
skoðun á því hvernig hún eigi að
vera,“ segir Birna. „Við í Sel-
enu erum að ganga inn í
fjórtándu jólin okkar og
eigum orðið marga fast-
akúnna. Sumir gefa alltaf
undirföt í skóinn. Það er þá
pakki sem er ekkert endilega
opnaður við jólatréð.“
Mikið er lagt upp úr frágangi
á gjöfunum og innpökkun að sögn
bæði Birnu og Rúnu. Það segja þær
herrana kunna að meta. „Þetta er
persónuleg gjöf og þeir vilja að
hún sé falleg.“ - gun
Herrarnir vanda valið
Lepel er merkið á þessu ítalska setti sem
kostar 12.400 krónur í Selenu.
Þetta skrautlega ítalska Lepel-sett
fæst í Selenu og kostar 11.450
krónur.
„Við göngum fallega frá gjöfinni, pökkum henni inn eða setjum í gjafaöskju,“ segir
Birna í Selenu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Gefið þeim gjafakort ef þið eruð í vafa,“ ráðleggur Rúna í Misty. „Það verður tekið
vel á móti dömunum þegar þær koma með bréfin.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI
Jólagrænt sett frá pólska framleið-
andanum Krisline sem fæst í Misty.
Push up-brjóstahaldari á 6.885
krónur og buxur á 2.990 krónur.
Vínrautt sett með merkinu Guy De
France fæst í Misty. Brjóstahaldarinn á
3.950 krónur og buxurnar 1.950 krónur.
LÚR - BETRI HVÍLD
Eigum til á lager Slide Back rúm
tilbúin til afgreiðslu strax
www.lur.is
10:00 – 18:00mánfös
Opið:
lau 11:00 – 16:00