Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 32
 15. DESEMBER 2009 ÞRIÐJUDAGUR ● FYRIR GOLFGELLUNA Margar konur stunda golf af mikl- um áhuga og þær gætu alveg örugg- lega hugsað sér að fá námskeið í þeirri skemmtilegu grein í jólagjöf. Golfið er nefnilega ein þeirra íþrótta sem endalaust er hægt að auka færni sína í og bæta þannig árangurinn. Svo eru aðrar dömur sem langar að læra golf en hafa ekki látið af því verða, skortir sjálfstraust til að sýna sig á vellinum og hafa litið á það sem fjarlægan draum. Golfklúbbarnir halda margir hverjir námskeið, bæði fyrir byrjendur og lengra komna og auðvelt er finna þau á Google. Sum námskeiðin eru að vetrinum svo þátttakendur verði tilbúnir í slaginn þegar vorar, önnur eru haldin þegar sólin er komin hærra á loft og ljúf gola leikur um vanga. Hvort sem daman er vön að spila golf eða áhugasamur byrjandi er nám- skeið í greininni kærkomin gjöf. Það gefur vonir um góðar útivistarstund- ir í sumar. Undirföt eru eitt af því sem unnustar og eigin- menn virðast óhræddir við að kaupa á elskurnar sínar, ef marka má verslunarstjórana í Selenu í Hæðasmára 4 og Misty á Laugavegi 178, þær Birnu Magnúsdóttur og Rúnu Didriksen. „Þetta er óskaplega skemmtilegur tími. Hér er mikið pískrað á Þor- láksmessu og aðfangadag þegar verið er að gefa upp málin á dömunum og spá í númerin,“ segir Birna í Selenu brosandi. Rúna tekur undir það. „Það er þægilegt þegar herrarnir hafa hugmynd um hvaða stærð- ir þeir eru að kaupa. Þeir þyrftu að laumast til að kíkja á númer- in áður en þeir koma. Sumir eru samt naskir að finna þetta út.“ „Já, margir eru búnir að vinna heimavinnuna sína en við bjóð- um að sjálfsögðu upp á skipti eftir jól ef varan pass- ar ekki,“ bætir Birna við. Rúna bendir líka á að gjafa- bréf séu góður kostur fyrir þá sem eigi erfitt með að velja. Báðar segja þær Birna og Rúna vel tekið á móti herrunum en vita þeir alltaf hvað þeirra heittelskaða vill? „Já, þeim er að minnsta kosti um- hugað um að gjöfin sé falleg og hafa skoðun á því hvernig hún eigi að vera,“ segir Birna. „Við í Sel- enu erum að ganga inn í fjórtándu jólin okkar og eigum orðið marga fast- akúnna. Sumir gefa alltaf undirföt í skóinn. Það er þá pakki sem er ekkert endilega opnaður við jólatréð.“ Mikið er lagt upp úr frágangi á gjöfunum og innpökkun að sögn bæði Birnu og Rúnu. Það segja þær herrana kunna að meta. „Þetta er persónuleg gjöf og þeir vilja að hún sé falleg.“ - gun Herrarnir vanda valið Lepel er merkið á þessu ítalska setti sem kostar 12.400 krónur í Selenu. Þetta skrautlega ítalska Lepel-sett fæst í Selenu og kostar 11.450 krónur. „Við göngum fallega frá gjöfinni, pökkum henni inn eða setjum í gjafaöskju,“ segir Birna í Selenu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Gefið þeim gjafakort ef þið eruð í vafa,“ ráðleggur Rúna í Misty. „Það verður tekið vel á móti dömunum þegar þær koma með bréfin.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILLI Jólagrænt sett frá pólska framleið- andanum Krisline sem fæst í Misty. Push up-brjóstahaldari á 6.885 krónur og buxur á 2.990 krónur. Vínrautt sett með merkinu Guy De France fæst í Misty. Brjóstahaldarinn á 3.950 krónur og buxurnar 1.950 krónur. LÚR - BETRI HVÍLD Eigum til á lager Slide Back rúm tilbúin til afgreiðslu strax www.lur.is 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.