Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 45
ÞRIÐJUDAGUR 15. desember 2009 Í Heilsuborg starfa læknar með ýmiss konar sérfræðimenntun, hjúkrunarfræðingar, næring- arfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar. Þar er einnig líkamsræktarstöð sem býður upp á sérstaka nýjung sem heitir Lyklaþjálfun. Tecnogym er nafn á líkamsrækt- artækjum sem notast við sérstakt tölvutengt þjálfunarkerfi. Sá eða sú sem lyftir í tækjasal Heilsu- borgar hefur tölvukubb meðferð- is, nokkurs konar USB-lykil, sem fylgist með framvindu líkams- ræktarinnar. „Þegar ég byrjaði í þessu prógrammi þá fór þjálfari með mér í tækin og sá hve miklu ég lyfti og hvernig ætti að stilla sætin,“ segir Hildur Kristjánsdótt- ir, markaðsstjóri hjá Heilsuborg. „Þegar ég mæti og sting lyklinum í samband segir tækið mér hvar ég á að hita upp. Þegar ég er búin að fara í eitt tæki þá bendir lyk- illinn mér á næsta tæki, hvernig á að stilla það og hve oft ég á að lyfta,“ segir Hildur og útskýrir að lykillinn telji hve margar lyft- ur maður hefur framkvæmt. „Mér finnst ótrúlega hvetjandi að ein- hver skuli fylgjast með manni þó það sé í raun enginn að því. Ef ég svindla þá kemur það fram, því í lok dags þegar ég stimpla mig út þá sýnir lykillinn dagsplanið og hvernig ég stóð mig í að uppfylla það,“ segir Hildur um reynslu sína af einkaþjálfaranum sem býr í tölvuskjáum lyftingasalarins. Hún tekur sem dæmi þegar hún er að lyfta og telur sig ekki geta meir, segi tölvuskjárinn henni að hún sé aðeins búin með til dæmis þrett- án af fimmtán lyftum sem hún á að taka og það veiti henni innspýt- ingu til að taka tvær lyftur til við- bótar. Í Heilsuborg er líka að finna lækna og sjúkraþjálfara sem huga að heilsu skjólstæðinga sinna. Anna Borg sjúkraþjálfari bætir við ræðu Hildar að hreyfi maður sig aukalega, eins og að fara í göngu- túr, skokka eða ganga á fjall, þá sé hægt að skrá þá aukahreyfingu í gagnabanka rafræna einkaþjálfar- ans og nota þá hreyfingu til að ná settum markmiðum. „Í Heilsuborg gefst kostur á að fá heilsumat og í framhaldi af því býðst meðferð fagaðila, fræðsla og þjálfun sem hentar hverjum og einum. Þar er vönduð fræðsla þar sem gefin eru ráð um það hvað hægt er að gera til að lifa heilbrigðu lífi, líða vel andlega sem líkamlega og fyrir- byggja heilsubrest,” segir Anna Borg. - nrg Lyklaþjálfi fylgist með framvindunni Erla Gerður Sveinsdóttir læknir og Anna Borg sjúkraþjálfari, búnar að stinga Lykla- þjálfanum í æfingatækið. Hildur stundar æfingar í bakgrunninum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tíu ára fangelsi bíður þess sem fram- kvæmir umskurð á stúlku svo og þeim sem þröngvar stúlku til þess að undirgangast þessa sársaukafullu aðgerð. Lög þess efnis voru einróma samþykkt á þingi í Úganda í síðustu viku. Umskurður kvenna er algengur í Afr- íku. Aðgerðin er ekki mjög algeng í Úganda en hefur þó verið stunduð í nokkrum mæli í samfélögum í norð- austurhluta landsins. Árið 2007 lýstu Sameinuðu þjóð- irnar því yfir að umskurður kvenna væri gróf árás á réttindi kvenna. Þá þótti ljóst að umskurður yki hættu á HIV-smiti og aukinni dánartíðni mæðra og barna. Talið er að um 100 til 140 milljónir kvenna í heiminum hafi verið umskornar. Banna umskurð kvenna STJÓRNVÖLD Í ÚGANDA Í AFRÍKU HAFA BANNAÐ UMSKURÐ KVENNA MEÐ LÖGUM. Stjórnvöld í Úganda hafa bannað umskurð kvenna með lögum. Næg hvíld er nauðsynleg til að halda góðri heilsu. Enn fremur er góð hvíld mikilvæg svo unnt sé að ná auknum árangri í lík- amsræktinni. Reyndu að forðast aðstæður sem hafa truflandi áhrif á svefninn. 500 hollráð Gefðu góða jólagjöf sem veitir vellíðan. Þessi glæsilega gjöf fylgir öllum gjafakortum að upphæð 10.000 kr. eða meira.* Gjafabréf *Á meðan birgðir endast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.