Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 15.12.2009, Qupperneq 58
38 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is Fyrir jólin berast iðulega fregnir af því að kvik- myndafyrirtæki kaupi kvik- myndarétt að skáldsögum. Ef kvikmynd ratar á hvíta tjaldið getur það haft mikið auglýsingagildi. Tuttugu og átta kvikmyndarétt- ir eru nú til taks hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum sam- kvæmt lauslegri könnun Frétta- blaðsins. Þrjár eru vel á veg komnir: Rokland, sem byggð er á bók Hallgríms Helgasonar, var í tökum fyrr á þessu ári, Svart- ur á leik eftir Stefán Mána fer í tökur á næsta ári þar sem Þor- valdur Davíð leikur aðalhlutverk- ið og Órói eftir Ingibjörgu Reyn- isdóttur er komin vel á veg. Hún var einnig í tökum á þessu ári en leikstjóri er Baldvn Z Ein elsta myndin á listanum yfir bækur sem hafa verið seldar er Slóð fiðrildanna eða A Journey Home eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Upphaflega stóð til að Liv Ull- man myndi leikstýra þeirri mynd og hjónakornin Jennifer Conn- elly og Paul Bettany höfðu verið ráðin til að leika aðalhlutverk- in. Fréttir um að Connelly væri farin að læra íslensku fyrir hlut- verkið bárust hingað til Íslands. Ullman datt aftur á móti út og Bille August var sagður eiga að leikstýra myndinni en fátt hefur gerst síðan þá. Hollywood-fram- leiðandinn Steven Haft á réttinn að myndinni. Til að byrja með er rétt að geta þess að þetta eru engir tugir milljóna sem þarna skipta um hendur. Kvikmyndaréttar- samningum hefur verið skipt í tvo flokka. Annars vegar leiga á rétti þar sem höfundur fær eina greiðslu á ári í einhvern tiltekinn tíma, oftast þrjú ár, og hins vegar beinhörð kaup á kvikmyndarétti. Þá fær höfundur eina greiðslu við undirskrift og aðra ef bókin verður síðan loks að kvikmynd. Fyrir tveimur árum var leigan í kringum 300 þúsund krónur á ári en þegar samið var um kaup á kvikmyndarétti fékk höfundurinn í kringum hálfa milljón við und- irskrift og sömu upphæð ef kvik- myndin verður að veruleika. Á þessu ári hefur ekki verið neinn hörgull af fréttum um kvik- myndaréttasamninga. Konur eftir Steinar Braga reið á vaðið í okt- óber en þá keypti ZikZak réttinn að þeirri bók. ZikZak samdi einn- ig við Kristínu Helgu Gunnars- dóttur um gerð kvikmyndar eftir barnabókinni Draugaslóð. Í kjöl- farið kom svo frétt um að Björn Brynjólfur Björnsson hefði samið við Viktor Arnar Ingólfsson um hugsanlega kvikmynd- eða sjón- varpsþáttaröð eftir Flateyjargátu. Samvinna þeirra tveggja hafði áður getið af sér sjónvarpsþátta- röðina Mannaveiðar sem sýnd var á RÚV. Nýverið var síðan greint frá tveimur samningum til við- bótar; annars vegar keypti Saga Film réttinn að Ódáðahrauni eftir Stefán Mána og svo blandaði skartgripahönnuðurinn Hendr- ikka Waage sér óvænt inn í kvik- myndabransann ásamt Hrafn- hildi Gunnarsdóttur frá Krumma Films og keypti réttinn að Barón- inum eftir Þórarin Eldjárn. freyrgigja@frettabladid.is BEÐIÐ EFTIR HVÍTA TJALDINU KOMNAR ÁLEIÐIS Rokland Hallgrímur Helgason Leikstjóri: Marteinn Þórsson Tegund: Bíómynd Órói Ingibjörg Reynisdóttir Leikstjóri: Baldvin Z Tegund: Bíómynd VINSÆLIR HÖFUNDAR Stefán Máni hefur verið duglegur að selja kvikmyndaréttinn að bókum sínum; Skipið, Svartur á leik og Ódáðahraun eru allar komnar inn á borð hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Ameríkanar hafa verið áhugasamir um bækur Ólafs Jóhanns Ólafssonar en Liz Manne á réttinn að Höll minninganna og Steven Haft keypti Slóð fiðrildanna. Kristín Helga seldi kvikmyndaréttinn að bókinni Draugaslóð til ZikZak fyrr á þessu ári og Túndra keypti réttinn að Fólkinu í kjallar- anum eftir Auði Jónsdóttur. Draugaslóð Kristín Helga Gunnarsdóttir ZikZak 2009 Flóttinn/Dætur mæðra minna Sindri Freysson Felix Film 2009 Konur Steinar Bragi ZikZak 2009 Flateyjargáta Viktor Arnar Ingólfsson Björn Brynjólfur 2009 Cannibal Holiday +* Þórarinn Leifsson Árfarvegur 2009 Ódáðahraun Stefán Máni Saga Film 2009 Baróninn Þórarinn Eldjárn Krumma Films 2009 Yosoy Guðrún Eva Mínverudóttir Snorri Þórisson 2008 Grafarþögn + Arnaldur Indriðason Baltasar Kormákur 2008 Afleggjarinn Auður A. Ólafsdóttir WhiteRiver Productions 2008 Fólkið í kjallaranum Auður Jónsdóttir Túndra 2007 Hnífur Abrahams Óttar Martin Norðfjörð ZikZak 2007 Indjáninn Jón Gnarr True North 2007 Myndin af pabba Gerður Kristný Elf Films 2007 Skipið Stefán Máni ZikZak 2006 Krosstré Jón Hallur Stefánsson Pegasus 2006 Þriðja táknið Yrsa Sigurðardóttir Ziegler Films 2006 Öxin og Jörðin Ólafur Gunnarsson Sigurjón Sighvatsson 2006 Morðið í Hæstarétti Stella Blómkvist UFA Fernsehproduktion GmbH 2006 Svartur á leik Stefán Máni ZikZak/Filmus Höll minninganna Ólafur Jóhann Ólafsson Liz Manne 2004 Slóð fiðrildanna + Ólafur Jóhann Ólafsson Steven Haft 2003 Bæjarins verstu + Hreinn Vilhjálmsson Vesturport (ekki vitað) Aska + Yrsa Sigurðardóttir Pegasus (ekki vitað) Í upphafi var morð Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson UFA Fernsehproduktion GmbH (ekki vitað) Gauragangur + Ólafur Haukur Símonarson ZikZak (Ekki vitað) Sjálfstætt fólk Halldór Laxness Snorri Þórisson (Ekki vitað) Tími nornarinnar + Árni Þórarinsson Leiknar myndir (Ekki vitað) *Listinn er ekki tæmandi *Inn á þessum lista er Cannibal Holiday en handritið að þeirri mynd skrifar höfundurinn sjálfur, Þórarinn Leifsson. ** Myndir merktar með + hafa ratað inn á borð Kvikmyndamið- stöðvar. 29 BÆKUR Á LISTA „Mér fannst yndislegt að vinna þetta upp á nýtt,“ segir kontratenórinn Sverrir Guð- jónsson. Hann, í samvinnu við Skálholts- útgáfu, hefur endurútgefið plötuna „Og það varst þú“ sem hann tók upp með Páli Óskari Hjálmtýssyni fyrir 25 árum. Nýja útgáfan er endurhljóðblönduð og hefur Sverrir einnig bætt við þrem- ur barnasöngvurum úr Söngvaseiði sem syngja ofan í kórinn sem var á upphaf- legu plötunni. „Ég fann Pál Óskar á þeim tíma þegar hann var að syngja í leikriti. Ég heillaðist af röddinni hans og ákvað að athuga hvort hann væri ekki til í að syngja inn á plötu með mér sem þá var í undirbúningi. Hann tók því mjög vel,“ segir Sverrir um samstarfið við Pál Óskar. „Hann var með mjög heillandi drengjarödd og ég var mjög fljótur að kveikja á því.“ Á meðal laga á plötunni eru Í bljúgri bæn, Er vasapening ég fæ og Hringrás, sem er eftir Joni Mitchell. Eftir að platan kom út týndust upptök- urnar en þegar þær komu aftur í leitirn- ar fyrir nokkru ákvað Sverrir að end- urútgefa þær á geisladiski. Á plötunni eru einnig gamlar upptökur frá sex ára krökkum sem Sverrir hafði kynnst í opna skólanum í Fossvogi þar sem hann starfaði. Fékk hann krakkana til að tala um lífið og tilveruna við píanóundirleik Jónasar Þóris. „Það sem kom mér á óvart við að fara ofan í saumana á þessu löngu síðar er hversu einlæg platan er og hversu vel hún talar til okkar á þessum tímum. Ísland sem þjóð hefur misst sjálfstraustið og ég finn að fólk leitar í þessi gömlu gildi sem við lærðum sem börn,“ segir Sverrir. - fb Endurútgefur Páls Óskars-plötu FYRIR 25 ÁRUM Sverrir Guðjónsson og Páll Óskar bregða á leik fyrir 25 árum síðan. > LEITA AÐ HÚSI Reneé Zellweger er sögð ætla að hefja sambúð með kærasta sínum, leikaranum Bradley Cooper. Sam- kvæmt fjölmiðlum vestanhafs sást parið vera að skoða hús í Los Ang- eles á dögunum. Þau eru sögð vilja taka samband sitt á næsta stig, en undanfarið hafa þau eytt miklum tíma saman og er Cooper sagður hafa kynnt Zellweger fyrir foreldrum sínum. ST O FA 5 3 MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.