Fréttablaðið - 15.12.2009, Side 60
40 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
Tónlist ★★★
Pascal Pinon
Pascal Pinon
Ákveðin ofurkrútt
Jófríður Ákadóttir semur lög og texta á þessari
fyrstu plötu Pascal Pinon. Hún er í Melaskóla og
stofnaði bandið seint á síðasta ári með þremur
jafnöldrum sínum. Þá voru þær 14 ára. Sjaldgæft
er að svo ungar stelpur hafi svo sterk bein í
nefinu að þær fari alla leið og gefi út plötu með
frumsömdu efni, en það er einmitt það sem
stelpurnar í Pascal Pinon gerðu. Og þær gerðu
það algjörlega á eigin forsendum. Eftir að hafa
vakið athygli á sér á tónleikum bauðst þeim alls
konar tækifæri – að taka upp í góðu hljóðveri og fá útgáfu- eða dreifingar-
samning – en stelpurnar vildu miklu frekar gera allt sjálfar, taka upp heima
hjá sér og gefa út og dreifa. Það er því ekki annað hægt en að taka ofan
alla hugsanlega hatta fyrir þessum hæfileikaríku og ákveðnu stelpum. Þær
verða vonandi fordæmi fyrir kynsystur sínar, því stelpur virðast alltof oft
veigra sér við þátttöku í tónlist, samanber sorglega lágt hlutfall kvenfólks í
Músiktilraunum.
En að plötunni. Hún er ellefu laga og rétt undir hálftíma löng. Lögin lulla
áfram í heimilislega skemmtilegum föndurgír, oft mjög greinilega undir
áhrifum frá Amiinu og Ólöfu Arnalds. Krúttleg naumhyggjan ræður ríkjum
í útsetningunum. Kassagítar varðar leiðina, bassi, sílafónar, blokkflautur,
harmónikur og fleiri hljóðfæri leggja sparlega í púkkið. Textar eru á íslensku
og ensku og söngur Jófríðar smellpassar við þessa afslöppuðu músík.
Stundum syngja fleiri í einu og þá er gaman.
Lögin á plötunni eru nokkuð keimlík og því er vonandi að hljómsveitin
stækki litaspjald sitt í framtíðinni. Ég hef litlar áhyggjur því þessar stelpur
er jú vonandi bara rétt að byrja. Og þessi fína byrjun lofar frábærlega fyrir
framtíðina. - Dr. Gunni
Niðurstaða: Hæfileikaríkar unglingsstúlkur með skemmtilega föndurmúsík
Þrátt fyrir gjálífi margra Hollywood-stjarna eru einnig til
þær stjörnur sem eiga í ástríkum samböndum sem endast
út ævina. Leikarinn Paul Newman var einnar konu maður
og sagði eitt sinn að heimskulegt væri að fara út að borða
hamborgara þegar maður ætti góða steik heima.
STJÖRNUSAMBÖNDIN SEM
STANDAST TÍMANS TÖNN
Í FRIÐ OG RÓ
Hjartaknúsarinn Johnny Depp
kynntist eiginkonu sinni, Vanessu
Paradis, árið 1998 við tökur á
kvikmynd. Þau hafa aldrei gift sig
og hefur Depp sagt að það sé óþarfi
að breyta einhverju sem sé full-
komið. Þau eiga saman tvö
börn, dótturina Lily Rose og
soninn Jack. Þau búa í París
en eiga einnig hús í Man-
hattan, Bahama-eyjum og
sveitabýli í Suður-Frakklandi.
Depp og Paradis reyna að
halda sig fjarri hringiðunni
í Hollywood og virðast
hamingjusöm í hinu
rólega lífi í Frakklandi.
SÁ HANA FYRST Í
AUGLÝSINGU
Stórleikarinn Michael Caine hefur
verið kvæntur fyrirsætunni Shakiru
Baksh frá árinu 1973. Caine sá
Shakiru í Maxwell kaffi-auglýsingu
og heillaðist svo af stúlkunni að
hann ákvað að verða sér úti um
símanúmer hennar, sem hann og
gerði. Hjónin eiga saman eina dótt-
SKRAUTLEG
Goldie Hawn og Kurt Russell kynntust fyrst
við tökur á kvikmyndinni The One And Only,
Genuine, Original Family Band árið 1968 en
tóku þó ekki saman fyrr en árið 1983. Hjónin
eiga einn son saman en tvö börn Hawn af
fyrra hjónabandi líta þó á Russell sem föður
sinn og þegar Kate Hudson, dóttir Hawn,
eignaðist sitt fyrsta barn skírði hún
soninn Ryder Russell í höfuðið á Kurt.
Hjónin eru lítið áberandi í slúður-
blöðum hið vestra og virðast njóta
lífsins saman í rólegheitunum.
STEIKIN
HEIMA
Eitt lengsta Holly-
wood-sambandið er
án efa hjónaband
Pauls Newman og
leikkonunnar Joanne
Woodward, en þau
gengu í það heilaga
árið 1958 og eiga
þrjár dætur saman.
Newman og fjölskylda
bjuggu í Connecticut,
fjarri gjálífinu í Holly-
wood. Newman var
mjög trúr eiginmaður
og faðir og lét eitt sinn
þessi fleygu orð falla: „Því ætti maður að fara út að fá sér
hamborgara þegar maður á góða steik heima?“
SAMHELDIN HJÓN
Susan Sarandon og Tim Robbins kynnt-
ust við tökur á kvikmyndinni Bull
Durham árið 1988.
Þau hafa verið saman
síðan þá, en hafa
aldrei gift sig. Sar-
andon og Robbins
deila áhuga sínum
á stjórnmálum og
taka gjarnan þátt í
ýmsum pólitískum
aðgerðum saman.
Þau eru búsett í
New York-borg
og eiga saman
tvo syni.
Í SKUGGA SORGAR
Leikkonan Meryl Streep kynntist
eiginmanni sínum, Don
Gummer, árið 1978.
Streep hafði stuttu áður
misst unnusta sinn,
leikarann John Cazale,
sem hafði þjáðst af
krabbameini í nokk-
urn tíma. Streep og
Gummer giftu sig
30. september 1978
á heimili foreldra
hennar í New Jersey.
Þau eiga saman fjögur
börn og hefur ein dóttirin,
Mamie, fetað í fótspor
móður sinnar og lagt leik-
listina fyrir sig.
Oksana Grigorieva, kærasta stórleikarans
Mels Gibson, er ósátt við það hversu lítinn
tíma Gibson eyðir með dóttur þeirra. Parið
eignaðist sitt fyrsta barn saman í nóvem-
ber og stuttu síðar sagði Oksana í viðtali við
Hello! að Gibson væri hinn fullkomni maki
og faðir. En nú er tíðin önnur því Oksönu
þykir Gibson ekki standa í stykkinu. „Hann
býr ekki í sömu íbúð og Oksana og barnið og
það líða oft margir dagar á milli heimsókna.
Þegar hann lítur inn er hann ekki að aðstoða
Oksönu við uppeldið. Hann segist ekki vera
að ala Luciu upp á annan hátt en hin börn sín
og viðurkenndi að Robyn, fyrrum eiginkona
hans, hafi alfarið séð um uppeldið,“ var haft
eftir vini Oksönu.
Mel afskiptalaus faðir
SLÆMUR UPPALANDI Mel
Gibson sinnir dóttur sinni
lítið að sögn barnsmóður
hans.
Tvær glæsilegar
veiðibækur í gjafaöskju
L
á íKjós ogBugða
Eftir Guðmund GuðjónssonLjósmyndir eftir Einar Fal Ingólfsson
E
ftir
G
u
ð
m
u
n
d
G
u
ð
jó
n
sso
n
Ljó
sm
y
n
d
ir
eftir
E
in
F
Laxá í Kjós og Bugða & Langá á Mýrum
eftir Guðmund Guðjónsson og Einar Fal In
Veiðistaðalýsingar, ágrip af sögunni, hugleiðingar
og veiðisögur allmargra veiðimanna sem veitt haf
bökkum Langár á Mýrum og Laxár í Kjós og Bug
Bækurnar eru ríkulega skreyttar myndum Einars
Ingólfssonar, ljósmyndara á Morgunblaðinu.
Einnig er að finna í bókunum fjölda
eldri mynda í sérköflum sem
tengja bækurnar fortíðinni.