Fréttablaðið - 15.12.2009, Síða 64
44 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
Ágúst Þór Jóhannsson skrifaði um helgina undir nýjan þriggja ára
samning við norska úrvalsdeildarfélagið Levanger sem hann hefur
stýrt nú síðan í sumar. Þetta gerði hann þrátt fyrir áhuga sem
stórlið Byåsen sýndi honum nú fyrir fáeinum vikum en það er eitt
besta félag heims í kvennahandboltanum.
„Ég er mjög ánægður með samninginn. Þetta er góður klúbbur
og það er gott að vera hérna,“ sagði Ágúst við Fréttablaðið
í gær. „Það er einnig mikill
áhugi fyrir kvennahandbolta
hér í bænum, ég lít á það sem
hið besta mál að vera áfram hér.
Fjölskyldunni líður vel í bænum og ég sé
tækifæri til að gera góða hluti með liðinu.“
Ágúst var áður með tveggja ára samning en forráðamenn
Levanger höfðu frumkvæði að því að bjóða honum nýjan
samning. „Það var væntanlega eftir að Byåsen kom í umræð-
una. Ég fékk símtal frá félaginu fyrir nokkru þar sem ég var
spurður hvort ég gæti hugsað mér að skoða þetta mál. Ég
neita því ekki að mér fannst þetta spennandi en ég sá ekki
ástæðu til þess að yfirgefa Levanger nú. Ég hef vissulega metnað
til að ná langt sem þjálfari en ég er ungur enn og mér finnst það
spennandi tilhugsun að fá að byggja upp félagið hér í Levanger.“
Þar að auki er Ágúst Þór á leiðinni í nám um áramótin. „Ég
er að taka þjálfaragráðu sem nefnist EHF Master Coach og er á
vegum norska handboltasambandsins í samstarfi við EHF (Hand-
boltasamband Evrópu). Þetta er æðsta þjálfaragráða sem hægt
er að fá í handboltanum og ekki ólíkt því að fá
UEFA Pro-gráðuna í fótboltanum,“ sagði Ágúst.
„Þetta mun taka næstu tvö árin en þetta verður
kennt bæði hér í Noregi sem og í Þýskalandi.“
Levanger er sem stendur í níunda sæti úrvals-
deildarinnar og segir Ágúst að hann hafi stefnt hærra
með liðið. „Það var þó vita að þetta yrði strembið þar sem
liðið þurfti að taka þátt í umspili um úrvalsdeildarsæti á
síðasta tímabili. Það hafa verið nokkur meiðslavandræði í
hópnum en ég hef fulla trú á því að við getum halað inn
fleiri stig eftir áramót. Það vantar ekki mikið upp á og aðal-
málið er að halda einbeitingunni góðri.“
ÁGÚST ÞÓR JÓHANNSSON: GERÐI NÝJAN ÞRIGGJA ÁRA SAMNING VIÐ LEVANGER Í NOREGI
Sé tækifæri til að gera góða hluti með liðinu
FÓTBOLTI Fjórir leikir fara fram
í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Hæst ber að Manchester United
tekur á móti Wolves sem vann
óvæntan og góðan útivall-
arsigur á Tottenham nú
um helgina. United tap-
aði að sama skapi á
heimavelli fyrir Aston
Villa.
United á mögu-
leika á því að koma
sér á topp deildar-
innar með í kvöld
þar sem Chelsea
leikur næst á
morgun. United þyrfti þó
að vinna með sjö marka
mun þar sem forysta
Chelsea er nú orðin þrjú stig.
Aston Villa getur komið sér
upp í þriðja sæti deildarinn-
ar með sigri á Sunderland á
útivelli í kvöld en þá mæt-
ast einnig Bolton og West
Ham í miklum fall slag.
Bæði lið eru í fallsæti.
Bolton gerði um helgina
3-3 jafntefli við Manchest-
er City á heimavelli og lagði
Grétar Rafn Steinsson upp
eitt mark sinna manna.
Hann verður líklega
aftur í byrjunarliðinu
í kvöld.
Að síðustu eig-
ast við lið Birming-
ham og Blackburn
en bæði lið eru um
miðja deild. Takist
Birmingham að fá
stig í leiknum fell-
ur Liverpool niður í átt-
unda sæti deildarinnar.
Fjórir aðrir leikir fara
fram í deildinni annað
kvöld og verða þá hin „stór-
liðin“ þrjú – Chelsea, Ars-
enal og Liverpool – í eldlín-
unni. - esá
Fjórir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:
Gefur United eftir?
ALEX FERGUSON
Knattspyrnustjóri Manchester United.
NORDIC PHOTOS/GETTY
> Fer í læknisskoðun í dag
Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Ólafur Garðarsson,
umboðsmaður hans, héldu í gær til Englands þar sem
Gunnar Heiðar mun gangast undir læknisskoðun hjá
enska B-deildarfélaginu Reading í dag. Ef allt gengur
að óskum mun Gunnar Heiðar væntanlega skrifa
undir samning við Reading en danska úrvalsdeild-
arfélagið Esbjerg hefur samþykkt að lána
Gunnar Heiðar út þessa leiktíð. Reading
mun þá hafa kost á því að festa kaup á
Eyjapeyjanum ef hann stendur sig.
HANDBOLTI Lokaumferð milliriðla-
keppninnar á HM í handbolta fer
fram í dag en mikil spenna ríkir
um hvaða fjórum liðum tekst að
tryggja sér sæti í undanúrslitun-
um. Eitt þessara liða er norska
landsliðið sem leikur undir stjórn
hins íslenska Þóris Hergeirsson-
ar.
Spánverjar eru eina liðið sem
hafa þegar tryggt sér sæti í und-
anúrslitunum en það gerðu þeir á
sunnudaginn með naumum sigri
á Florentinu Stanciu, leikmanni
Stjörnunnar, og félögum í rúm-
enska landsliðinu. Fyrir vikið eiga
Rúmenar ekki lengur möguleika á
sæti í undanúrslitunum.
Noregur mætir Spánverjum í
dag og þarf helst á sigri að halda
til að tryggja sér sæti í undanúr-
slitunum. Hins vegar mun það
fleyta Norðmönnum einnig í und-
anúrslit ef Rúmenum tekst að
vinna Suður-Kóreu. Noregur tap-
aði sínum fyrsta leik á mótinu á
laugardaginn er liðið tapaði fyrir
Suður-Kóreu, 28-27.
Ágúst Þór Jóhannsson er þjálf-
ari norska úrvalsdeildarfélagsins
Levanger og hefur fylgst vel með
HM í Kína.
„Það var auðvitað gríðarlega
svekkjandi að tapa fyrir
Suður-Kóreu en mér
kom það samt ekkert
sérstaklega á óvart.
Noregur er ekki
með yfirburða lið
á þessu móti og
Suður-Kórea er
gríðarlega sterkt.
Væntingarnar í Nor-
egi eru samt gríðar-
lega miklar og þeir
eru sumir hér sem
skilja bara ekki
hvernig þetta lið
eigi að geta tapað leik.“
Ágúst er ánægður með hvað
Þórir hefur gert með liðið. „Hann
er að gera flotta hluti með þessu
liði og ég hef fulla trú á því að
Norðmenn vinni Spánverja
í dag. Það býr mikil reynsla
í norska liðinu og ég gæti
vel trúað því að Spánverjar
munu eitthvað gefa eftir
fyrst þeir eru öruggir
áfram.“
Gríðarlega mikill
áhugi er í Noregi fyrir
keppninni í Kína. „Leik-
urinn á morgun [í dag]
er klukkan tólf á hádegi
og þjóðfélagið lamast á
meðan. Það er gríðarlega
vel fylgst með.“ - esá
Gríðarlega mikilvægur dagur hjá stelpunum hans Þóris Hergeirssonar í dag:
Sæti í undanúrslitunum í húfi
ÞÓRIR HERGEIRSSON
Stendur í ströngu á HM í Kína.
NORDIC PHOTOS/AFP
Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gæti barnið þitt
upplifað ógleymanlega stund. Tveir krakkar á aldrinum 7-9 ára
fá að fara ásamt fylgdarmanni á leik í Meistaradeild Evrópu í
Englandi 2010 og leiða leikmann inn á völlinn.
Fjölmargir skemmtilegir aukavinningar
SKRÁÐU ÞIG TIL LEIKS Á WWW.KREDITKORT.IS
UPPLIFUN SEM ALDREI GLEYMIST
BARNIÐ ÞITT GÆTI LEITT HETJUNA
SÍNA INN Á VÖLLINN Í MEISTARADEILDINNI
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
og félagar í Mónakó eru á hraðri
niðurleið í frönsku úrvalsdeildinni
eftir þrjú í röð og aðeins eitt stig
út úr síðustu fimm leikjum. Món-
akó var í 2. sæti deildarinnar fyrir
aðeins tæpum tveimur mánuðum
en er nú komið niður í 12. sætið og
farið að nálgast fallbaráttuna.
Eiður Smári hefur enn ekki
náð að skora fyrir liðið og hann
hefur aldrei fengið verri dóma
fyrir frammistöðu sína en í Lille-
leiknum á sunnudagskvöldið.
Tvö stærstu fótboltablöð lands-
ins, France Football og Ĺ Equipe,
gáfu íslenska landsliðsmanninum
aðeins tvo (af tíu) í einkunn.
Eiður Smári lék í 62 mínútur í
leiknum og var skipt út af í stöð-
unni 0-2 fyrir Lille. Hann kom
alls þrettán sinnum við boltann í
leiknum og 6 af 8 sendingum hans
heppnuðust.
Mónakó vann þrjá leiki í röð án
hans í október (spilaði í eina mín-
útu í einum) en hefur síðan ekki
unnið leik. Það sem er enn verra er
að Mónakó-liðið hefur ekki skorað
í síðustu þremur leikjum þar sem
Eiður Smári hefur verið í byrjun-
arliðinu. Mónakó hefur á móti náð
í 15 af 22 stigum sínum á tímabil-
inu í leikjum þar sem Eiður Smári
hefur ekki verið í byrjunarliðinu.
Einkunnir Eiðs Smára um helg-
ina voru eins og áður sagði þær
lægstu hjá honum á tímabilinu en
fyrir var hann ekki búinn að heilla
mikið frönsku blaðamennina.
Eiður Smári hafði hæst fengið
fimm í einkunn og það bara einu
sinni og það hjá aðeins Ĺ Equipe.
Umræddur leikur var fyrir rúmri
viku en Eiður kom þá inn á sem
varamaður í hálfleik í 1-3 tapi fyrir
Valenciennes. Ĺ Equipe hefur verið
örlítið ánægðari með frammistöðu
Eiðs Smára en hann er með meðal-
einkunn upp 3,57 í þeim sjö leikj-
um sem hann hefur fengið ein-
kunn fyrir. Meðaleinkunn hans
hjá France Football er aðeins upp
á 3,29 þar sem hann hefur fengið
lægra en fjóra í 4 af 7 leikjum.
Það er ekki bara kalt mat
franskra blaðamanna á Eiði Smára
sem kemur illa út því sjálf tölfræð-
in lýgur ekki. Eiður Smári hefur
nefnilega ekki enn náð að skora
eða gefa stoðsendingu með Món-
akó þrátt fyrir að vera búinn að
spila 8 deildarleiki og í 449 mín-
útur með liðinu. Leikurinn á móti
Lille var enn fremur sjötti leik-
urinn þar sem hann nær ekki að
skjóta að marki.
Eiður Smári hefur reyndar
aðeins náð að skjóta þrisvar sinn-
um í þessum átta leikjum (sam-
kvæmt tölfræði á heimasíðu
frönsku deildarinnar) sem þýðir
að það hafa liðið tæpar 150 mínút-
ur milli skota hjá honum. Slík töl-
fræði er allt annað en góðar frétt-
ir fyrir sóknarmann sem ætlaði að
sanna sig á nýjan leik eftir bekkj-
arsetuna hjá Barcelona fyrri hluta
ársins. ooj@frettabladid.is
Ekkert gengur hjá Eiði
Eiður Smári Guðjohnsen fékk aðeins tvo í einkunn hjá bæði France Football og
Ĺ Equipe fyrir frammistöðu sína í 0-4 tapi Mónakó fyrir Lille um helgina.
LEIKIR OG EINKUNNIR EIÐS**:
France Football/L´Equipe
Paris Saint-Germain (heima) 2-0 sigur 3/3
Nice (út) 3-1 sigur 4/4
Saint-Etienne (heima) 1-2 tap 3/4
Grenoble (h) 0-0 3/3
Auxerre (ú) 0-2 tap 4/4
Valenciennes (ú) 1-3 tap* 4/5
Lille (h) 0-4 tap 2/2
* Varamaður
** Áttundi leikurinn er á móti Marseille
þar sem hann kom inn á 90. mínútu.
ÞRJÚ SKOT OG NÚLL MÖRK Á 449 MÍNÚTUM Eiður Smári Guðjohnsen finnur sig ekki
hjá Mónakó-liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON