Fréttablaðið - 15.12.2009, Page 66
46 15. desember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
KÖRFUBOLTI Það verður stórleik-
ur í DHL-Höllinni í Frostaskjóli í
kvöld þegar Íslandsmeistarar KR
taka á móti Snæfellingum og um
leið heitustu skyttunni í dag.
Leikurinn er fyrsti leikur ell-
eftu umferðar Iceland Express-
deildar karla og var flýtt um þrjá
daga þar sem KR-liðið er á leið-
inni til Kína að mæta Beijing Aos-
hen í tveimur sýningarleikjum.
KR og Snæfell eru í hópi fimm
efstu liða deildarinnar sem eru
öll með 14 og 16 stig og þessi leik-
ur er einn af lykilleikjum í barátt-
unni um efstu sætin.
Sean Burton, bandaríski bak-
vörðurinn í Snæfelli, hefur sett
niður 24 af 32 þriggja stiga skot-
um sínum í síðustu tveimur leikj-
um Snæfells. Þessi tölfræði ætti
að gefa Snæfellingum sjálfstraust
fyrir leikinn í kvöld en það er þó
önnur tölfræði sem slær þá skot-
sýningu Sean út. Snæfellingar
eru nefnilega komnir með
taplausa manninn í sitt lið,
bakvörðinn og gamla KR-
inginn Pálma Frey Sigur-
geirsson.
Pálmi Freyr hefur
spilað undanfarin
sex tímabil með KR
(2005 -2009) eða
Snæfelli (2004-
05 og 2009-) og
það lið sem hefur
haft hann innan-
borðs hefur unnið alla
tíu deildarleiki liðanna.
Umrætt lið með Pálma
hefur einnig slegið hitt
liðið úr bæði úrslita-
keppni (3 sinnum) og bikarkeppni
(1 sinni).
Pálmi Freyr hefur verið með
10,3 stig og 3,2 stoðsendingar
að meðaltali á 29,0 mínútum í
þessum tíu deildarleikjum
KR og Snæfells frá árinu
2004. Hann hefur hitt
úr 53,1 prósent skota
sinna þar af 16 af
34 þriggja stiga
skotum sínum.
Í kvöld kemur það
í ljós hvort KR-grýla
Snæfellinga hafi eitthvað
með Pálma að gera. Vinni
Snæfellingar í kvöld væri
aftur á móti erfitt að þræta
fyrir áhrif lukkumannsins
Pálma Freys Sigurgeirs-
sonar enda þá búinn að
vera í sigurliði í ellefu inn-
byrðisleikjum félaganna í
röð. - óój
Snæfellingar mæta í kvöld með lukkumanninn í viðureignum KR og Snæfells:
Tíu-núll fyrir liðið með Pálma
LUKKU-PÁLMI Pálmi Freyr
Sigurgeirsson mætir sínum
gömlu félögum í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdótt-
ir átti frábæran seinni hálfleik
þegar TCU vann 56-65 Texas A&M
í bandaríska háskólaboltanum í
fyrrinótt. Þetta var óvæntur sigur
því Texas A&M er í hópi bestu
háskólaliða Bandaríkjanna og var
í fimmta sæti á síðasta styrkleika-
lista deildarinnar. TCU tryggði sér
sigurinn með því að skora tíu síð-
ustu stig leiksins.
Helena Sverrisdóttir var með
20 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar
og 3 stolna bolta í leiknum og var
hæst hjá sínu liði í öllum þessum
þremur tölfræðiþáttum. Það var
þó einkum frammistaða hennar í
seinni hálfleik sem lagði grunninn
að þessum glæsilega sigri.
„Helena var aðeins með tvö stig
í hálfleik en frábærir leikmenn
finna alltaf leið til koma til baka
líka þegar allt gengur ekki upp hjá
þeim,“ sagði Gary Blair, þjálfari
Texas A&M um Helenu
Útlitið var nefnilega ekki bjart
í hálfleik þegar TCU-liðið var átta
stigum undir 22-30 og Helena virt-
ist ekki vera að finna sig en hún
var með 2 stig, 2 fráköst og 3 stoð-
sendingar á 13 mínútum í fyrri
hálfleik. Seinni hálfleikur henn-
ar og liðsins verður væntanlega
í minnum hafður en Helena var
með 18 stig, 6 fráköst og 4 stoð-
sendingar þegar TCU tryggði sér
sigur.
Helena kom að þrettán af síð-
ustu fimmtán stigum TCU í leikn-
um (8 stig og 2 stoðsendingar)
eða allt frá því að liðið lenti ellefu
stigum undir, 41-52, þegar aðeins
rúmar fimm mínútur voru eftir.
Texas A&M var enn átta stigum
yfir, 54-46, þegar 3 mínútur og 38
sekúndur voru eftir en þá tók Hel-
ena sig til og skoraði átta stig í röð.
Hún skoraði fyrst tveggja stiga
körfu og fékk víti að auki sem hún
nýtti. Helena skoraði síðan aðra
tveggja stiga körfu og setti síðan
niður þriggja stiga skot og jafnaði
leikinn í 54-54. Félagi hennar T.K.
LaFleur tryggði síðan liðinu sigur-
inn á vítalínunni.
Jeff Mittie, þjálfari TCU, var
mjög ánægður með að liðið hans
spilaði tvo góða leiki í röð á móti
sterkum mótherjum en TCU vann
84-66 sigur á SMU aðeins þrem-
ur dögum áður. Helena var með
18 stig, 12 fráköst og 5 stoðsend-
ingar í þeim sigri. Helena hefur í
kjölfar þessa frábæra sigurleikja
verið valin leikmaður vikunnar í
Mountain West-deildinni. - óój
Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU unnu fimmta besta lið bandaríska háskólaboltans um helgina:
Frábærir leikmenn koma alltaf til baka
SIGRI FAGNAÐ Helena Sverrisdóttir sést
hér um leið og TCU hafði tryggt sér
sigurinn á Texas A&M. MYND/AP
FÓTBOLTI Brynjar Björn Gunnars-
son gæti verið á leið frá enska B-
deildarfélaginu Reading í næsta
mánuði eftir því sem kom fyrst
fram í frétt Sky Sports í gær.
„Það er nokkuð ljóst að ég verð
ekki áfram hjá þeim eftir tímabil-
ið. Það gæti því verið möguleiki
á að ég myndi færa mig eitthvað
í janúar,“ sagði Brynjar Björn á
Stöð 2 í gærkvöldi.
Brynjar sagði að ekkert lið væri
inn í myndinni hjá honum eins og
er. „Þetta er algjörlega á byrjun-
arstigi og við erum aðeins að líta
í kringum okkur. Við erum bæði
að skoða lið hérna í Englandi og
ef út í það er farið þá er alveg
hægt að skoða það líka að fara
aftur til Skandinavíu. Ég þekki
ágætlega til þar og er mjög opinn
fyrir því,“ sagði Brynjar Björn
sem spilaði í Noregi (Valerenga
og Moss) og í Svíþjóð (Örgryte)
frá 1998 til 1999. - óój
Brynjar Björn Gunnarsson:
Spenntur fyrir
Skandinavíu
NÝTT LIÐ EFTIR ÁRAMÓT? Brynjar Björn
Gunnarsson. MYND/GETTY IMAGES
N1-deild karla
HK-Haukar 26-19 (12-6)
Mörk HK (skot): Valdimar Fannar Þórsson 6/5
(9/5), Atli Ævar Ingólfsson 6 (11), Ragnar Hjalte
sted 5 (11), Bjarki Már Elísson 3 (4), Vilhelm
Gauti Bergsveinsson 2 (4), Ólafur Víðir Ólafsson
2 (7), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Hákon Bridde
1 (3).
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 22/2 (38/3,
58%), Lárus Helgi Ólafsson 2 (5, 40%)
Hraðaupphlaup: 3 (Vilhelm, Hákon, Bjarki)
Fiskuð víti: 5 (Ólafur 2, Atli 2, Ragnar)
Utan vallar: 8 mín.
Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3
(5), Guðmundur Árni Ólafsson 3/1 (6/2), Pétur
Pálsson 3 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6),
Heimir Óli Heimisson 2 (4), Freyr Brynjarsson 2
(7), Einar Örn Jónsson 1 (1), Sigurbergur Sveins
son 1 (3/1), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7).
Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (21/4,
33%), Aron Rafn Eðvarðsson 6 (18/1, 33%)
Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 2, Pétur 2, Einar ,Elías)
Fiskuð víti: 2 (Pétur 2)
Utan vallar: 4 mín.
STAÐAN Í DEILDINNI:
Haukar 9 6 2 1 222-204 14
FH 9 5 1 3 250-238 11
Akureyri 9 5 1 3 220-215 11
Valur 9 5 1 3 223-210 11
HK 9 5 1 3 234-220 11
Grótta 9 4 0 5 229-237 8
Stjarnan 9 2 0 7 206-231 4
Fram 9 1 0 8 227-256 2
Í undanúrslitum deildarbikarsins milli jóla
og nýárs mætast Haukar-Valur annars vegar
og FH-Akureyri hins vegar.
ÚRSLITN Í GÆR
HANDBOLTI HK hélt áfram góðu
gengi sínu í N1-deild karla með
frábærum sjö marka sigri, 26-19,
á Íslandsmeisturum Hauka. Þetta
var fyrsta tap Hauka á tímabil-
inu en liðið hefði getað náð fimm
marka forskoti með sigri í gær.
Þetta var síðasti leikurinn í
deildinni á þessu ári en deild-
in hefst svo aftur að nýju hinn 4.
febrúar.
„Þetta er mjög svekkjandi og
hefði verið flott heildarmynd
að vinna hér í dag, en það hefði
kannski verið einum of gott til
að vera satt,“ sagði Aron Kristj-
ánsson, þjálfari Hauka, eftir leik
en liðið var búið að ná í 14 af 16
mögulegum stigum fyrir skellinn
í Digranesi í gærkvöldi.
HK-ingar voru miklu meira en
klárir í þennan slag gegn Hauk-
um. Þeir spiluðu frábæra vörn sem
Haukar áttu í miklum erfiðleikum
með að finna leið í gegnum. Svein-
björn Pétursson, markvörður HK,
var líka að verja vel og átti mjög
góðan dag. Haukar skoruðu aðeins
sex mörk í fyrri hálfleik og það er
ekki eitthvað sem sést á hverjum
degi.
Hauka liðið virkaði óör-
uggt og klaufagangur
bæði í sókn og vörn
áberandi . HK-
ingar stungu gest-
ina algjörlega af í
fyrrihálfleik og stað-
an í hálfleik, 12-6.
Heimamenn héldu
áfram að brosa og njóta
þess að spila hand-
bolta í síðari hálf-
leik. Það var ljóst
að þeir ætluðu
sér allan tím-
ann að vinna
þennan leik. Liðs-
heildin góð og leik-
menn voru að vinna
fyrir hvorn annan.
Haukarnir vöknuðu
þegar um tíu mínútur
voru eftir og minnk-
uðu muninn í fjögur mörk minnst.
En það dugði ekki til og þurftu
að játa sig sigraði í fyrsta sinn á
þessu tímabili. Þetta var leikur
heimamanna frá upphafi til enda
og óhætt að segja að enginn hafi
búist við þessu fyrir fram.
Meistararnir voru ekki búnir
að tapa leik í deildinni en misstigu
sig í Digranesi og fara súrir í jóla-
fríið. Frábær sigur hjá HK-ingum
og stjörnuleikur hjá unga og efni-
lega markmanni þeirra, Sveinbirni
Péturssyni. „Ég get ekki annað en
verið sáttur eftir svona leik. Liðið
var frábært og góð samvinna og
barátta skilaði sigrinum í dag. Hin
liðin í deildinni eru ekki að búast
við þessu af okkur vegna þessa að
við erum með litla breidd en við
sýndum að við eigum heldur betur
skilið að vera í þessari baráttu.
Hin liðin verða að fara að passa
sig,“ sagði Sveinbjörn Pétursson,
markvörður HK, eftir leikinn í
gær. -rag
HK-ingar rassskelltu Haukaliðið
HK varð fyrsta liðið til að vinna meistara Hauka á tímabili þegar þeir unnu sannfærandi 26-19 sigur í gær.
Haukar fara bara með þriggja stiga forskot í EM-fríið en HK er eitt fjögurra liða með 11 stig í 2. til 5. sæti.
Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki HK-liðsins og varði 58 prósent skota Haukanna í leiknum.
FLOTTUR Í GÆR Atli Ævar Ingólfsson skorar hér eitt af sex mörkum sínum fyrir HK í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
58 PRÓSENT MARKVARSLA
Sveinbjörn Pétursson, mark-
vörður HK. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN