Fréttablaðið - 17.12.2009, Side 50
17. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● sængur og sængurver
● UNNIÐ ÚR ÞRÁÐUM
SILKIORMSINS Silki er afurð
lirfu mórberjasilkifiðrildisins og
unnið úr púpu hennar. Lirfan
breytir laufum mórberjatrésins í
límkennda froðu sem verður að
þræði þegar það kemur úr munni
hennar. Lirfan býr til púpu úr þess-
um hárfína þræði. Þrjár tegundir
af silki er hægt að fá af púpunum.
Hespusilki eru löngu þræðirnir
yst á púpunni og eru um 1000 til
1500 metra langir. Schappel-silki
er unnið úr restinni af púpunni
og eru þeir þræðir aðeins 5 til 30
sentimetrar. Hrásilki er svo unnið
úr afganginum og eru þeir þræðir
styttri en 5 sentimetrar.
Heimild: www.wikipedia.org
● ÞVOTTALEIÐBEININGAR FRÁ 1950 Þvotturinn er lagður í
bleyti í volgt sápuvatn með sóda og hafður þar í ½ til 1 sólarhring. Síðan
er hann undinn upp og þveginn úr heitu sápuvatni. Blettir nuddaðir á
bretti ef með þarf.
Sápuduft og sódi er hrært út í kalt vatn og þeytt út í þvottapottinn
sem þvotturinn er síðan látinn í og soðinn í 10-15 mínútur. Hrært í öðru
hvoru. Síðan er þvotturinn færður upp með
priki eða töng, látið síga af honum og
þveginn upp úr suðunni. Skolaður úr
3-4 vötnum eða þar til vatnið er alveg
tært. Sumt af þvottinum þarf ef til vill
að tvísjóða og stundum þarf að leggja
hann í klór. Það er gert þegar hann er
fullskolaður. Síðan er hann skolaður
mjög vel á eftir og nauðsynlegt er að
setja sóda eða edik í eitt skolvatnið.
Að síðustu er þvotturinn undinn.
Aðgætið að brjóta stykkin vel, sé undið
í vindu. Næst eru snúrurnar þvegnar
og þvotturinn hengdur upp. Best er að
þurrka allan þvott úti.
Heimild/Lærið að matbúa eftir Helgu
Sigurðardóttur.
● GEGN HÖFUÐVERK OG
ÞUNGLYNDI Svokallaður shitou
zhentou-koddi gegndi mikilvægu
hlutverki í Kína á öldum áður.
Koddinn var gerður úr jaða og því
langt í frá að vera mjúkur, en harð-
ir koddar eru ekki óalgengir í Asíu.
Þessi tiltekna gerð af kodda náði
hins vegar fótfestu meðan Ming-
ættin var við völd í Kína og var talið
að hún miðlaði til mannsheilans
þeirri orku sem steinninn var álitinn
búa yfir, ásamt því að lækna höf-
uðverk, þunglyndi og bæta gáfur
þeirra sem sváfu með hann svo fátt
eitt sé nefnt. Koddinn var dýr mun-
aðarvara og því yfirleitt aðeins á
færi aðalsfólks eða þeirra efnameiri
í Kína.
Orðið sæng er samnorrænt orð, í
færeysku song, norsku og dönsku
seng, sænsku säng og merkir rúm
til að sofa í. Í fornu máli íslensku
var til orðið sæing í merkingunni
rekkja; rekkjubúnaður en það er
ekki lengur notað. Einnig var notað
orðið sæng í sömu merkingu. Í nú-
tímamáli er sæng einkum notað
um ver með fiðri eða dúni til að
hafa ofan á sér. Áður fyrr notuðu
þeir sem efnaðri voru bæði yfir- og
undirsæng en þess gerist tæplega
þörf nú í vel kyntum húsum. Merk-
ingin rekkja eða rúm er minna
notuð nú en lifir góðu lífi í föst-
um orðasamböndum eins og að
ganga til sængur (fara að hátta),
ganga í eina sæng (ganga í hjóna-
band), ganga í eina sæng með ein-
hverjum (samrekkja einhverjum),
liggja á sæng (um konu sem liggur
í rúmi eftir barnsburð), vera skilin
að borði og sæng og í sögninni að
sænga, sænga saman (sofa saman).
Heimild: www.visindavefur.is
Rúm til að sofa í
Í nútímamáli kemur fram að orðið sæng er einkum notað um ver með fiðri eða dúni
til að hafa ofan á sér. NORDICPHOTOS/GETTY
af öllum sængurfötum
Laugavegi 87 • sími: 511-2004
Hlýjar jólagjafi r í ár!