Fréttablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 17.12.2009, Blaðsíða 50
 17. DESEMBER 2009 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● sængur og sængurver ● UNNIÐ ÚR ÞRÁÐUM SILKIORMSINS Silki er afurð lirfu mórberjasilkifiðrildisins og unnið úr púpu hennar. Lirfan breytir laufum mórberjatrésins í límkennda froðu sem verður að þræði þegar það kemur úr munni hennar. Lirfan býr til púpu úr þess- um hárfína þræði. Þrjár tegundir af silki er hægt að fá af púpunum. Hespusilki eru löngu þræðirnir yst á púpunni og eru um 1000 til 1500 metra langir. Schappel-silki er unnið úr restinni af púpunni og eru þeir þræðir aðeins 5 til 30 sentimetrar. Hrásilki er svo unnið úr afganginum og eru þeir þræðir styttri en 5 sentimetrar. Heimild: www.wikipedia.org ● ÞVOTTALEIÐBEININGAR FRÁ 1950 Þvotturinn er lagður í bleyti í volgt sápuvatn með sóda og hafður þar í ½ til 1 sólarhring. Síðan er hann undinn upp og þveginn úr heitu sápuvatni. Blettir nuddaðir á bretti ef með þarf. Sápuduft og sódi er hrært út í kalt vatn og þeytt út í þvottapottinn sem þvotturinn er síðan látinn í og soðinn í 10-15 mínútur. Hrært í öðru hvoru. Síðan er þvotturinn færður upp með priki eða töng, látið síga af honum og þveginn upp úr suðunni. Skolaður úr 3-4 vötnum eða þar til vatnið er alveg tært. Sumt af þvottinum þarf ef til vill að tvísjóða og stundum þarf að leggja hann í klór. Það er gert þegar hann er fullskolaður. Síðan er hann skolaður mjög vel á eftir og nauðsynlegt er að setja sóda eða edik í eitt skolvatnið. Að síðustu er þvotturinn undinn. Aðgætið að brjóta stykkin vel, sé undið í vindu. Næst eru snúrurnar þvegnar og þvotturinn hengdur upp. Best er að þurrka allan þvott úti. Heimild/Lærið að matbúa eftir Helgu Sigurðardóttur. ● GEGN HÖFUÐVERK OG ÞUNGLYNDI Svokallaður shitou zhentou-koddi gegndi mikilvægu hlutverki í Kína á öldum áður. Koddinn var gerður úr jaða og því langt í frá að vera mjúkur, en harð- ir koddar eru ekki óalgengir í Asíu. Þessi tiltekna gerð af kodda náði hins vegar fótfestu meðan Ming- ættin var við völd í Kína og var talið að hún miðlaði til mannsheilans þeirri orku sem steinninn var álitinn búa yfir, ásamt því að lækna höf- uðverk, þunglyndi og bæta gáfur þeirra sem sváfu með hann svo fátt eitt sé nefnt. Koddinn var dýr mun- aðarvara og því yfirleitt aðeins á færi aðalsfólks eða þeirra efnameiri í Kína. Orðið sæng er samnorrænt orð, í færeysku song, norsku og dönsku seng, sænsku säng og merkir rúm til að sofa í. Í fornu máli íslensku var til orðið sæing í merkingunni rekkja; rekkjubúnaður en það er ekki lengur notað. Einnig var notað orðið sæng í sömu merkingu. Í nú- tímamáli er sæng einkum notað um ver með fiðri eða dúni til að hafa ofan á sér. Áður fyrr notuðu þeir sem efnaðri voru bæði yfir- og undirsæng en þess gerist tæplega þörf nú í vel kyntum húsum. Merk- ingin rekkja eða rúm er minna notuð nú en lifir góðu lífi í föst- um orðasamböndum eins og að ganga til sængur (fara að hátta), ganga í eina sæng (ganga í hjóna- band), ganga í eina sæng með ein- hverjum (samrekkja einhverjum), liggja á sæng (um konu sem liggur í rúmi eftir barnsburð), vera skilin að borði og sæng og í sögninni að sænga, sænga saman (sofa saman). Heimild: www.visindavefur.is Rúm til að sofa í Í nútímamáli kemur fram að orðið sæng er einkum notað um ver með fiðri eða dúni til að hafa ofan á sér. NORDICPHOTOS/GETTY af öllum sængurfötum Laugavegi 87 • sími: 511-2004 Hlýjar jólagjafi r í ár!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.