Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 2
2 21. desember 2009 MÁNUDAGUR
VIÐSKIPTI Einar Gautur Steingríms-
son, skiptastjóri fjárfestingar-
félagsins Saxbyggs, skoðar nú hvort
sanngjarnt verð hafi verið greitt
fyrir rúman tug fasteignaverkefna
úr búi félagsins í Lundúnum og í
Berlín í kringum hrun bankanna í
fyrra.
Saxbygg hóf að vinna að fast-
eignatengdum verkefnum í nágrenni
Lundúna í kringum 2006 og stofnaði
fasteignafélagið Shelley Oak þar í
landi í byrjun árs 2007. Fasteigna-
verð þar hafði hækkað mikið og
veðjað var á að það myndi hækka
meir eftir að Lundúnir höfðu vinn-
inginn í samkeppni um Ólympíu-
leikana 2012.
Byr átti um 35 prósent í félaginu.
Saxbygg og Árni Helgason, við-
skiptafélagi Jóns Þorsteins Jóns-
sonar, stjórnarformanns Byrs, áttu
hvor sín sextán prósentin. Erlendir
aðilar áttu fjórðungshlut.
Halla tók undan fæti á breskum
fasteignamarkaði á seinni hluta
2007 og keypti Byr hluta af eignar-
hlut Saxbyggs í breska félaginu. Það
kom illa við sparisjóðinn og skrifast
stór hluti af fjárhagsvandræðum
hans á þessi verkefni. Samkvæmt
skýrslu endurskoðendafyrirtækis-
ins PricewaterhouseCoopers frá í
sumar tapaði sparisjóðurinn sam-
tals 2,5 milljörðum króna á fast-
eignaverkefnum í Bretlandi.
Stjórn sparisjóðsins hefur frá í
vor beðið þess að ríkið leggi honum
til tæplega ellefu milljarða króna
eiginfjárframlag til að gera hann
rekstrarhæfan á ný.
Fasteignaverkefni Saxbygg í
Lundúnum og í Berlín voru seld
erlendum aðilum í júlí og október
í fyrra og er unnið að því að ljúka
þeim. Hvorki liggur fyrir hverjir
keyptu þau ytra né hvort fyrri eig-
endur Saxbyggs tengist þeim með
einhverjum hætti. Þá er óvíst með
kaupverðið. Einar Gautur segir
margt óljóst um viðskiptin og verið
sé að skoða þau í þaula.
Björn Ingi Sveinsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Saxbyggs,
vinnur við verkefnin erlendis. Hann
segist bundinn trúnaði um eignar-
haldið. „Jón Þorsteinn tengist þeim
ekki,“ segir hann og bætir við að
verðið hafi verið eðlilegt á sínum
tíma enda eignir tengdar Íslending-
um ekki hátt skrifaðar ytra í kring-
um hrunið. jonab@frettabladid.is
Margt á huldu um
eignasölu við hrun
Skiptastjóri gjaldþrota félags í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar segir margt óljóst
um sölu eigna þess í Bretlandi og Þýskalandi í kringum hrun bankanna í fyrra.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Saxbyggs segir verðið hafa verið eðlilegt.
Sindri, var auðvelt að fanga
athygli kvennanna?
„Eftir að lesturinn hófst vildu þær
ekki sleppa. Flestar sitja þær líka
inni fyrir að hafa hnuplað eintaki af
bókinni.“
Sindri Freysson las upp úr bók sinni
Dóttir mæðra minna í kvennafangelsinu í
Kópavogi á dögunum.
LÖGREGLUMÁL Brotist var inn í
Skálholtskirkju og Sólheima-
kirkju, sem eru báðar í umdæmi
lögreglunnar á Selfossi, í fyrri-
nótt. Þjófarnir brutust inn í
skrúðhúsið í Skálholtskirkju og
þaðan var stolið vínrauðum og
blálituðum prestsskrúða með
gylltum krossi, silfurkaleik og
silfurskríni undir oblátur.
Í Sólheimakirkju var söfnunar-
baukur brotinn upp en ekki var
miklu stolið úr honum. Að sögn
lögreglunnar á Selfossi er málið
enn í rannsókn. - fb
Innbrot í sunnlenskar kirkjur:
Silfurskríni og
kaleik stolið
SKÁLHOLTSKIRKJA Stolið var silfurkaleik
og silfurskríni undir oblátur úr Skálholts-
kirkju.
SLYS Kveikt var á friðarkertum
á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði
í gærkvöldi til stuðnings Hrafn-
katli Kristjánssyni, íþróttafrétta-
manni Sjónvarpsins og fyrrver-
andi leikmanns FH.
Hrafnkell liggur þungt haldinn
á gjörgæsludeild Landspítalans
þar sem honum er haldið sofandi
í öndunarvél eftir alvarlegt
umferðarslys síðastliðinn föstu-
dag. Tveir létu lífið í slysinu, sem
átti sér stað norðan við Arnarnes-
brú á Hafnarfjarðarvegi. Hinir
látnu eru fæddir árin 1950 og
1947.
Fjöldi fólks mætti í Kaplakrik-
ann og myndaði ljósahaf vonar og
samstöðu á vellinum til stuðnings
Hrafnkatli. Á meðal þeirra var
bróðir Hrafnkells, knattspyrnu-
þjálfarinn Ólafur Kristjánsson,
sem ræddi við viðstadda. - fb
Fjöldi fólks kom saman á Kaplakrikavelli til stuðnings Hrafnkatli Kristjánssyni:
Ljósahaf vonar og samstöðu
KVEIKT Á KERTUM Kveikt var á friðarkertum til stuðnings Hrafnkatli Kristjánssyni sem
liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FILIPPSEYJAR Miklar öskuspreng-
ingar urðu á mánudaginn í eld-
fjallinu Mayon, sem er virkasta
eldfjall Filippseyja. Öskuspreng-
ingunum fylgdu jarðskjálft-
ar; á sunnudaginn mældust 453
skjálftar og í kjölfarið hækkuðu
yfirvöld hættustigið upp í fjögur
af fimm.
Hermenn vakta svæðið í kring-
um rætur fjallsins og vísa burt
hverjum þeim sem hættir sér
inn á það, en bændur hafa sumir
snúið heim til að dytta að býlum
sínum. Eldfjallið er um 340 kíló-
metra frá Manila, höfuðborg Fil-
ippseyja. Um fjörutíu þúsund
manns hafa þurft að flýja heim-
ili sín síðan á þriðjudag og gert
er ráð fyrir að rýma þurfi fleiri
heimili í byrjun vikunnar. Yfir-
völd á Filippseyjum eru staðráð-
in í því að koma í veg fyrir dauðs-
föll, en árið 1991 létust um 800
manns þegar eldfjallið Pinatubo
gaus.
Ronald Surban Fatalla, formað-
ur Filippínska-íslenska félagsins,
segir jarðhræringar sem þessar
eiga sér stað reglulega og því
taki fólk þeim með jafnaðargeði
en auðvitað séu menn ávallt eilít-
ið áhyggjufullir. „Þetta er fátækt
land og miklar náttúruhamfarir
gætu haft slæmar afleiðingar í
för með sér,“ segir Ronald. - sm
Formaður Filippínska-íslenska félagsins segir fólk taka eldgosi með jafnaðargeði:
Fjöldi manns flýr heimili sín
BJÖRGUNARAÐGERÐIR Björgunarmenn
halda á eldri manni sem þurfti að yfir-
gefa heimili sitt.
STJÓRNMÁL Björgólfur Thor
Björgólfsson þótti „fínn pappír“
þegar farið var af stað með Verne
Holdings-gagna-
verið.
Síðan hefur
hann „farið illa
að ráði sínu og
bakað okkur
tjón. Við skul-
um takast á við
það á forsend-
um réttarríkis-
ins.“ Svo segir
Steingrímur J.
Sigfússon fjár-
málaráðherra.
Steingrímur var gestur í þætti
Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgj-
unni í gær og ræddi um gagnrýni
á að einn höfuðpaur Landsbanka,
og þar með Icesave-samninganna,
fái skattaívilnanir frá ríkinu til að
fjárfesta hér á landi.
Steingrímur minnti á gagnrýni
Suðurnesjamanna vegna seina-
gangs við að koma gagnaverinu á
koppinn.
„Menn verða þá að spyrja sig
að því hvort við ætlum að stranda
öllu verkefninu vegna þess að
Björgólfur Thor lagði af stað með
það,“ sagði hann. - kóþ
Fjármálaráðherra um Verne:
Beitum reglum
réttarríkisins
STEINGRÍMUR
JÓHANN
SIGFÚSSON
BANKAHRUN Á fimmta tug mála
sem tengjast hruni bankanna
eru nú á borði sérstaks saksókn-
ara. Einnig hefur fjöldi kæra til
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra nærri tvöfaldast á
tveimur árum.
Álag á ákæruvald og dóm-
stóla hefur aukist gríðarlega
eftir bankahrunið á sama tíma
og stjórnvöld hafa þurft að skera
niður framlög vegna versnandi
stöðu ríkisfjármála. Óhætt er
að fullyrða að ríkisstjórnin hafi
skynjað þörfina fyrir aukinn
þunga í rannsókn efnahagsbrota
enda hafa framlög til sérstaks
saksóknara verið aukin. - fb
Rannsóknin á bankahruninu:
Á fimmta tug
mála í vinnslu
ÆTTLEIÐINGAR Hátt í eitt hundrað
íslenskar fjölskyldur bíða eftir
barni til ættleiðingar og hefur
biðlistinn aldrei verið svo langur.
Nýjar reglur stytta aftur á móti
biðtímann verulega fyrir fólk
sem bíður eftir því að ættleiða
annað barn. Aðeins fjórtán börn
voru ættleidd á þessu ári.
Ættleiðingar á Íslandi:
Hundrað bíða
eftir barni
Saxbygg var í sameiginlegri
eigu Saxhóls og Byggs
(Byggingarfélags Gylfa og
Gunnars). Eigandi Saxhóls
var Nóatúnsfjölskyldan
svokallaða, börn Jóns Júlí-
ussonar, sem seldi Kaupási
Nóatúnsverslanirnar árið
2000. Saxbygg Invest, eitt
dótturfélaga Saxbyggs, átti
tæpan sex prósenta hlut í
Glitni og Saxhóll 7,5 prósenta hlut í
Byr sparisjóði.
Á meðal annarra eigna Saxbyggs
eru félögin í Saxbygg Investments
London og Saxbygg Invest-
ments Berlin, sem sáu um
fasteignaverkefnin þar, og
rúmur helmingshlutur í
Smáralind í gegnum Eik
Properties.
Saxbygg óskaði eftir
gjaldþroti í maí á þessu ári.
Jón Þorsteinn Jónsson,
var stjórnarformaður Byrs
og forsvarsmaður Saxhóls.
Hann sætir nú farbanni vegna
rannsóknar tengdri málefnum Byrs.
Jón hafði nýverið flutt lögheimili sitt
til Lundúna.
NÁIN TENGSL VIÐ FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI
FRÁ LUNDÚNUM Fasteignafélag í eigu Byrs, Saxbyggs og fleiri aðila sá mikla
hagnaðarvon í Lundúnum. Raunin varð önnur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
IÐNAÐUR Bandaríski bílarisinn
General Motors (GM) hefur
fengið nokkrar fyrirspurnir frá
áhugasömum aðilum um helgina
um kaup á sænska bílaframleið-
andanum Saab.
GM hefur átt við gríðarlega
rekstrarerfiðleika að stríða um
árabil og leitaði eftir því að selja
frá sér eignir, þar á meðal bíla-
framleiðslu Saab. Bloomberg-
fréttaveitan sagði í gær tilboðið
nokkuð opið og væri enginn sér-
stakur lokafrestur á því. - jab
Nokkrir hafa áhuga á Saab:
Nýtt tilboð
komið í hús
SPURNING DAGSINS