Fréttablaðið - 21.12.2009, Page 6

Fréttablaðið - 21.12.2009, Page 6
6 21. desember 2009 MÁNUDAGUR Xerodent 28,6 mg/0,25 mg munnsogstöflur. Notkunarsvið og skömmtun: Hver tafla inniheldur eplasýru 28,6 mg og natríumflúoríð samsvarandi 0,25 mg af flúor. Xerodent er lyf til varnar tannskemmdum notað við meðhöndlun einkenna vegna munnþurrks og fyrirbyggjandi við tannskemmdum hjá sjúklingum með munnþurrk. Skammtastærðir fyrir fullorðna: 1 tafla eftir þörfum, venjulega 6 sinnum á dag. Við mikinn munnþurrk má auka skammtinn í 12 töflur á dag í takmarkaðan tíma. Töfluna á að láta bráðna hægt í munni. Dreifa skal skammtinum jafnt yfir daginn. Varúðarreglur: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna ættu ekki að nota Xerodent. Við meðhöndlun með Xerodent skal forðast að nota önnur lyf sem innihalda flúor. Xerodent má ekki nota á landsvæðum þar sem flúorinnihald drykkjarvatns er hátt. Vegna þess að Xerodent inniheldur xylitól getur það haft hægðalosandi verkun. Meðganga/brjóstagjöf: Engin þekkt áhætta við notkun á meðgöngu. Natríumflúoríð skilst ekki út í brjóstamjólk. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfishafi: Actavis Group hf. 29. nóvember 2007. Þreföld virkni Xerodents Eplasýra – örvar munnvatnsframleiðslu Flúor – ver tennurnar gegn skemmdum Xylitol – hemur bakteríuvöxt í munni Xerodent Við munnþurrki Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Heimilistæki, stór og smá, ljós og símar í miklu úrvali. Líttu inn og gerðu góð kaup. Við tökum vel á móti þér. A T A R N A Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is fyrir –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is LISTAVERKABÓK Á HEIMSMÆLIKVARÐA KRISTINN E. HRAFNSSON NEYTENDUR Sala á kæstri og salt- aðri skötu er hafin og búast fisk- salar við góðri sölu á skötunni í ár. Skata tilheyrir aðdraganda jóla hjá mörgum og þó að hefð- inni samkvæmt eigi að borða hana á Þorláksmessu halda margir skötuveislu dagana fyrir Þorláksmessu. 31 prósents verðmunur er á hæsta og lægsta kílóverði á stór- skötu hjá þeim fisksölum sem haft var samband við. Ódýrust var skata í Litlu fiskbúðinni í Hafnarfirði, 1.290 krónur kílóið, en dýrust í Fiskbúðinni Hafbergi þar sem kílóið kostaði 1.690 krón- ur. Meðalkílóverð á kæstri skötu er 1.490 krónur miðað við þessa verðkönnun. Fréttablaðið gerði sambærilega könnun í fyrra og var meðalverð á þeim tíu búðum sem haft var samband við þá um 1.390 krónur. Hækkun á meðal- verði milli ára er þannig um sjö prósent. „Það er nóg til af skötu í ár, ég hef verið að selja skötu í tuttugu ár og það hefur stundum verið hallæri en ekki í ár,“ segir Kristj- án Berg, eigandi verslunarinnar Fiskikóngsins. Hann segist finna fyrir miklum áhuga á skötu í ár. „Fyrir suma er skatan aðalatrið- ið í jólahaldinu,“ segir Steingrím- ur Ólason í Fiskbúðinni við Sund- laugarveg. „Sumir kaupa skötuna mjög tímanlega og geyma úti á svölum fram að Þorláksmessu. „Svo eru aðrir sem að taka forskot á sæluna, eins og einn viðskipta- vinur sem keypti skötu og smakk- aði og kom svo aftur og keypti skötu fyrir Þorláksmessu og sagði um leið að það væri í lagi að allt annað klikkaði fyrir jólin, skatan mætti bara ekki gera það.“ Kristófer Ásmundsson í Gall- erý fiski verkar sína skötu sjálfur. „Við leggjum okkar metnað í það, enda kemur fólk aftur og aftur til okkar,“ segir Kristófer sem segir kæsinguna á skötunni hafa tekið sex vikur í ár en í kaldari árum taki hún átta vikur. „Kæsingin er svo stoppuð með söltun en þeir alhörðustu fá ósaltað skötu hjá mér og gráta svo fram á nýárið.“ Þess má geta að víðast er kæst tindabikkja einnig seld, en til siðs er á Vestfjörðum að borða hana frekar en stórskötuna. Kílóverð á henni er lægra, algengt kílóverð var tæpar þúsund krónur. Sumir selja einnig smáskötu, sem er önnur skötutegund en stórskatan sem er sú sem mest er borðað af. sigridur@frettabladid.is Þrjátíu prósenta verðmunur á skötu Sjö prósenta verðhækkun er á meðalverði á kæstri skötu á milli ára í verðkönn- un Fréttablaðsins. Fisksalar segja mikla stemmingu fyrir skötunni í ár. Meðal- kílóverð er 1.490 krónur, það lægsta er 1.290 krónur og hæsta 1.690 krónur. KRISTÓFER ÁSMUNDSSON Kæsir skötuna sjálfur og á fastakúnna sem kunna vel að meta verkið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TÍU DÆMI UM VERÐ Á STÓRSKÖTU Hringt var í búðirnar föstudaginn 18. desember og spurt um kílóverð á stórskötu. Fiskbúð Kílóverð Litla fiskbúðin 1.290 kr. Fiskikóngurinn 1.390 kr. Fiskbúðin Sundlaugarvegi 1.390 kr. Fiskbúðin Freyjugötu 1.490 kr. Fiskbúðin Hófgerði 1.490 kr. Fiskbúð Einars 1.490 kr. Fiskbúð Suðurlands 1.490 kr. Fylgifiskar 1.590 kr. Gallerý Fiskur 1.598 kr. Fiskbúðin Hafberg 1.690 kr. SAMFÉLAG Íslenskir friðarsinnar efna til blys- farar niður Laugaveginn á Þorláksmessu eins og undanfarna þrjá áratugi. Í tilkynningu frá Íslandi-Palestínu segir að margir líti á friðargönguna sem ómissandi þátt í jólaundirbúningi fjölskyldunnar, enda taki fjöldi fólks sér hlé frá tiltekt og innkaupum til að styðja kröfuna um frið í heiminum. Í Reykjavík stendur hópur friðarhreyfinga fyrir blysför niður Laugaveg. Safnast verður saman á Hlemmi kl. 17.45 og leggur gang- an af stað stundvíslega kl. 18.00. Í lok göngu er stoppað á Ingólfstorgi þar sem Einar Már Guðmundsson rithöfundur flytur ávarp en fundarstjóri er Helga B. Bjargardóttir. Söng- fólk úr Hamrahlíðarkórum syngur. Á Ísafirði verður lagt af stað frá Ísafjarðar- kirkju kl. 18.00 og gengið niður á Silfurtorg þar sem verður stutt dagskrá. Lúðrasveit Tón- listarskóla Ísafjarðar spilar, Elsa Þorgeirsdótt- ir og Þórhallur Arason flytja ávörp og endað verður á söng og ljóðalestri. Friðarkerti verða seld á staðnum. Á Akureyri stendur Friðarframtak fyrir árlegri blysför gegn stríði. Safnast verður saman kl. 20.00 fyrir framan Samkomuhúsið í Hafnarstræti og gengið niður á Ráðhústorgið þar sem verður útifundur. Ösp Kristjánsdóttir frá Tjörn syngur, Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni flytur hugvekju og lesin verður upp ályktun gegn stríðunum í Afganistan og Írak. Fundarstjóri er séra Jóna Lovísa Jónsdóttir. Að Friðarframtaki standa Samtök hernaðar- andstæðinga á Norðurlandi og Æskulýðs- samtök Þjóðkirkjunnar. - kóþ Íslenskir friðarsinnar ætla að hittast á þremur stöðum á landinu á Þorláksmessu: Blysför til friðar haldin á Laugaveginum Eru of mörg sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu? Já 83,4% Nei 16,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Borðar þú skötu á Þorláks- messu? Segðu þína skoðun á vísir.is LJÓSBERAR Á AÐVENTU Gengið verður í þágu friðar á Laugavegi, Ísafirði og Akureyri á Þorláksmessukvöld. Þessi börn létu ekki sitt eftir liggja í fyrra og verða eflaust fremst í för í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Breið samstaða var um endurskipulagn- ingu fjárfestingarbankans Saga Capital á hluthafa- fundi bankans á föstudag. Á meðal breytinganna er að íþyngjandi eigna- hlutir í fjármálafyrirtækjum voru færðir í sérstakt eignarhaldsfélag og fjörutíu prósent útlána færð á varúðarreikning. Þá er þar nægt fjármagn til að standa straum af kostnaði á tæplega tuttugu milljarða króna láni frá ríkissjóði í vor. Saga Capital stendur nú uppi með tiltölulega lítinn efnahagsreikning; sex milljarða í ríkisskuldabréf- um og bókfært verð lánasafns upp á 3,2 milljarða króna. Eiginfjárhlutfall er 41 prósent. Hluthafar munu bæði eiga hlut í eignarhaldsfélaginu og Saga Capital. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, segir stöðu bankans mjög sterka enda hafi breytingarnar dregið úr rekstraráhættu hans og gert honum kleift að takast á við endurreisnina af fullum krafti. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir mán- uði uppstokkun á rekstri bankans nauðsynlega, meðal annars vegna óinnleiddra reglna Evrópu- sambandsins um starfsemi fjármálafyrirtækja. Saga Capital bar að núvirða vaxtaávinning af tæpum helmingi ríkislánsins og var það áður fært sem tekjur í ársreikningi. Slíkt er ekki leyfilegt samkvæmt nýju reglunum. - jab Samstaða á hluthafafundi Saga Capital um skiptingu bankans í tvö fyrirtæki: Bankanum skipt í tvennt ÞORVALDUR LÚÐVÍK Staða Saga Capital er orðin afar viðráðan- leg, segir forstjóri bankans. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.