Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 8
8 21. desember 2009 MÁNUDAGUR
1 Íslenskur knattspyrnumaður
er leikjahæsti Norðurlanda-
búinn með 319 leiki í ensku
úrvalsdeildinni. Hver?
2 Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari
kvaddi hljómsveit sína um helg-
ina eftir 35 farsælt starf. Hvað
kallast sveitin?
3 Hver var yfirskrift útrým-
ingarbúðanna í Auschwitz í
Póllandi?
SVÖR Á SÍÐU 66
LÖGREGLUMÁL „Jeppinn flaug upp
í loftið og lenti á hvolfi tíu metr-
um fyrir framan bílinn okkar,“
segir Lára Björg Björnsdóttir
sagnfræðingur, sem varð vitni að
eftirför lögreglu og manns sem
stundaði ofsaakstur á stolnum bíl
í gær.
„Ef við hefðum verið tíu sek-
úndum fyrr á ferðinni hefðum
við fengið þennan jeppa ofan á
bílinn,“ segir Lára Björg.
Mikil hætta skapaðist í gær
þegar maður á stolnum bíl virti að
vettugi stöðvunarmerki lögreglu í
Hafnarfirði. Maðurinn jók hrað-
ann og ók áfram inn í Kópavog.
Hann ók um tíma á móti umferð.
Lögregla fór á eftir manninum frá
Hafnarfirði og tóku sex lögreglu-
bílar þátt í eftirförinni. Skammt
frá Smáralind skall bíll manns-
ins á kyrrstæðum bíl og síðan
á öðrum bíl sem var staddur á
hringtorgi skammt frá. Lögreglan
hafði komið sér fyrir á horni
Fífuhvammsvegar og Hlíðardals-
vegar og ók jeppinn á hornið á lög-
reglubílnum.
Þá keyrði maðurinn á nokkra
lögreglubíla og eru í það minnsta
tveir þeirra óökuhæfir. Eftirför-
inni lauk í Lindarhverfi þegar öku-
maðurinn velti bifreiðinni á horni
Fífuhvammsvegar og Hlíðardals-
vegar. Einn farþegi var í bílnum.
Mildi þykir að enginn hafi slas-
ast alvarlega í eftirförinni en karl-
inn og konan sem voru í bílnum
voru umsvifalaust dregin út af lög-
reglumönnum og handjárnuð.
Lögreglan var búin að koma sér
fyrir á horni Fífuhvammsvegar
og Hlíðardalsvegar og ók jeppinn
á hornið á lögreglubílnum.
Lára Björg Björnsdóttir segist
prísa sig sæla að ekki hafi farið
verr. „Það var tvöfalt sjokk að
verða vitni að bílveltu þar sem
fólk virtist vera stórslasað og að
sjá lögguna draga það út og hand-
taka það.“ freyr@frettabladid.is
Flúði lögreglu á ofsahraða
Lögreglumenn veittu manni á stolnum bíl eftirför frá Hafnarfirði í Kópavog í gær. Hann ók á ofsahraða og
á móti umferð. Sjónarvottur segir aðeins hafa munað sekúndum að ekki fór miklu verr.
Á SLYSSTAÐ Lokað var fyrir alla umferð á slysstað á meðan fólkið var handtekið og bílarnir dregnir í burtu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDTEKINN Maðurinn sem ók bílnum á ofsahraða liggur á götunni í handjárnum.
BORGARMÁL Skipulagsráð leggur
til að nöfnum fjögurra gatna
verði breytt og þær nefndar eftir
þeim fjórum konum sem fyrstar
sátu í borgarstjórn Reykjavíkur
árið 1908. Þá taki aðkomugatan
að Höfða nafn eftir túninu sem
húsið stendur á, en það heitir
Félagstún.
„Erlendis er nokkuð algengt að
menn taki götur og endurnefni með
þessum hætti,“ segir Júlíus Vífill
Ingvarsson, formaður skipulags-
ráðs og fagnar því að heiðra eigi
minningu kvennaframboðsins með
þessum hætti.
Borgaryfirvöld nutu aðstoðar
nafnanefndar við valið. „Nafna-
nefnd taldi ekki við hæfi að velja
nöfnunum stað á götur í nýbygg-
ingarhverfum borgarinnar heldur
var valið að finna nöfnunum stað
innan eldri hluta Reykjavíkur
og þá með því að skipta út eldri
nöfnum gatna,“ segir í umsögn
byggingarfulltrúa til borgarráðs.
„En á þessu svæði eru skrifstofur
flestra sviða Reykjavíkur borgar,
þar er og móttökuhúsið Höfði,
stolt Reykjavíkur, jafnaldra setu
kvenna í borgarstjórn,“ segir einn-
ig í umsögninni.
Konurnar sem um ræðir eru
Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem var
formaður Kvenréttindafélags
Íslands, Þórunn Jónassen, for-
maður Thorvaldsensfélagsins,
Katrín Magnússon sem var for-
maður Hins íslenska kvenfélags
og Guðrún Björnsdóttir, félagi í
Kvenréttindafélagi Íslands. - óká
Nefndar eftir fjórum fyrstu konunum í bæjarstjórn Reykjavíkur:
Götuheitum breytt í borginni
ERLENT Fjórtán ára gömul hol-
lensk stúlka sem vakti athygli
fjölmiðla þegar hún barðist
fyrir rétti
sínum til að
sigla um heim-
inn ein síns
liðs hvarf af
heimili sínu
á föstudag.
Hún fannst í
gær á eyjunni
St. Martins í
Karabískahaf-
inu. Hollensk
yfirvöld munu sækja stúlkuna
á næstu dögum og flytja hana
heim.
Laura Dekker ætlaði að
verða yngsta manneskjan til að
sigla ein í kringum hnöttinn en
barnaverndarnefnd í Hollandi
kom í veg fyrir það þar sem
stúlkan var undir lögaldri.
- sm
Vildi sigla ein um heiminn:
Fannst eftir
mikla leit
ERLENT Yfirmaður í bandaríska
hernum vill að reglu innan hers-
ins verði breytt þannig að þung-
un verði talin refsivert athæfi.
Eigi bandarískir hermenn von
á barni fá þeir leyfi frá störfum.
Anthony Cucolo, yfirmaður í
hernum, vill breyta þessari
reglu. „Ég hef verk að vinna í
Írak. Ég hef takmarkaðan fjölda
hermanna til að vinna þetta
verk og ég þarf á þeim öllum að
halda. Þess vegna finnst mér
að hermenn ættu annað hvort
að geyma ástarlífi sinu um sinn
eða huga að forvörnum,“ var
haft eftir Cucolo. - sm
Vill koma í veg fyrir þungun:
Hermenn verði
sóttir til saka
fyrir þunganir
KATRÍNARTÚN Gatan sem nú heitir
Höfðatún verður Katrínartún.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LAURA DEKKER
ERLENT Um hundrað manns létu
lífið í Kogi í Nígeríu þegar öku-
maður flutningabíls missti
stjórn á bifreið sinni. Vegakerf-
inu í Nígeríu er illa viðhaldið og
umferðarslys því tíð.
Lögreglan í Kogi, sem er í mið-
hluta landsins, segir að bílnum
hafi verið ekið hratt niður hæð
áður en hann ók inn í fjölmennið.
Yfirvöld segja að 55 manns
séu látnir en fréttamaður BBC-
sjónvarpsstöðvarinnar á staðn-
um fullyrðir að allt að hundrað
manns hafi látist. Umdæmis-
stjórinn í Kogi hefur lýst yfir
þriggja daga sorg vegna slysins.
- sm
Missti stjórn á vörubifreið:
Hundrað
manns létust
VEISTU SVARIÐ?