Fréttablaðið - 21.12.2009, Blaðsíða 22
22 21. desember 2009 MÁNUDAGUR
UMFJÖLLUN: Fréttablaðið birtir bréf Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, til utanríkismálanefndar
Fréttablaðið birtir hér
Forsendur Brussel-viðmiða,
minnisblað fyrrverandi
utanríkisráðherra,
Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur. Minnisblaðið
fjallar um Icesave-deiluna
og var ritað utanríkismála-
nefnd 18. desember 2009.
1. Mögulegar fjárskuldbindingar
ríkisins vegna innistæðutrygginga
á Icesave-reikningum og samning-
ar við önnur ríki vegna þess hafa
verið á forræði fjármálaráðherra
innan ríkisstjórna frá því að neyðar-
lög voru sett 6. október 2008 en með
aðkomu utanríkisráðherra og ann-
arra ráðherra eftir atvikum.
2. Rétt er að geta þess að undir-
rituð var talsvert fjarverandi á
því tímabili sem um ræðir vegna
þriggja skurðaðgerða og gegndi iðn-
aðarráðherra störfum utanríkisráð-
herra í forföllum mínum. Þannig var
ég fjarverandi í Bandaríkjunum 22.
september til 18. október, á Íslandi
vikuna 31. október til 7. nóvember
og loks í Svíþjóð 10. til 23. janúar
2009.
Bankahrun og óttinn á fjármála-
mörkuðum
3. Eftir setningu neyðarlaganna urðu
fjöldamótmæli við sendiráð Íslands
og banka í Hollandi, Lúxemborg,
Þýskalandi og víðar þar sem þús-
undir einstaklinga misstu aðgang-
inn að sparifé sínu. Bankahrunið á
Íslandi varð m.a. af þessum ástæð-
um að helsta fréttamáli Evrópu í
byrjun október og tugir fjölmiðla-
manna þyrptust til landsins sem
og fulltrúar breskra og hollenskra
stjórnvalda sem kröfðust þess að
þegar í stað yrði samið um ábyrgðir
íslenskra stjórnvalda á innistæðum
í útibúum íslenskra banka. Það var
við þessar aðstæður sem þáverandi
fjármálaráðherra undirritaði viljayf-
irlýsingu (MoU) við Hollendinga 11.
október sem aldrei varð þó að veru-
leika vegna þess að efnis atriði voru
algerlega óviðunandi. Viðræður við
Breta fylgdu í kjölfarið en engin slík
yfirlýsing var gerð gagnvart þeim.
4. Ríkisstjórn Íslands lýsti ein-
dregið þeirri afstöðu að Ísland vildi
standa við alþjóðlegar skuldbind-
ingar en yfirlýsingar voru engu
að síður nokkuð misvísandi. Fjár-
málaráðherra og viðskiptaráðherra
höfðu báðir sagt við bresk stjórnvöld
að Ísland myndi reyna að ábyrgj-
ast lágmarksgreiðslur á innistæðu-
reikningum. Seðlabankastjóri sagði
aftur á móti í Kastljósi hinn 7. okt-
óber að Ísland myndi hundsa með
öllu erlendar skuldir bankanna. Í
kjölfarið gaf forsætisráðherra út
yfirlýsingu þann 8. október þar sem
hann ítrekaði að ríkisstjórnin myndi
styðja Tryggingasjóð innistæðu-
eigenda við öflun nægilegs fjár.
Yfirlýsingar seðlabankastjóra birt-
ust hins vegar orðréttar í víðlesnum
blöðum svo sem Wall Street Journal
og víðar og höfðu víðtæk neikvæð
áhrif og sköpuðu vantraust á að hjá
íslenskum stjórnvöldum væri raun-
verulegur vilji til að leysa mál inni-
stæðueigenda í erlendum úti búum
bankanna.
5. Á þessum tíma greip um sig
mikil hræðsla á fjármálamörkuðum
Evrópu og sparifjáreigendur ótt-
uðust um innistæður sínar. Til að
bjarga eigin bankakerfi greip hver
ríkisstjórnin á fætur annarri til ein-
hliða aðgerða. Írska ríkisstjórnin
ákvað hinn 30. september að tryggja
allar innistæður í stærstu bönkunum
og um leið hófst hljóðlátt áhlaup
á breska banka þegar innistæðu-
eigendur tóku að flytja fjármuni
sína yfir til Írlands. Hinn 4. október
ákváðu Þýskaland, Frakkland,
Ítalía og Bretland að sameinast um
aðgerðir gegn fjármálakreppunni.
Sú ákvörðun entist í einn dag og 5.
október ákvað þýska ríkisstjórn-
in einhliða að tryggja innistæður í
þýskum bönkum. Hinn 6. október
fylgdi sú danska í kjölfarið og eftir
mikinn vandræðagang breskra
stjórnvalda tilkynntu Gordon Brown
og Alistair Darling hinn 8. október
um björgunar aðgerðir breskra
stjórnvalda.
Harðar aðgerðir breskra stjórnvalda
6. Sama dag, 8. október, greip
breska ríkisstjórnin til mjög harðra
aðgerða gegn Íslandi, a) með beit-
ingu hryðjuverkalaga sem fram
til þessa hefur ekki enn verið rök-
studd gagnvart íslenskum stjórn-
völdum þó að eftir því hafi verið
gengið, b) með opinberum yfir-
lýsingum sem birtust í alþjóðleg-
um sjónvarpsfréttum um meintar
fyrirætlanir íslenskra stjórnvalda
sem voru einfaldlega óréttmætar,
áttu sér ekki sanngjarna stoð og
leiddu til ómælds tjóns.
Fastafulltrúi Íslands hjá NATO
setti þegar í stað fram hörð mót-
mæli á fundi NATO-ráðsins í
Brussel. Þar mótmælti Ísland pól-
itískri árás á innviði íslensks sam-
félags, án viðvarana og við verstu
aðstæður sem landið hafði lengi
staðið andspænis. Í apríl 2009
átaldi bresk þingnefnd aðgerðir
ríkisstjórnar Bretlands í skýrslu
en í henni segir m.a. um orð breska
fjármálaráðherrans: „We note that
his comments regarding the intent-
ions of the Icelandic authorities had
a serious impact on the confidence
held in the remaining solvent Ice-
landic bank, Kaupthing, and it has
been suggested that this may have
contributed to its collapse.“
7. Í viðræðum við bresk og
hollensk stjórnvöld vegna Icesave
lögðu íslensk stjórnvöld áherslu á
vilja sinn til að standa við alþjóð-
legar skuldbindingar sínar en
bentu jafnframt á að það væri mat
íslenskra fræðimanna á sviði EES-
réttar að lagaleg ábyrgð íslenska
ríkisins á innistæðum við kerfis-
hrun væri of óskýr til að hægt væri
að fallast skilyrðislaust á hana.
Ósanngjarnt væri að Ísland sem
EES-ríki hefði mun lakari stöðu
að þessu leyti en ESB-ríkin sem
sjálfkrafa gætu farið með slíkt mál
fyrir Evrópudómstólinn án þess að
vera talin óheiðarleg í alþjóðasam-
skiptum. Eðlilegt væri að útkljá
ábyrgðina fyrir alþjóðlegum viður-
kenndum dómstól og enn frekar þar
eð skuldabyrðin væri sérlega þung-
bær fyrir ríkissjóð Íslands. Vand-
inn er og hefur alltaf verið að önnur
ríki hafa samkvæmt þjóðarétti
val um hvort þau samþykkja lög-
sögu alþjóðlegs dómstóls þ.m.t. um
ábyrgð á innistæðutryggingum eða
ekki. EES hefur ekki yfirþjóðlegan
dómstól eins og ESB og Bretland,
Holland og Þýskaland aftóku sam-
eiginlegu EES-nefndina eða nokkra
aðra alþjóðlega dómstólaleið.
8. Nær allan nóvembermánuð
2008 háði Ísland eina hörðustu
millríkjadeilu í sögu sinni. Mark-
mið ríkisstjórnarinnar var að afla
nauðsynlegra lána en halda þó
skuldabyrði innan viðráðanlegra
marka, bjarga trúverðugleika hag-
kerfisins og halda viðskiptum við
útlönd opnum. Á sama tíma var nei-
kvæð alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun
útbreidd og síaukin hræðsla við
dýpkandi heimskreppu fældi ríki
frá aðstoð við Ísland. Ekki bætti
úr skák að fréttir voru mjög nei-
kvæðar af lánlausum erindum
Seðlabanka Íslands til bandaríska
seðlabankans og rússneskra stjórn-
valda en í Rússlandi kom það m.a.
fram hjá fulltrúum Seðlabankans
að lán frá Rússum gæti komið í stað
aðstoðar AGS.
Undirbúningur aðstoðar AGS
9. Fljótlega eftir yfirtöku Glitnis hóf-
ust umræður um það hvort leita ætti
aðstoðar Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins og voru skoðanir mjög skiptar.
Var ég mjög ákveðið þeirrar skoð-
unar að aðkoma sjóðsins væri nauð-
synleg við þessar aðstæður og til
þess fallin að skapa tiltrú erlendis
á aðgerðum íslenskra stjórnvalda
(sbr. grein í Mbl dags. 13. október
2008). Meðan unnið var að áætlun-
inni skipulagði utanríkisráðuneyt-
ið markvissa kynningu í gegnum
net sendiherra og annarra fulltrúa
gagnvart aðildar ríkjum AGS, sér-
staklega þeim sem eiga sæti í stjórn
sjóðsins. Strax eftir heimkomu frá
Bandaríkjunum ræddi ég við starfs-
systkin þar á meðal utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, Frakklands og
Þýskalands um stöðuna á Íslandi og
átökin við Breta. Þá sagði ég frá því
að við værum að undirbúa umsókn
um aðstoð sjóðsins og gætum þurft
á liðsinni þeirra að halda ef Bretar
reyndu að leggja stein í götu okkar.
Ræddi ég jafnframt við forsætis-
og utanríkisráðherra Noregs um þá
aðstoð sem þeir gætu veitt. Á þessu
stigi málsins urðum við einskis vör
nema jákvæðni og stuðnings, og
greinilegt var hversu nákvæmlega
var fylgst með Íslandi.
10. Hinn 24. október 2008 var til-
búin undirrituð viljayfirlýsing ríkis-
stjórnar Íslands um efnahagsáætlun
með AGS og hana kynntum við for-
sætisráðherra á blaðamannafundi
með íslenskum og erlendum fjölmiðl-
um. Í stað þess að sú áætlun fengi
eðlilega afgreiðslu í ljósi neyðar-
aðstæðna innan væntra tímamarka,
Minnisblað Ingibjargar Sólrúnar
FRAMHALD Á SÍÐU 24
ÞUNG Á BRÚN Mikið gekk á dagana örlagaríku í kringum 6. október í fyrra. Þessi mynd er frá blaðamannafundinum 24. sama mánaðar. Þá hafði veður síst lægt. Í minnisblaði Ingibjargar segir hún meðal annars að
yfirlýsingar íslenskra ráðamanna um að Ísland myndi standa við alþjóðlegar skuldbindingar sína hafi þessa daga verið nokkuð misvísandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA