Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 32

Fréttablaðið - 21.12.2009, Síða 32
32 21. desember 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 UMRÆÐAN Þórólfur Matthíasson skrifar til lands- verjenda Sögur af fátæku fólki þriðja heimsins og basli þess voru fastur liður í jólaheftum blaða og tímarita sem ég las í æsku. Þessar sögur voru nokkur svölun þeim sem lítt var kunnur högum fólks í útlöndum. Seinni tíma reynsla sýnir reyndar að þessar jólasögur voru slæm heimild um útlönd, en góð heim- ild um hugarheim þeirra sem rituðu og birtu. Þessar sögur rifjuðust upp fyrir mér um daginn þegar ég fékk upphringingu frá erlendum blaða- manni sem var að vinna grein í jólahefti blaðs síns. Þegar nokkuð var komið inn í samtalið áttaði ég mig á því að Íslendingar eru nú í hlutverki litaða fátæka fólksins í jólaheftum æsku minnar. Spurn- ingarnar sem ég fékk voru þessar: Hefur verið nokk- ur jólaverslun? Eru ekki margar verslunarglugg- ar tómir? Er ekki rétt að ríkissjóður skuldi 300% af vergri landsframleiðslu? Hvernig verður maður var við fátækt á götum úti í Reykjavík? Er ekki annar hver maður atvinnulaus? Er þetta ekki allt alveg svakalega erfitt? Staðreyndavillurnar í jólasögum æskunnar áttu vísast upptök sín í hugarheimi fyrsta heims höfunda og sagnaskrifara. Freistandi er að halda því fram að staðreyndavillurnar í máli viðmælanda míns eigi sér sömu rót vanþekkingar og alhæfingarþarfar. En því miður er ekki svo. Ákveðinn hópur Íslend- inga hefur haldið þessari mynd að umheim- inum. Þeir ýkja skuldatölur (hrein skuld ríkissjóðs er innan við ein landsframleiðsla, margar þjóðir skulda meira), þeir kjósa að einblína á aukningu atvinnuleysis (sem er hábölvuð) en nefna ekki að atvinnuleysi hér er minna en víða í nágrannalöndunum, þeir nefna ekki að þrátt fyrir bankahrun eru þjóðartekjur á mann með þeim hæstu í heiminum. Og ekki veit ég hvaðan viðmælanda mínum kom sú hugmynd að Íslendingar færu ekki í búðir fyrir jólin. Margir þegnar þriðja heimsins kunna því illa að vera umfjöllunarefni í ýkjusögum meðal þjóða fyrsta heimsins. Ég hef nú betri skilning á því hvers vegna. Það er óskemmtilegt verk að leiðrétta rang- hugmyndir. Ég vil því gera umrituð orð gengins stór- mennis að mínum: Landsverjendur, ekki meir, ekki meir. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Ekki meir, ekki meir ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON Næstum alsiða Eins og við var að búast urðu lífleg skoðanaskipti á blogginu um helgina um víndrykkju Ögmundar Jónasson- ar og frétt Kastljóss þar um. Margir komu Ögmundi til varnar, þar á meðal Eiður Guðnason sem sat á þingi í fimmtán ár en var hættur þegar Ögmundur varð þingmaður. „Það hefur örugglega gerst nokkur þúsund sinnum á Alþingi að þingmenn hafi tekið þátt í atkvæða- greiðslu eftir að hafa dreypt á dýrum veigum,“ segir Eiður. „Það er ekki til fyrirmyndar, en fjölmiðlar þurfa ekki að láta eins og þetta sé eitthvað sem aldrei hafi gerst áður. Blaðamenn vita betur.“ Allt er þetta rétt hjá Eiði og meira að segja eru til þeir blaðamenn sem vita að aðrir blaðamenn hafa verið í vinn- unni eftir að hafa „dreypt á dýrum veigum“. Kannski Kastljós segi frá slíku í kvöld. Nýjar lægðir Tryggvi Þór Herbertsson stakk líka niður penna og átti ekki í vandræðum með að skilgreina fréttina. Með henni hefði fréttamennska í landinu náð nýjum lægðum! Burt með fólkið Sumir vildu að Kastljóssfólkið yrði rekið eða segði sjálft upp störfum. Í þeim hópi var María Kristjánsdóttir, sem sagði það hafa rofið trúnað við hreinskiptinn mann. Það væri stærsti glæpur sem fjölmiðlamenn gætu framið. Örfáir vörðu fréttaflutn- inginn og töldu sjálfsagt að fjölmiðlar segðu frá drykkju þingmanna í vinnutíma. Og svo var auðvitað grínast. „Læknisvottorð í borgarstjórn- inni… þvagprufur í þing- inu …“ skrifaði Eygló Ingvadóttir. bjorn@frettabladid.isF lest okkar hafa áhuga á að lifa lengur og þá góðu lífi. Börn sem fæðast í þróuðum ríkjum þessi árin eiga góða möguleika á að verða 100 ára gömul ef ekkert óvænt eða alvarlegt kemur upp sem ógnar lífríki jarðarbúa. Þetta kemur fram í grein nokkurra vísindamanna í lækna- tímaritinu Lancet sem er eitt hið virtasta í heimi. Efni þessarar greinar, „Hærri lífaldur: áskoranir framtíðarinnar“ („Ageing Population: The Challenges Ahead“) er áhugavert og ætti að vera innlegg í pólitíska stefnumótun stjórnvalda hér á landi sem annars staðar. Ef þetta verður þróunin mun það hafa gífurleg áhrif á næstu áratugum. Hærri lífaldur mun hafa áhrif á atvinnuþátttöku, rekstur heilbrigðiskerfa og verkefni í menntamálum, til dæmis þau er varða símenntun. Starfsævin mun lengjast, en þeim árum mun líka fjölga sem fólk er á svokölluðum eftirlaunum og það vill hafa áhyggjulaust og fjárhagslega sjálfstætt ævikvöld. Skilaboðin til okkar Íslendinga ættu að vera þau að mæta þess- um breytingum með því að styrkja okkar velferðar- og mennta- kerfi og nýta það einnig til gjaldeyrisöflunar með þjónustu við útlendinga sem vilja sækja hingað til lands þekkingu eða þjónustu á þessu sviði. Jafnframt er ljóst að án öflugs atvinnulífs verður erfitt að veita sífellt eldri borgurum viðunandi lífskjör til æviloka. Tryggja þarf atvinnu fyrir alla og þá um leið að breyta því við- horfi að fólk þurfi að fara á eftirlaun 67-70 ára. Einnig blasir við að enn frekar þarf að efla okkar góða lífeyrissjóðakerfi. Í hækkandi meðalaldri felast bæði tækifæri og ógnanir, en líklega miklu frekar tækifæri. Vel menntuð þjóð með öflugt vel- ferðarkerfi er mun betur undir slíka þróun búin en þjóðir þar sem mennta- og heilbrigðiskerfið er vanþróað. Það er auk þess þannig hér á landi að þótt eldri borgarar vinni lengur, jafnvel til 70 eða 75 ára aldurs, er ekki sjálfgefið að þeir taki vinnu af þeim sem yngri eru. Eldri borgarar þurfa meiri heilbrigðisþjónustu, betri aðbúnað og endurhæfingu og þurfa að sjálfsögðu einnig að kaupa vöru og þjónustu sem skapar aukna atvinnu fyrir alla. Lík- amlegir burðir og viðvera á vinnustað skiptir sífellt minna máli, en hugvit og þekking skapar aukin verðmæti. Betri fjarskipti og upplýsingatækni auðveldar fólki að stjórna sínum vinnutíma og vinnustað. Fyrir Íslendinga skiptir miklu máli að hlúa vel að uppeldi og aðbúnaði barna og unglinga. Áhersla á lýðheilsu, forvarnir og íþróttastarf ungmenna ásamt heilbrigðu líferni og heilsusamlegu fæði mun skipta miklu máli. Við höfum byggt upp samfélag þar sem mæður og feður, karlar og konur, njóta meira jafnréttis en víðast hvar og það er almennt ekki kynjamisrétti hvað varðar menntun og atvinnumöguleika. Það er mikill styrkur við endur- reisn atvinnulífsins að allir geti verið virkir þátttakendur í því. Þrátt fyrir allt getum við lifað lengra og farsælla lífi en flest- ar aðrar þjóðir. En við þurfum að halda áfram að berjast fyrir rétti okkar, sjálfstæði og lífskjörum eins og við höfum þurft að gera í gegnum aldirnar. Sú barátta verður þyngri á næsta ári en oftast áður. Vonandi ber þjóðin gæfu til að standa saman í þeirri baráttu, en svo er því miður ekki um þessar mundir. Sífellt fleiri verða 100 ára. Lengra og betra líf ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR Umræða um fjárlög er á loka-stigi á Alþingi. Hún hefur verið málefnaleg og hafa dregist upp skýrar línur. Hugmyndir stjórnarandstöðu Stjórnarandstaðan hefur varað við skattlagningaráformum stjórnar- meirihlutans og dregið upp rann- sóknarskýrslur sem benda til þess að óráðlegt sé að reyna að „skattleggja sig út úr kreppu“. Einmitt það er okkur í stjórnar- meirihluta borið á brýn að ætla að reyna að gera. Stjórnarandstað- an segir að leggja eigi allt kapp á að örva atvinnulífið. Með því móti sé stuðlað að aukinni verðmæta- sköpun, skattstofnarnir styrkist og þjóðfélagið verði þar með betur í stakk búið að takast á við hvers kyns vanda í framtíðinni. Að því marki sem við séum nauðbeygð til að skattleggja væri ráð að leita til lífeyrissjóðanna og fá frá þeim nú þær skatttekjur sem ella féllu til í framtíðinni þegar fólk fer á lífeyri. Greiðslur úr lífeyrissjóðum eru sem kunnugt er skattlagðar eins- og hverjar aðrar tekjur en þessar hugmyndir ganga út á að lífeyris- sjóðirnir greiði þetta skattfé fyrir- fram í ljósi erfiðra aðstæðna. Mis- munandi áherslur hafa komið fram innan stjórnarandstöðunnar hvað varðar niðurskurð útgjalda. Sumir vilja skera meira niður en fyrir- hugað er að gera, aðrir vara við slíku, telja jafnvel of mikið skorið niður. Þörf á fyrirhyggju Undir sitthvað af þessu er auðvelt að taka. Miklar skattbyrðar geta hægt á gangverki efnahagslífs- ins, dregið úr neyslu sem síðan getur haft keðjuverkandi áhrif og leitt til aukins atvinnuleysis. Sömu áhrif hefur mikill niðurskurður í útgjöldum ríkisins. Hann getur leitt til uppsagna starfsfólks og þar með aukins atvinnuleysis að því ógleymdu að við slíkar aðstæður þarf að draga úr þjónustu velferð- arkerfisins, nokkuð sem er sér- staklega bagalegt á samdráttartím- um. Einmitt þá er þörf á þéttriðnu öryggisneti velferðarþjónustunnar. En hvað er til ráða? Ríkissjóður hefur orðið fyrir gríðarlegu tekju- tapi af völdum hrunsins. Þess vegna myndast meiri halli á ríkis- sjóði en dæmi eru um í síðari tíma sögu. Ein leið út úr vandanum er að taka lán til að fjármagna hallann og freista þess að bíða af sér þessa óáran – vona að Eyjólfur hressist svo rækilega að hann afkasti í framtíðinni sem aldrei fyrr. Hér er að tvennu að hyggja. Í fyrsta lagi eru lántökur mjög kostnaðarsamar. Kostnaður af lánum ríkisins er þegar um hundr- að milljarðar. Eftir því sem við aukum lántökurnar þeim mun þyngri verða vaxtabyrðarnar. Hitt atriðið varðar framtíðina. Gagn- vart henni þurfum við að sýna fyrirhyggju. Hættan við lántöku- hugmyndir stjórnarandstöðunnar (sem er óhjákvæmilegur fylgifisk- ur stefnu hennar þótt það sé ekki viðurkennt) og skattahugmyndir Sjálfstæðismanna, er sú, að við gætum gert okkur erfitt fyrir síðar meir. Í framtíðinni bíða okkar frekari skuldbindingar auk þess sem vitað er að þjóðin eldist, sem aftur veldur því að dýrara verður að reka samfélagið þegar fram líða stundir. Auknar lántökur nú gætu því komið okkur í koll og þá ekki síður hitt að hafa freistast til að taka skattinn út fyrirfram. Okkar stefna Ríkisstjórn VG og Samfylkingar hefur valið þá leið að reyna að fara bil beggja við þessar aðstæð- ur – feta eins konar milliveg. Á þessu ári er hallinn á ríkissjóði um eitt hundrað og sextíu milljarð- ar. Á næsta ári má gera ráð fyrir að hann verði um eitt hundrað milljarðar. Þetta er umtalsverður halli en ástæðan fyrir honum er að sjálfsögðu sú, að við viljum komast hjá meiri niðurskurði og skattlagningu en raunin verður á. Við gerum okkur grein fyrir því að langt er gengið í hvoru tveggja, niðurskurðinum og skattlagn- ingunni, og hefur því margoft verið lýst yfir af okkar hálfu að þessi mál verði að vera í stöðugri endurskoðun. Hitt er svo annað mál að þótt kreppan sé okkur erfið er ýmis sóknarfæri að finna. Kreppan á að verða okkur hvatning til endurnýjunar og endursköpunar; til að leita leiða við að framkvæma á markvissari hátt en áður, innan sem utan opinberrar þjónustu. Þetta kallar á víðtæka samvinnu í stofnunum og fyrirtækjum en mun skila árangri ef vel tekst til. Mark- aðslögmálin dugðu ekki betur en svo að þau settu samfélag okkar á hliðina. Hið sama gildir um gömlu tilskipanaúrræðin. Nú þarf að virkja frumkvæði og dómgreind hvers og eins. Það er samvinnan sem blífur. Félagslegt réttlæti og samvinna eru þau tæki og tól sem best nýtast til að vinna okkur út úr kreppunni. Ef vel er á haldið mun það takast. Að vinna sig út úr kreppu ÖGMUNDUR JÓNASSON Í DAG | Stjórnmál

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.