Fréttablaðið - 21.12.2009, Qupperneq 34
34 21. desember 2009 MÁNUDAGUR
UMRÆÐAN
Margeir Pétursson
skrifar um banka-
rekstur
Í Viðskiptablaðinu 17. desember segir Stein-
grímur J. Sigfússon,
fjármálaráðherra: „Nú
eru starfandi á Íslandi
þrír fullfjármagnaðir og heil-
brigðir bankar sem hafa fyrst og
fremst það hlutverk að þjónusta
íslensk heimili og atvinnulíf.“
Þetta birtist undir fyrirsögninni
„Þrír heilbrigðir bankar“. Þarna
á fjármálaráðherra við afsprengi
föllnu bankanna, sem eru NBI
hf. (Nýi Landsbankinn), áður
Landsbanki Íslands, Íslands-
banki, áður Nýi Glitnir, þar áður
Glitnir, þar áður Íslandsbanki
og Arion Banki, áður Nýi Kaup-
þing Banki, þar áður Kaupþing
Banki, þar áður KB Banki, þar
áður Kaupþing Búnaðarbanki,
þar áður Búnaðarbankinn.
Fjármálaráðherra á hins vegar
að vita mætavel að á Íslandi er
aðeins starfandi einn heilbrigð-
ur viðskiptabanki, MP Banki hf.,
sem hefur staðið við allar sínar
skuldbindingar bæði innanlands
og erlendis. Mér sem stofnanda
og stjórnarformanni MP Banka
sárnar að ráðherra hafi sleppt
því að nefna hann, en hampa
afsprengjum föllnu bankanna
þar sem ríkið á reyndar mik-
illa hagsmuna að gæta. Lái mér
það hver sem vill að sárna. Von-
andi er þetta ekki fyrirheit um
að ríkið muni brjóta samkeppn-
islög til hagsbóta fyrir þá banka
þar sem það á beinna hagsmuna
að gæta sem hluthafi og óbeinna
sem kröfuhafi.
Spunameistarar ennþá
við stýrið?
Sú fullyrðing að nýju
bankarnir þrír séu „heil-
brigðir“ virðist byggj-
ast á einhverskonar
óskhyggju ráðherrans.
Tilvist þeirra byggist
á neyðarlögunum þar
sem farið var á snið við
meginreglur alþjóðlegs
gjaldþrotaréttar og inn-
lendar eigur föllnu bankanna
voru settar yfir á nýja kenni-
tölu. Þegar eru farin af stað
dómsmál gegn íslenska ríkinu
og bönkum þess og má búast
við tilraunum til kyrrsetningu
á eignum um ókomin ár sem
m.a. Seðlabanki Íslands hefur
varað við. Þá samræmist eign-
arhald tveggja af þremur nýju
bankanna ekki lögum um fjár-
málafyrirtæki þar sem eigendur
þeirra eru þrotabú.
Mér er ekki kunnugt um nokk-
urt land þar sem þrotabúum er
heimilt að fara með virkan eign-
arhlut í fjármálafyrirtæki. Það
mál verður væntanlega einn-
ig leyst með kennitöluskiptum.
Ímyndarsérfræðingar nýju bank-
anna túlka þetta sem eignarhald
erlendra aðila og stuðningsyfir-
lýsingu þeirra við bankana, þótt
„eigendurnir“ virðist að stór-
um hluta hrægamma- og vogun-
arsjóðir í leit að skjótfengnum
gróða. Það hlýtur svo að vera
að lagaflækju- og ímyndarmenn
föllnu bankanna hafi haldið stöð-
um sínum. Það er mjög slæmt
ef sá stjórnmálamaður er far-
inn að trúa þeim, sem áður var í
forystu efasemdar manna. Þá er
Bleik brugðið.
Ógagnsæi við endurreisn?
Nú ganga fjöllunum hærra þær
sögusagnir að fjármálaráðherra
hyggist veita fjárfestingarbank-
anum Saga Capital hf., sem lét
fallerast í ástarbréfaleik föllnu
bankanna, mikið hlutverk í end-
urreisn sparisjóðakerfisins. Eitt
fyrsta verk ráðherrans í fjár-
málaráðuneytinu var að veita
þessu fyrirtæki 19 milljarða
lán á 2% vöxtum til að draga
það að landi, sem fyrirtækið
eignfærði síðan sem 6 milljarða
eign með fáheyrðum bókhalds-
æfingum. Í fréttum RÚV þann
15. desember lagði ráðherr-
ann sérstaka blessun sína yfir
yfirstandandi kennitöluskipti
fyrirtækisins. Sökudólgarnir í
Enron-hneykslinu mikla hljóta
nú að gráta það á bakvið lás og
slá að hafa ekki hugsað upp slíkt
snjallræði. Þá væri hlutabréfa-
verð Enron væntanlega ennþá í
hæstu hæðum. Nú þarf ráðherra
að afneita þessum sögusögnum
algerlega, þannig að minni vafi
leiki á um gagnsæja endurreisn
íslensks fjármálakerfis.
Við hjá MP Banka höfum ekki
þegið stuðning frá ríkinu eða
kostað skattgreiðendur neitt. Það
hafa viðskiptavinir kunnað vel
að meta. Það eina sem við förum
fram á er að leikreglur og sam-
keppnislög verði höfð í heiðri og
við njótum sannmælis.
Höfundur er stofnandi og stjórn-
arformaður MP Banka hf.
Einn heilbrigður banki á Íslandi
UMRÆÐAN
Hildur Björg Hafstein
og Guðrún Valdimars-
dóttir skrifa um skóla-
mál
Reykjavíkurborg hefur lokið starfs- og fjár-
hagsáætlunargerð fyrir
næsta ár. Menntasviði, sem
rekur grunnskóla borg-
arinnar, var gert að hag-
ræða um 4,1%. Meiri hag-
ræðingarkrafa, eða 9%, er
gerð á miðlæga stjórnsýslu
og önnur svið borgarinnar.
Sparnaður menntasviðs er
samt sem áður umtalsverð-
ur, eða 775 milljónir.
Samfok, samtök foreldra
grunnskólabarna í Reykja-
vík, harma niðurskurð í
menntakerfinu. Grunnskólinn gegn-
ir veigamiklu hlutverki í lífi barna
og hefur mikil áhrif á framtíðar-
möguleika. Foreldrar eru eðlilega
áhyggjufullir vegna niðurskurðar
í grunnskólum. Hvaða áhrif mun
þetta hafa á skólastarfið? Mun
kennslumagnið skerðast? Verður
minni gæsla í frímínútum? Hvað
með mötuneyti? Verður dregið úr
stuðningi og sérkennslu? Ákveðið
hefur verið að ekki verður skerðing
á almennri kennslu, sérkennslu eða
nýbúakennslu miðað við árið 2009.
Skólarnir búa við ákveðið sjálfstæði
og geta því sjálfir ákveðið, upp að
vissu marki, hvernig þeir hagræða.
Samfok leggur áherslu á aukna
samvinnu við foreldra um sam-
þætt og fjölbreytt nám. Foreldrum
er ætlað að hafa áhrif á skólastarfið
og þar af leiðandi á hvernig verður
hagrætt. Menntaráð Reykjavíkur
samþykkti á fundi í maí að beina
því til skólastjóra að hafa
ávallt samráð við skólaráð
í hverjum skóla um árlega
starfs- og rekstaráætlun.
Skólaráð er samráðs-
vettvangur skólastjóra og
skólasamfélags. Í hverju
skólaráði eru tveir full-
trúar foreldra en hlutverk
þeirra er að bera sjónar-
mið foreldra inní skóla-
ráðin. Í grunnskólalögum
segir um skólaráð: „Skóla-
ráð tekur þátt í stefnu-
mörkun fyrir skólann og
mótun sérkenna hans.
Skólaráð fjallar um skóla-
námskrá skólans, árlega
starfsáætlun, rekstrar-
áætlun og aðrar áætlan-
ir um skólastarfið. Skóla-
ráð skal fá til umsagnar
áætlanir um fyrirhugað-
ar meiri háttar breyting-
ar á skólahaldi og starfsemi skóla
áður en endanleg ákvörðun um þær
er tekin. Skólaráð fylgist almennt
með öryggi, aðbúnaði og almennri
velferð nemenda.“
Samfok hvetur foreldra til að
standa vörð um réttindi barna til
menntunar og þroska. Það er mik-
ilvægt að skólaráð fundi reglulega
og setji fundargerðir á vefsíðu skól-
anna. Samfok hvetur foreldra til að
fylgjast með hvernig verði hag-
rætt í skólum barnanna og kalla
eftir upplýsingum. Foreldrar eru
auðlind í skólastarfi og er ætlað að
hafa áhrif samkvæmt grunnskóla-
lögum og menntastefnu Reykjavík-
urborgar. Íhlutun foreldra á skóla-
starf eykur vellíðan barnanna,
bætir námsárangur og hefur mikið
forvarnargildi.
Hildur er formaður og Guðrún
framkvæmdastjóri Samfok.
Niðurskurður í
grunnskólum
Getur þú hugsað
þér jólin án
rafmagns?
www.rarik.is
Brátt fer daginn að lengja á ný og við
fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól.
Við hjá RARIK viljum þakka ykkur fyrir
viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og
sendum bestu óskir um gleðileg jól og
heillarríkt komandi ár
Gleðilega hátíð!
HILDUR BJÖRG
HAFSTEIN
GUÐRÚN
VALDIMARSDÓTTIR
MARGEIR
PÉTURSSON
Mér er ekki kunnugt um nokk-
urt land þar sem þrotabúum
er heimilt að fara með virkan
eignarhlut í fjármálafyrir-
tæki.