Fréttablaðið - 21.12.2009, Side 35
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
EINU SINNI ER er handverks- og hönnunar-
sýning sem stendur yfir í Norræna húsinu til 17.
janúar 2010. Sýningin hefur farið víða um land og
meðal annars verið sett upp á Svalbarðseyri, Ísa-
firði, Sauðárkróki og í Hveragerði.
Björg starfar á skrifstofu í einu
ráðuneytanna en þegar hún kemur
heim úr vinnunni finnst henni fátt
betra en að hreiðra um sig í göml-
um stól og hvíla fæturna á hnalli
sem afi hennar smíðaði og amma
hennar bróderaði. „Þetta er uppá-
haldshornið mitt á heimilinu. Hér
sit ég og prjóna, geri við fatnað eða
les. Stóllinn er úr búi afa míns og
ömmu, Þorvarðar Björnssonar yfir-
hafnsögumanns í Reykjavík og Jón-
ínu Ágústu Bjarnadóttur. Þau voru
bæði flink í höndunum. Afi renndi
kertastjaka og skálar og smíðaði
ýmsa hluti og ég á mikið safn af
hekluðum dúkum eftir ömmu og
við systkinin öll,“ segir Björg.
Stóllinn hefur greinilega verið
mikið notaður gegnum tíðina að
sögn Bjargar. „Hann var orðinn
svo lúinn að amma og föðursyst-
ir mín bróderuðu áklæði á hann
og afi klæddi hann. Þegar ég
fékk hann var útsaumurinn orð-
inn slitinn svo ég hef bara tau yfir
honum því ég er ekki búin að láta
gera hann upp. Borðstofustólarn-
ir mínir eru frá ömmu og afa líka
og mamma saumaði út í seturnar
á þeim.“
Handlagni liggur augljóslega í
ætt Bjargar og hún hefur vænt-
anlega ekki farið varhluta af þeim
hæfileikum, að minnsta kosti
ganga prjónarnir ótt og títt meðan
á viðdvöl Fréttablaðsfólks stend-
ur. „Systur mínar eru svona líka,“
segir hún hlæjandi þegar haft er
orð á iðjuseminni.
Við frekara spjall kemur í ljós að
Björg er í prjónaklúbbi með einni
af systrum sínum og öðrum vin-
konum. „Það byrjaði þannig að við
keyptum okkur overlook-vél fyrir
tuttugu árum sem var svo dýr að
við vorum fimm sem keyptum
hana saman og skiptumst á um
hana. Þá stofnuðum við vélsauma-
klúbb en nú hittumst við einu sinni
í viku til að prjóna. Svo förum við
út að borða saman og höfum meira
að segja farið til Flórída einu
sinni.“ gun@frettabladid.is
Hægindastóll sem hefur
verið í stöðugri notkun
Björg Gunnarsdóttir skrifstofustúlka á ýmsa góða muni eftir afa sinn og ömmu. Þegar hún á lausa stund
heima sest hún gjarnan í gamlan stól sem hún fékk úr þeirra búi og dregur upp prjóna eða bók.
„Hér sit ég oft og prjóna,“ segir Björg í uppáhaldshorninu á heimilinu. Marmaraskálina fékk hún af heimili foreldra sinna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150
Fyrst og fremst í heilsudýnum
JÓLATILBOÐ
á stillanlegum rúmum
6 mán.
vaxtalausar greiðslur Opið alla daga til jóla
Auglýsingasími
– Mest lesið