Fréttablaðið - 21.12.2009, Page 36
21. desember 2009
MÁNUDAGUR
2
„Það er svo sniðugt að forma úr
trefjaplasti. Þú færð vökvann í
tunnum og blandar hann svo með
ákveðnu herðismagni. Einangrun-
ar- og styrktarefnið kemur bara í
plötum sem maður sker niður í
mót. Ég forma þetta eftir eigin
hugmyndum, reynslu og getu og
síðan verður eitthvað úr þessu.
Þetta er eins og að leika djass,
hann er impróvíseraður,“ segir
Daði Hinriksson, bifvélavirki, vél-
stjóri og bátasmiður. Daði hefur
mikla trú á trefjaplasti, segir það
vera geimaldarbyggingarefni sem
muni verða keppinautur áls, timb-
urs og stáls.
Trefjaplast er mikið notað í bíla-
iðnaði, í lestar, brúarsmíði, flugvél-
ar, húsasmíði, gervilimi, vindmyll-
ur, tanka, baðker og skipasmíði svo
fátt eitt sé nefnt. „Formúlu 1 bíl-
arnir eru allir smíðaðir út trefja-
plasti. Vissirðu það? Veiðistöngin
þín er úr trefjaplasti, þess vegna
er hún svona sterk og sveigjanleg.
Óperuhúsið í Sydney. Öll björg-
unarskýlin á Íslandi sem aldrei
skemmast og aldrei fjúka eru úr
trefjaplasti,“ segir Daði og minn-
ist sérstaklega á hús úr trefjaplasti
sem byggt var í Surtsey fyrir tut-
tugu og tveimur árum. „Ef þú berð
upprunalega litanúmerið við húsið
í dag, þá sér ekkert á litnum eftir
tuttugu ár!“ Daði hefur tröllatrú
á framtíð trefjaplasts og hlakk-
ar vísast til mögulegrar opnunar
koltrefjaverksmiðju á Sauðárkróki
2012.
„Húsið verður allt hitað með
gasi sem er sáralítill kostnaður
við. Ég mun notast við saurtank
alveg eins og þá sem reglur kveða
á um að séu í bátum. Og á þakinu
verður vindmylla sem framleiðir
rafmagn en til vara hef ég ljósavél
ef allt annað þrýtur. Ég ætla ekki
að fara í Okurbú Vestfjarða eins og
ég kalla það, ég ætla bara að notast
við ferskt og nýtt rafmagn,“ segir
Daði en hann er mjög óánægð-
ur með raforkuverð, sem er mun
hærra á Vestfjörðum en annars
staðar sökum flutningskostnaðar
og fárra virkjana.
Spurður hvort hann sé umhverf-
isverndarsinni vegna þess hve
sjálfbært húsið hans verður sýnist
blaðamanni Daða verða hverft við
spurningunni og hann líta á orðið
umhverfissinni sem skammaryrði.
„Nei, nei, ég er ekkert umhverfis-
verndarsinni. Þú átt að nýta orku
landsins, það eru alveg hrein-
ar línur, til hagsbótar fyrir þjóð-
arbúið í heild sinni. Mannskepn-
an lifir hérna eins og dýrin sem
heyja harða lífsbaráttu til að kom-
ast af í köldu og hrjóstrugu landi.
En mér finnst að við eigum að lifa
á landinu og ganga um það eins
og menn, en ekki eins og skepn-
ur,“ segir Daði og tekur dæmi af
rjúpnaskyttum sem skilja rjúp-
urnar eftir hálfdauðar og sund-
urskotnar úti um alla móa. „Ég
mundi aldrei fara að bjarga týndri
rjúpnaskyttu því ég veit að meirip-
arturinn af þeim hagar sér svona.“
Daði stefnir á að halda reisugilli
næsta sumar og segist ætla að
ljúka sínum æviferli í kúluhúsinu
sínu. Það hljóti að endast honum
því það getur staðið í áttatíu ár án
þess að þurfa neitt viðhald.
niels@frettabladid.is
Geimaldarefni notað í
bolvískt kúluhús
Það er ekki á hverjum degi sem bátasmiður ákveður að reisa sér súð yfir haus. Daði Hinriksson ætlar að
nýta þekkingu sína á smíði trefjaplastbáta til að byggja kúluhús í Bolungarvík.
Daði hjá Glódísi sem stendur við Hafnarfjarðarhöfn. Daði átti einusinni og byggði
alveg eins bát. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Neyðarskýli og radarstöðvar sem standa
af sér öll veður eru búin til úr trefjaplasti
Teikningar af
húsinu sem Daði
Hinriksson ætlar að
reisa.
JÓLASERÍURNAR YFIRFARNAR Mikilvægt er að yfirfara gömlu
seríurnar áður en þær eru settar á jólatréð. Skipta þarf um brotnar klær
og perustæði og hvergi má sjást í bera víra. Serían má síðan aldrei
liggja nærri brennanlegu efni eins og pappírsskrauti.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
· Tekur 12 Kg · Hljóðlát
· Stórt op > auðvelt að hlaða
· Sparneytin
12 kg
Þvottavél
og þurrkari
Eldsneytissíur og síuhús
Ný sending á frábæru
jólatilboðsverði
SNAIGÉ gerð RF-32
119.900 159.900
Þetta er skápur sem margir hafa beðið eftir, stór 233 ltr. kælir
að ofanverðu og góður 54 ltr. frystir að neðanverðu.
NÝJA KÆLISKÁPALÍNAN FRÁ
Þriðjudaga