Fréttablaðið - 21.12.2009, Page 42

Fréttablaðið - 21.12.2009, Page 42
H Hjálparsíma Rauða krossins 1717? Meðal markmiða Hjálparsímans er að hlusta á og veita ráðgjöf til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda t.d. vegna þunglyndis, kvíða eða vanlíðunar. Hlutverk Hjálparsímans 1717 er einnig víðtækara og felur m.a. í sér að vera til staðar fyrir einmana fólk og veita upplýsingar um samfélagsleg úrræði. Er opið hjá Hjálparsímanum 1717 yfir hátíðarnar? Já, hjá okkur er opið er sólahringsopnun alla hátíðisdagana hjá 1717. Fyrir jól og áramót er einnig að hægt að fá upplýsingar um matarúthlutanir, ókeypis hátíðarmálsverði og opnunartíma ýmissa athvarfa. Hverjir svara í Hjálparsímann? Það starfar rúmlega 100 manna hópur sjálfboðaliða og starfsmanna við svörun hjá 1717. Allir hafa farið í gegnum yfirgripsmikla fræðslu, námskeið og þjálfun áður en þeir byrja. Þeir sem starfa við þetta eiga það sameiginlegt að vilja vera Margir sjálfboðaliðar bjóða sig fram til að taka vaktir á jólum og áramótum. Hringja margir á þessum tíma? Í fyrra bárust samtals um 250 hringingar frá þorláksmessu fram á annan í jólum. Tæplega 200 símtöl bárust á gamlárs- og nýársdag og voru þeir sem hringdu afar þakklátir fyrir að geta rætt við einhvern um mál sín á þessum tíma árs sem er sumum erfiður.  Ástæður þess geta verið margvíslegar svo sem missir ástvina á árinu, fjölskylduerjur, þunglyndi, fátækt. Gera má ráð fyrir að jafnvel enn fleiri muni nýta sér þjónustu Hjálparsímans yfir hátíðarnar í ár. Númerið er gjaldfrjálst úr öllum símum og ekki kemur fram á símreikningi að hringt hafi verið í númerið. Einnig er hægt að hringja í 1717 án inneignar í gsm símum. Fjölgaði hringingum í kjölfar efnahagsþregningana? Já símtölum fjölgaði gífurlega í kjölfar bankahrunsins og þá sérstaklega símtölum er snéru að fjárhagsvanda. Fjöldi símtala í október sama mánuð árið áður. Fjöldi símtala hefur haldist svipaður í ár og greinilegt að margir eiga um sárt að binda til dæmis vegna atvinnumissis og erfiðrar skuldastöðu. Margir sem hringja eru kvíðnir framtíðinni, reiðir og vonlitlir. Fólk talar um að því finnst gott að létta á hjarta sínu við einhvern í trúnaði og hjá Hjálparsímanum er hægt að fá upplýsingar um starfsemi, þjónustu og úrræði í samfélaginu. Margt stendur fólki til boða sem stendur á tímamótum og oft þarf einungis hvatninguna til að kynna sér það betur. HJÁLPARSÍMI Flestir sem hringja eru að leita eftir sálrænum stuðningi vegna geðraskana, þunglyndis, kvíða, fjá vegna eigin vanlíðunar en einnig vegna ættingja eða vina í sjálfsvígshættu Í ár hafa borist tæplega gefst meðal annars tækifæri til að láta gott af sér leiða fá fræðslu um sérhæfð málefni og öðlast

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.