Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.12.2009, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 21.12.2009, Qupperneq 52
40 21. desember 2009 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Aino Freyja Järvelä skrifar um sjálfstæða leikhópa Nú eru tímar niður-skurðar í opinber- um rekstri og öll útgjöld ríkisins komin til end- urmats. Mikilvægt er að vanda til verks í þeirri vinnu og passa að barninu verði ekki fleygt út með baðvatninu. Við sem störfum innan vébanda sjálfstæðra leikhúsa skiljum auðvitað mætavel að skera þurfi niður í ríkisrekstr- inum. Skurðarmenn hins opin- bera ættu þó að hafa í huga að hver króna sem fer til sjálf- stæðra leikhúsa í landinu skilar sér hins vegar margfalt til sam- félagsins, m.a. í formi gjaldeyr- istekna. Meirihluti allra leikhús- uppfærsla í landinu er á vegum sjálfstæðra leikhópa og sýningar þeirra hafa dregið til sín fleiri áhorfendur undanfarin ár en stofnanaleikhúsin gera saman- lagt. Eigi að síður fá sjálfstæð- ir leikhópar ekki nema sex pró- sent af öllu því opinbera fé sem fer til leiklistar í landinu. Ríkið fær með öðrum orðum mun meira fyrir þá peninga sem það leggur í sjálfstæðu leikhúsin en það sem lagt er í stofnanaleik- húsin. Það sætir því furðu þegar ákveðið er að skera niður sjóð- inn til atvinnuleikhópa um heil fimmtán prósent á sama tíma og listastofnanir taka einungis á sig fimm til sjö prósenta niðurskurð. Niðurskurður til sjálf- stæðra atvinnuleikhópa hefur nefnilega mun alvarlegri áhrif. Vegna þess að atvinnuleik- hóparnir eru reknir án yfirbyggingar hafa þeir ekkert svigrúm til hag- ræðingar. Fjármagnið fer óskipt í uppsetning- ar og þá að mestu leyti í launa- greiðslur til listamanna úr öllum geirum listanna, iðnaðarmanna, þjónustuaðila og svo mætti lengi telja. Fimmtán prósent niður- skurður á fjárveitingu til sjálf- stæðra atvinnuleikhópa þýðir einfaldlega fjölda atvinnumissi í geira sem skapar 500 störf árlega. Óvíst er að fólk geri sér almennt grein fyrir því að allt það fjármagn sem ríkið leggur til sjálfstæðra atvinnuleikhópa er sambærilegt og kostnaður við eina stóra uppsetningu á stóra sviði stofnana. Fyrir sam- bærilegt fé og kostar að setja upp aðeins eitt einstaka verk í stofnanaleikhúsunum buðu sjálfstæðir atvinnuleikhópar upp á 67 leik- og danssýningar sem sýndar voru fyrir 160.000 manns. Sjálfstæðir atvinnu- leikhópar hafa jafnframt sinnt mikilvægu kynningarstarfi á íslenskum sviðslistum erlendis. Á síðasta leikári voru 35 leik- og/eða danssýningar sýndar 165 sinnum víðs vegar um heiminn. Slíkar ferðir eru að öllu jöfnu kostaðar með erlendu fjármagni sem skilar sér sem gjaldeyrir til landsins. Undangengin ár hefur skrif- stofa SL raunar lagt sérstaka áherslu á að sækja til lands- ins erlent fé sem fer í verkefni hér heima auk þess að mynda alþjóðleg tengsl sem nýtast sjálfstæðum atvinnuleikhóp- um. Fjögur erlend samstarfs- verkefni eru í bígerð á næsta ári sem skila bæði gjaldeyri og atvinnu fyrir sjálfstæða lista- menn á Íslandi. Til að geta efnt til slíks samstarfs og sótt fjár- magn í erlenda sjóði er í öllum tilvikum krafist mótframlags heima fyrir. Sjálfstæðir leik- hópar hafa í auknum mæli sótt í erlenda sjóði og myndað tengsl við erlenda leikhópa. Ef stefna menningar- og menntamála- ráðuneytisins í niðurskurði til menningar helst óbreytt á kom- andi árum mun verða torsótt fyrir atvinnuleikhópa að sækja í erlenda sjóði, kynna íslensk- ar sviðslistir erlendis og skapa gjaldeyristekjur fyrir Ísland. Höfundur er formaður Sjálf- stæðu leikhúsanna. Skammgóður vermir eða langtíma ávinningur? UMRÆÐAN Jón Þór Ólafsson skrif- ar um loftslagsmál Ég átti nýlega tækifæri að tala við mann sem tók þátt í að gera nýjustu „Matsskýrslu um lofts- lagsbreytingar“ á vegum „Milliríkjanefndar Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar“ (IPCC). Ég sagðist hafa áhyggjur af því að pólitíski armur IPCC væri að vefa þétt alþjóðlegt hagsmunatengsla- net ríkisstjórna og viðskiptalífs sem hagnaðist á kenningunni um manndrifna hlýnun jarðar. Ég sagði honum að áhyggjur mínar vöknuðu við að sjá að slíkt hags- munanet myndi þurfa að leggjast gegn gagnrýnum vísindamönn- um til að verja sína hagsmuni og ef kenningin væri röng myndu þeir þurfa að fela og falsa upp- lýsingar til að sannleikurinn kæmi ekki í ljós. Ég benti honum á að slíkt hagsmunanet ógnaði vísindunum. Áhyggjur mínar voru staðfest- ar stuttu síðar þegar vefpóstum virtra vísindamanna sem IPCC styðst við var lekið. Þar ræddu þeir hvernig þeir hindruðu aðgang að upplýsingum, fölsuðu þær og földu, kúguðu vísindatímarit til að birta ekki greinar eftir gagn- rýna vísindamenn o.s.frv. Ég viðraði þessar áhyggjur við innanbúðarmann IPCC því ég vildi vita hvort vísindamenn sem efast um kenninguna um manndrifna hlýnun jarðar hefðu sæti í vísinda- armi IPCC. Hann svaraði: „Nei, við leyfum þeim það ekki.“ En hvað ef ástæða hlýn- unar jarðar er önnur en koltvísýringsútblástur manna og hvað ef hægt er að stöðva hlýnunina? Slík vísindakenning ógnar valdamesta hagsmunaneti heimsins frá upphafi. Hún ógnar koltvísýringsskatt- heimtu allra ríkja heims. Hún ógnar einnig koltví- sýringskvótakerfi á valdi stærstu orku- og iðnfyrirtækja heims (stóru olíufyrirtækin eru nú þegar farin að græða á kvóta sem þau hafa fengið endurgjalds- laust). Hún ógnar þar að auki arð- bærum kvótaviðskiptum stærstu fjármálastofnana heimsins. Koltvísýringskvóti mun m.a. hafa í för með sér: hærri skatta, hægari efnahagsbata, hærra mat- vælaverð og hungurdauða. Guð mun ekki hjálpa okkur þegar hags- munanetið er fullofið og lögfest um allan heim, og gagnrýnir vís- indamenn munu eiga við ramman reip að draga að losa okkur undan því. Vísindamenn eru að hluta háðir þessu hagsmunaneti. Þeir þurfa fjármagn til rannsókna, vísinda- fjölmiðla til að koma kenning- um sínum á framfæri og félags- skap við aðra vísindamenn sem allir þurfa að hugsa um að bíta ekki höndina sem fæðir þá. Hlust- um því vel á þá vísindamenn sem ýtt hefur verið út í kuldann fyrir að gagnrýna kenningu sem er notuð til að réttlæta verulega til- færslu verðmæta til valdamestu hagsmunaaðila heims. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Valdamesta hags- munanet heimsins Staðreyndir um dagblaðalestur Íslendingar yngri en 55 ára verja lengri tíma á virkum dögum til að lesa síður Fréttablaðsins en síður Morgunblaðsins. Allt sem þú þarft... Heimild: Lestrarkönnun Capacent maí-okt 2009. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu yngri en 60 ára sem búa á áskriftarheimilum Morgunblaðsins lesa frekar Fréttablaðið. JÓN ÞÓR ÓLAFSSON AINO FREYJA JARVALA Fyrir sambærilegt fé og kostar að setja upp aðeins eitt einstaka verk í stofnanaleik- húsunum buðu sjálfstæðir at- vinnuleikhópar upp á 67 leik- og danssýningar sem sýndar voru fyrir 160.000 manns
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.