Fréttablaðið - 21.12.2009, Page 56

Fréttablaðið - 21.12.2009, Page 56
BAKÞANKAR Gerðar Kristnýjar 44 21. desember 2009 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Sundlaugahreinsirinn frá Feneyjum Voðalega er þetta lélegt kvöld, nema þessi þarna með gítarinn, hann er svolítið ógnvekjandi! Ég klippi þessa mynd af okkur á ströndinni til á meðan þú finnur einhvern skemmtilegan texta. Pass Koma svo Palli minn, myndaalbúm eru skemmtileg! Jájá Þau minna okkur á það sem við megum aldrei gleyma! Þetta ferli tekur mun lengri tíma heldur en ég hélt! Mamma, ég þarf plástur!!!! Af hverju? Ég veit það ekki strax! En ég hef aldrei próf- að þetta bragð áður Komdu hérna!! BYLGJAN ÞAKKAR HLUSTENDUM SAMFYLGDINA Á HVERJUM DEGI Bylgjan ber af og tryggir að skilaboð auglýsenda komist áleiðis til mikilvægustu markhópanna.* * Samkvæmt mælingum Capacent á hlustun í mínútum í aldurshópnum 18 – 49 ára, vika 40, 2009. Í viku 40 var hlustun á Bylgjuna, Létt Bylgjuna og Gull Bylgjuna 52%. Auglýsing á Bylgjunni birtist samtímis á Létt Bylgjunni og Gull Bylgjunni. BYLGJAN Í FYRSTA SÆTI Það bar til um þessar mundir að sér-sveit ríkislögreglustjóra og öflugt lög- reglulið var beðið um að koma hið snar- asta í Bústaðahverfið. Þar hafði sést til manns með byssu. Komið var að opnum dyrum á hvítu húsi og þar sem lögreglan hafði áður þurft að hafa afskipti af hús- ráðanda þar á bæ fannst henni líklegt að hann væri byssumaðurinn. Í stað þess að ryðjast inn öskrandi með vopnin á lofti eins og haft er til siðs í útlenskum sjón- varpsþáttum dró einn lögreglumannanna upp símann sinn og sló á þráðinn til heimilisföðurins. NOKKUÐ var liðið á morguninn en þó reyndist maðurinn heima við. Hann var óðara beðinn um að koma út með hendur á lofti, sem hann og gerði. Þegar maðurinn birtist úti á stétt reyndist hann hvítklæddur og með mikinn kross um hálsinn. Athygli vakti líka hvað maðurinn var brúnn á hörund, eins og hann væri vanari loftslagi suðlægari slóða en íslenska garranum. Þegar lögreglan fór þess á leit við manninn að hann legðist í jörðina neitaði hann og lái honum hver sem vill. SVONA sagðist manninum frá í sjónvarpsfréttunum á miðviku- dagskvöldið: „Ég var nú ekki alveg á því máli, þar sem maður er nú í hvítu dressi og svona, með skartið á sér sko. Þannig að þeir tóku mig eiginlega og sneru mig niður. Það er ekki eins og maður hafi mikið að segja gegn vopnuðum gaurum.” Kannski hefði hann ekki hikað við að taka á móti hefði lögreglan skilið dótaríið eftir heima. Engin ástæða heldur til að halda neitt annað því maðurinn minnir óneitanlega á hálfbróður Lisbethar Sal- ander, hann Ronald Niedermann, sem er ónæmur fyrir sársauka. EN hvítklæddi og krossiprýddi maðurinn reyndist síðan bara heita Jón. Þetta er samt ekki bara einhver Jón því hann hefur viðurnefnið „stóri” í undirheimunum – og greinilega yfirheimunum líka fyrst ég bý yfir þessum upplýsingum. Jón er stytting á nafninu Jóhannes sem kemur upphaf- lega úr hebresku og þýðir „Guð er náð- ugur“. Og Jón slapp svo sannarlega með skrekkinn að þessu sinni. Byssan reyndist vasaljós sem meindýraeyðir nokkur hafði verið með á vappi nálægt húsinu í leit að rottu. Ég ætla að skima vel eftir fréttum af honum Jóni stóra í framtíðinni og vera vakandi yfir því hvort yfirvöld haldi áfram að áreita alsaklausan manninn, sér í lagi hef ég í hyggju að vera á vaktinni þegar líða tekur að páskum. GLEÐILEG JÓL! Hálfbróðirinn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.